6.1.2009 | 23:28
Ríkisstjórnin er raunverulega stærsta þjófagengi Íslandssögunnar
Þetta er náttúrulega létt brjáluð staðhæfing en við nánari skoðun er það ekki. Hún er sönn. Hvernig?
Þegar neyðarlögin voru sett á Alþingi var með einfaldri lagasetningu öllum eignum (en ekki skuldum) bankanna stolið. Þessar eignir voru lánveitingar þeirra til íslenskra fyrirtækja og einstaklinga. Skv. lögum bar þeim að ábyrgjast sparifé og til þess þurfti fjármagn sem var tilvalið að taka þarna með valdi.
Í fréttum stöðvar 2 var viðtal við ungan mann sem skuldaði rúmar 50 milljónir í íbúðinni sinni sem upphaflega kostaði 25 milljónir en selst líklega ekki núna fyrir 20.
Hvaðan komu þessar 50 milljónir sem maðurinn skuldar? Jú, úr bankanum. Hvar fékk bankinn þær?
Bankinn fjármagnaði þessi lán með erlendum sambankalánum. Nú þegar ríkið er búið að fleygja þeim í gjaldþrota gömlu bönkunum verða þær ekki greiddar upphaflegum lánveitendum. Þetta þýðir nýju þjófabankar ríkisins skulda ekkert af þessum 50 milljónum. Það er búið að stela stofninum af þeim peningum.
Það er eins og fólk almennt geri sér ekki gerin fyrir því hversu stórkostlegur þjófnaður var framin í nafni lands og þjóðar með neyðarlögunum. Ljóti hluturinn er hins vegar sá að ríkið ætlar ekki að deila þýfinu með almenningi í þessu landi heldur innheimta að fullu og setja fjölda fyrirtækja og einstaklinga á hausinn. Við getum ekki til lengdar horft upp á þennan ósóma. Eitthvað hlýtur að láta undan. Á endandum verða til tveir hópar í landinu, þeir sem eiga allt og þeir sem skulda allt.
Ég hef mikið íhugað hvað hægt er að gera til að gæta réttlætis með málin. Og þá verður að taka með í reikninginn að flestar vitleysur ríkisstjórnarinnar eins og setningu neyðarlaganna er ekki lengur hægt að leiðrétta. Allur skaðinn af þeim með tilheyrandi hryðjuverkalögum breta er óafturkræfur.
Skuldakröfur sem ríkið fékk fyrir ekkert er ekki á neinn hátt réttlætanlegt að það innheimti að fullu, þetta er nefnilega þýfi! Mér finnst sorglegt að það sé stolið í mínu nafni. Enn sorglegra er að vera kallaður virðingarlaus þjófur í alþjóðasamfélaginu og síðan skikkaður af höfuðpaurum glæpsins til að borga allt að fullu. Yfirþjófurinn, ríkisstjórnin, ætlar að sanka þessu að sér og svo verður haldið áfram að útdeila til einkavinanna eins og fyrrum. Það breytist ekkert. Sama klíkan ræður áfram. Almenningur situr eftir að mestu skaplaus og skilningssljór um stóru mynd þessa stærsta þjófnaðarmáls Íslandssögunnar.
Eina vitlega úrræðið sem ég sé er að stórfelld niðurfærsla skulda almennings og fyrirtækja. Mér finnst tímabært að þeir þingmenn sem hafa eitthvert inngrip í stóru myndina og hafa auk þess snefil af réttlætistilfinningu eiga að grípa hér inn í tafarlaust áður en fólki þverr algerlega móður í að taka þátt í nokkru endurreisnarstarfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Hárrétt. Loksins einhver sem kom fram með þetta. Davíð sá þetta strax - Við borgum ekki skuldum óreiðumannanna, og átti þá væntanlega við að við greiðum ekki erlendu skuldirnar. Víð sem erum með erlend lán verðum hinsvegar látin borga - án afsláttar. Næstum því eins sniðugt og Ponzi scheme 30 menningana. En fjárglæframennirnir fá sama tíma niðurfelldar skuldir og eftirgefin lán, og geta byrjað á nýrri hringekju.
Þetta verður að koma fram.!
palli litli (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:46