Mannlegur breyskleiki ekki tekinn með í reikninginn

Það er að renna upp fyrir manni smám saman að fyrirsögnin hér að ofan er orsökin fyrir því að pólitískar stefnur hafa ekki gengið upp. Ennþá.

Það er ljóst að hinn eilífi vandræðagangur við að koma upp hinni einu sönnu stefnu við rekstur samfélags steitir á skerjum þeirra mannlegu galla sem við berum öll í mismiklum mæli.

Valdafíkn, peningagræðgi, stjórnuarárátta, fullkomnunarárátta, hefnigirni, einelti, kynþáttafordómar, skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir greindarskorti annarra og fleiri flóknir mannlegir þættir hafa í gegnum tíðina spillt fyrir annars fullkomlega skipulögðum stjórnmálastefnum, kommúnisma, kapítalisma, félagshyggju eða hverju sem þetta kallast allt saman.

Það ætti því að vera næsta verkefni okkar að fara að viðurkenna mannlega galla, ekki bara sem hluta af tilverunni, heldur sem mikilvægum þætti í að koma upp stjórnkerfi sem tekur tillit til þeirra atriða sem hafa hingað til spillt möguleikum okkar til að þróa gott og réttlátt samfélag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verst að maður hefur enga mannlega galla.

Gant (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ef ég man rétt þá varstu ættaður úr dal Hobitta-álfanna Gant og þar af leiðandi ekkert mannlegur. Líklega er ég búinn að horfa of mikið á Lord of the rings.

Haukur Nikulásson, 2.1.2009 kl. 13:00

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband