ESB aðild Íslands verður unnin með ómældum peningum í áróður og auglýsingar

Ég er eiginlega hálf dapur yfir þeirri borðleggjandi vitneskju að ESB mun ekki hika við að veita alls kyns styrki í þau félög og hópa sem styðja aðild að ESB. Þetta er óhjákvæmilegt. Það skal engum detta það í hug eina mínútu að stjórnarmenn ESB ætli að láta Ísland fara framhjá sér fara án þess að beita sér ekki með öllum ráðum þ.m.t. peningum til auglýsinga og styrki við alls kyns málamyndastofnanir sem eiga að sinna rannsóknum í svokölluðum Evrópumálum.

Það þarf meira en lítið kraftaverk til að sannfæra þjóðina um að halda í sjálfstæði þegar baráttan við peningana hefst fyrir alvöru.

Nú þegar virðast sumar málpípur ólmast í áróðri eins og þeir séu hreinlega á launum við þetta þ.m.t. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og fleiri sem eru haldin eru þeim ranghugmyndum að ESB aðild sé ávísun á bætt lífskjör. 


mbl.is Evrópunefndin ekki einhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Frábært...ég skynja það að það er ástæða til að mótmæla og blogga og funda. Og berjast.Og biðja.

Vilhjálmur Árnason, 12.12.2008 kl. 22:26

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband