Without you - Harry Nilsson

Þegar Bítlarnir opnuðu útgáfufyrirtæki sitt Apple Records árið 1968 var John Lennon spurður að því hver væri uppáhalds hljómsveitin hans í Ameríku og hann svaraði Nilsson. Ástæðan var nefnilega sú að Harry Nilsson notaði ekki fornafn sitt sem listamaður og Bítlarnir héldu því að hann væri hljómsveit.

Harry Nilsson varð skjólstæðingur Bítlanna og átti íbúð í London sem Ringo Starr hafði búið í, steinsnar frá höfuðstöðvum Apple Records. Hjá Nilsson gistu oft aðrir listamenn á meðan hann dvaldi sjálfur í Ameríku. Mama Cass Elliott lést í íbúðinni 29. júlí 1974 af hjartaáfalli eftir erfiða tónleika í London. Keith Moon trommuleikari The Who lést þar einnig af of stórum skammti lyfseðilsskylds áfengisvarnarlyfs þann 7. september 1978. Sérkennileg tilviljun þetta.

Sjálfur lést Nilsson af hjartaáfalli (í Ameríku) 1994 þá 52 ára.

Without you er upphaflega eftir meðlimi hljómsveitarinnar Badfinger (aðrir skjóstæðingar Bítlanna) og var það gefið út 1971.

Þessi hrífandi ballaða fór í gegnum merg og bein á sínum tíma og síðar náði Mariah Carey að gera lagið aftur gríðarlega vinsælt árið 1993. Lagið hæfir vel þessum degi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er frábært lag. takk fyrir mig.

Óskar Þorkelsson, 13.12.2008 kl. 01:41

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 264872

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband