Nú þarf að verja sjálfstæði landsins með kjafti og klóm

Harkan í ESB við að komast yfir Ísland ætti núna öllum að vera augljós.

Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að samlandar mínir séu svo litlir í sér og blindir að auki að halda að við verðum eitthvert númer í Brussel. Sem mannfjöldi erum við næstum ekkert í öllum samanburði, þeir eru að sækjast eftir stóru landi, risastóru hafsvæði og tilheyrandi auðlindum.

Hvernig er hægt að gera meirihluta fólks á Íslandi ljóst að græðgin ræður öllu í tilgangi þeirra? 


mbl.is ESB býr sig undir umsókn frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kommentarinn

Hvernig þykist þú vita að græðgin ráði þarna öllu? Hvað veist þú sem við hin vitum ekki?

Kommentarinn, 11.12.2008 kl. 14:29

2 identicon

Sjálfstæði okkar hvarf ofan í vaskinn með krónunni og varð erlendum og innlendum gömblurum að bráð. Breytt heimsmynd horfir við okkur og óumflýjanlegt að nýtt sjálfstæði okkar sé best varið innan veggja ESB að því gefnu af við náum góðum samningum fyrir inngöngu.

Ég er tilbúinn til að verja hag minna barna og barnabarna með kjafti og kló. Innganga í ESB getur verið eitt af þeim málefnum sem maður kemur til með að berjast fyrir einmitt með kjafti og klóm.

Kv. Svíi

Svíi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:48

3 identicon

Ég held hreinlega að fólk á Íslandi sé endanlega orðið klikkað. Að halda það að ESB sé einhver lausn til frambúðar er rangt. Það er rétt sem höfundur segir hér að ofan, þeir hafa áhuga á landinu, auðlindunum en er alveg sama um þessar 300 þús. hræður hér enda erum við færri en í stærstu hverfum Berlínar.

Hvað með Norðmenn, afhverju vilja þeir ekki sjá báknið. Saga ESB á sér lengri aðdraganda en sumir halda og er þetta samband ekki ólíkt því sem Hitler reyndi að skapa á sínum tíma, reyndar með öðrum aðferðum en allt annað er nánast það sama.

Tobbi Villa (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:10

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ef Evrópusambandið er ykkur svona vel að skapi, flytjið þá bara þangað!

Leyfið okkur hinum að halda sjálfstæði okkar, þannig fá allir sitt! 

Haukur Nikulásson, 11.12.2008 kl. 15:36

5 Smámynd: Ólafur Als

Ætli Jón Frímann telji að græðgina sé ekki að finna í ESB, að þar á bæ séu ekki höfð til viðmiðunar sjónarmið fyrirtækjarisa við smíði viðskiptaregluverks, að í Brussel ríkji lýðræðisandi?

Nú mun reyna á okkur sem hugnumst ekki að gangast Brussel á hönd, sem aldrei fyrr. Krataeðlið birtist okkur þessa dagana í uppgjöf gagnvart efnahagsástandinu og flennuskap við ESB. Þeim er nokkur vorkunn, skal viðurkennt, en þessi sterki vilji til þess að selja land og þjóð er ógeðfelldur, í meira lagi.

Ólafur Als, 11.12.2008 kl. 16:52

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ólafur, þú ert meira kvikindið við mig. Ég er nefnilega krati sem vill ekki ganga í ESB. Er það ekki bömmer?

Haukur Nikulásson, 11.12.2008 kl. 17:13

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fyrirgefðu Jón Frímann, ég skil vel "...frá Íslandi". Það er reynt að leggja málin upp þannig hjá þessum diplómötum ESB að við séum að koma betlandi og skríðandi til þeirra. Þetta er útsmoginn málflutningur til að láta fólk hér halda að ESB aðild sé okkur á einhvern hátt svo svakalega eftirsóknarverð.

Það er nóg til að vel færu fólki til að hafa betri stjórn á þessu landi en verið hefur. Gallinn við stjórnina hér er að hún hefur verið (og er ennþá!) meira og minna í höndum Davíðs Oddssonar, besservissers og frekjudalls, sem hvílir á þjóðinni eins og argasta óværa sem ekki virðist nokkur leið að losna við með góðu.

Haukur Nikulásson, 11.12.2008 kl. 17:22

8 Smámynd: Ólafur Als

Svo er nú það, kæri Haukur. En þú kannast við þetta krataeðli, sem dreymir um skrifræði að hætti ráðamanna á meginlandinu, þessa tilhneigingu til þess að "trúa á" skipulag og að vita betur en næsti maður, vegna hins góða vilja sem býr í brjósti kratans. Kratar hafa jú alltaf haft sérstakt lag á að eyða fé annarra og nú hefur þeim borist liðsauki frá aðilum viðskiptalífsins, sem "trúa á" viðskiptalausnir undir pilsfaldi ESB. Eins og ég segi, fólki er nokkur vorkunn, nú þegar stórkapitalistar hafa misnotað sér ástandið og hagað sér eins og dónar. Ef ég hef skilið skrif þín í nokkuð grófri mynd hefur mér virst sem þú sért áhugamaður um heiðbrigðar leikregur en viljir að öðru leyti ekki skipta þér um of af athafnagleði manna. Ég er nú svo einfaldur að segja, að það er í eðli sínu frjálshyggja. Svo geta menn rifist um hvers konar greiðslur kapitalistar, og aðrir, eiga að greiða til borgríkisins fyrir að halda uppi lögum og rétti, m.a. til þess að greiða fyrir velferð og pólitískan stöðugleika.

Um Davíð nenni ég ekki að ræða, en framundan eru harðir tímar á mörgum sviðum og nú mun reyna á menn og málefni, sem aldrei fyrr.

Kveðja,

Ólafur Als, 11.12.2008 kl. 17:41

9 identicon

"Ef Evrópusambandið er ykkur svona vel að skapi, flytjið þá bara þangað!

Leyfið okkur hinum að halda sjálfstæði okkar, þannig fá allir sitt!"

Vá, málefnalegur. Á ég þá að setja á móti að fyrst þér er svona í nöp við ESB af hverju flytur þú ekki til Noregs bara? Nei, ég bara vona að menn séu hafðir yfir svona sandkamálflutning.

Það sem menn eru að ræða um hér er hvað sé heillavænlegast fyrir okkur í framtíðinni. Við getum öll verið sammála um það að sú staða sem upp er komin nú sé ekki æskileg til lengri tíma. Gjaldmiðillinn hefur því miður ekki reynst okkur vel í þeim nýja raunveruleika sem við lifum í með opnum frjálsum mörkuðum. Því er ekkert annað en eðlilegt að velta öllum valkostum við án allra fordóma. ESB eða ekki ESB er partur af þeirri umræðu og því ekkert annað en eðlilegt að við göngum til samninga við Evrópusambandi og sjáum hvað kemur út úr því. Ef það kemur þar í ljós að "svarti maðurinn" ágirnist börnin okkar, eins og margir og þú þar með talinn, vilja meina að liggi að baki ESB þá get ég lofað því að við förum ekki þar inn.  Við einfaldlega vitum ekki hvað felst í ESB fyrir okkur fyrr en samningurinn liggur fyrir. Þangað til er með/á móti málflutningur tilgangslaus.

Ég ætla að biðja þig Haukur að vippa þér upp úr sandkassanum og horfa aðeins lengra fram á veginn. Mér þykur mjög vænt um Ísland og vill veg landsins sem mestan og mun ekki flytja héðan þó að ég hafi áhuga á að vita hvað við fáum út úr samningaviðræðum við ESB. Okkur ber skylda til að skoða þessa hluti, ef ekki fyrir okkur þá fyrir börn okkar og barnabörn.

Kv. Svíi

Svíi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 18:04

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ef sjálfstæðið felur í sér ósanngjarna vexti.. ósanngjarnt matarverð, ósanngjarna skatta.. þá gef ég skít í sjálfstæðið ! 

Óskar Þorkelsson, 11.12.2008 kl. 18:41

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það myndi ég gera líka Óskar ef ég væri ekki viss um að þetta sem þú nefnir væri ekki okkur að sjálfum að kenna og HÆGT að lagfæra með góðum vilja.

Haukur Nikulásson, 11.12.2008 kl. 20:49

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sl 60 ár eða svo gefa manni ekki tilefni til bjartsýni Haukur.. ég hef ekki tíma í frekari stjórnunartilraunir af hálfu gerspilltra íslendinga.

Óskar Þorkelsson, 11.12.2008 kl. 20:52

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Svíi, ég lít svo á að við megum ekki framselja sjálfstæði okkar til ESB. Þú mátt alveg virða það að sum okkar telja það landráð að afsala sér fullveldi og lagasetningum til Brussel. Við erum sum sem teljum það ekki heimilt gagnvart komandi kynslóðum að vera svo miklir aumingjar að gefast upp á sjálfstæði eftir aðeins 64ra ára reynslu.

Af ofangreindum ástæðum tel ég ekkert ómálefnalegt að vonast til að meirihlutinn velji að vera utan ESB og þeir sem eru ósáttastir við það flytji bara út til að elta þetta efnahagslega himnaríki sem sumir telja það vera.

Þeir sem vilja sækja um aðild og sjá hvað býðst ætla að selja landið sitt ef þeir fá nokkrar evrur fyrir það. Þú fyrirgefur, Svíi, mér finnst þetta bara cheap skammtímahugsun.

Með ESB aðild værum við að velja að loka okkur innan bandalags tæplega 30 ríkja og loka okkur jafnframt frá hinu opna samfélagi rúmlega 170 ríkja sem við megum þá ekki gera frjálsa samninga við ef okkur sýnist svo.

Haukur Nikulásson, 11.12.2008 kl. 21:00

14 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, ég held að ég hefði meira óþol fyrir því að vera stjórnað af gerspilltum og misvel gefnum útlendingum. Þeir eru að meðaltali sömu menn og við... nema að þeir hafa síðri skilning á aðstæðum okkar hér norður frá heldur en við höfum sjálf. Þú getur líka bölvað þér upp á að þeir sýna okkur ekki meiri samúð heldur en þeir hafa gert með kröfunum um greiðslu á IceSave dæminu.

Sjálfur hef ég enga löngun til að verða þegn í landi sem væri stjórnað af Tony Blair eða jafnvel Gordon Brown.

Haukur Nikulásson, 11.12.2008 kl. 21:06

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sjáðu til Haukur.. þú hefur meiri trú á íslendingum en ég.. að mínu viti hafa íslendingar sýnt ótrúlega þrælslund og auðsveipni í erfiðleikum þeim sem að okkur steðja.. rúmir 2 mánuðir liðnir frá bankahruninu og ekki einn einasti hefur sagt af sér.. ekki EINN.

Þeir sem mótmæla og ég er einn af þeim er gerður að athlægi aftur og aftur af meginþorra þessarar aumu þjóðar hér norður í ballarhafi.. þessi sami meginþorri mun kjósa helvítis sjálfstektina aftur.. og aftur og aftur. það án nokkurar umhugsunar því íslendingar eru upp til hópa fífl og aumingjar.

Hér mun ekkert breytast fyrr en skipanir koma að utan.. því erum við vön sl 600 ár eða svo..  

Óskar Þorkelsson, 11.12.2008 kl. 21:16

16 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér fannst svolítið fyndið þegar viðskiptaráðherra sagði að það væri frábært að ganga í ESB vegna þess að þá féllu niður tollar af innfluttum matvælum - eins og ráðherra geti ekki gert eitthvað til að reyna að losna við tolla án þess að ganga í bandalagið, t.d. leggja fram frumvarp (reynar væri ég hamingjusamur ef þetta væri þa versta sem hann hefði látið út úr sér).

Mér líst illa á þetta - við ráðum yfir auðlindum. Ráðum sjálf yfir þeim áfram. Þó við höfum ekki alltaf breytt gáfulega (kannski sjaldnast) getur það breyst, en það breytist varla ef við látum aðra ráða yfir okkur og auðlindum okkar.

Svo má benda á að það varðar við lög að reyna að koma Íslandi undir erlend yfirráð - við því liggur allt að 6 ára fangelsi.

Ingvar Valgeirsson, 11.12.2008 kl. 21:35

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband