Áróðursvélar frá ESB með óþolandi afskipti

Það er með ólíkindum hvað ESB-sinnar eru duglegir að flytja inn áróðurinn frá Evrópusambandinu. Í hremmingum okkar sér ESB tækifærið að narra þessa hrjáðu þjóð inn í ríkjasamband sem við munum aldrei losna út úr og ég bið fólk að sjá í gegnum græðgina sem fylgir þessu dæmi.

Því er meira að segja hampað að öðlingurinn Göran Persson hafi ekki þegið sína vanalegu 3ja milljóna króna greiðslu fyrir fyrirlesturinn hér á landi. Á maður að vera þakklátur fyrir það? Halda menn að hann sé eitthvað vanhaldinn við að breiða út boðskapinn hér? Maðurinn er hér að undirlagi ESB og þeir láta hann örugglega ekki bera skarðan hlut frá borði, trúið mér!

Það landráðastarf sem nú er unnið í skjóli efnahagsþrenginga mun reyna á vilja þessarar þjóðar til að halda sjálfstæði sínu. Við höfum nú þegar séð nægileg dæmi um það að við erum sjálf okkar eigin bestu vinir þegar á reynir. ESB hélt í gíslingu lánveitingu frá IMF. Þeir kröfðust þess að íslenskur almenningur greiddi að fullu innlán í íslenskum bönkum erlendis.

Það var aldrei hugmyndin að bankarnir væru seldir með botnlausri ríkisábyrgð og það meira að segja í útlöndum. Mistök og dómgreindarleysi stjórnvalda ásamt stórkostlegum skorti á eftirliti ætlar að verða þessari þjóð þau dýrkeyptustu í sögunni. Samt krefjast þau þess að fá að stjórna "björgunaraðgerðum" sem m.a. leynt og ljóst felast í því að skríða í ESB vegna algers getuleysis þeirra.

Ég segi takk... en NEI TAKK!


mbl.is Persson: Allir verða að bera byrðarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband