Ísland hafi vit á því að vera utan ESB aðildar

Ég þreytist seint á því að mæla gegn aðild að ESB.

Ég er líka viss um það að það sé alveg sama hversu mikið og lengi við ræðum þetta mál, við fáum enga betri vitneskju um aðdina en er til nú þegar. Sú skoðun alltof margra að hefja verði aðildarviðræður "til að sjá hvað okkur býðst" er undarleg og kjánaleg sölumennska á landi og þjóð. Er Ísland virkilega til sölu?

Spáið í þetta:

  • Landrými, hafrými og auðlindir Íslands eru verulegur fengur fyrir ESB.
  • Hér eru bara 320.000 manns sem þarf að beygja undir ESB valdið i Brussel þegar fram í sækir. Það verður að sjálfsögðu gert.
  • Stjórnendur ESB myndu samþykkja aðild landsins á mjög stuttum tíma, svo mjög vilja þeir fá Ísland til inngöngu.
  • ESB aðild Íslands myndi hafa talsverð áhrif á hugsanlega aðild norðmanna. Þetta vita stjórnendur ESB.
  • Ísland myndi ganga í bandalag sem hefur það að markmiði að gæta eigin hagsmuna gagnvart öðrum löndum heimsins sem eru óvart bara miklu fleiri eða 170 á móti tæplega 30.
  • Frjáls viðskipti við miklu fjölmennari hluta heims og fleiri ríki verða okkur lokuð nema í gegnum ESB.
  • ESB notar tollmúra og hömlur til að halda fátækum ríkjum þriðja heimsins frá því að selja þangað vörur. Samt eru sum meðlimaríki ESB sek um aldalangt arðrán frá nýlendutímum.
  • Hugmyndafræði ESB er ekki kærleiksríkur gagnvart ríkjum utan bandalagsins, þetta er einelti í sinni ljótustu mynd.
  • Miðstýring frá Brussel mun ekki færa okkur neina hamingju. Stór hluti regluverks ESB tekur ekki tillit til legu Íslands og aðstæðna.
  • Því er skrökvað að íslendingum að aðild að ESB lækki vöruverð. Sem innflytjandi get ég upplýst að ESB niðurgreiðir ekki flutningsgjöld sem gerir allar vörur 5-20% dýrari á Íslandi.
  • Það þarf ekki aðild að ESB til að lækka tolla og vörugjöld. Við getum það einhliða.
  • Það þarf ekki aðild að ESB til að fella niður milljarða ríkisstyrki til landbúnaðarmála. Við getum það einhliða.
  • Það þarf ekki ESB aðild til að taka upp annan gjaldmiðil. Við getum það einhliða.
  • ESB aðild er engin trygging fyrir efnahagslegri velsæld, mörg ríki eiga í verulegum vandræðum þrátt fyrir veru sína þar.
  • Aðild að ESB er ekki sjálfkrafa ávísun á lækkað vöruverð, lægri vexti eða betra líf. Slík loforð ESB sinna eru vísvitandi ósannindi.
  • Breyta þarf stjórnarskrá Íslands til að ganga í ESB. Ástæðan er fullveldisafsal þrátt fyrir þau ósannindi ESB-sinna að Ísland haldi sjálfstæði sínu.
  • Ísland á að gerast leiðandi með að taka upp tollfrjáls viðskipti við allar þjóðir heims. Staða okkar kallar á núllstillingu á úreldri hugmyndafræði um rekstur samfélags sem fór á hausinn.
Það þarf að vernda sjálfstæði og fullveldi Íslands. Um þetta verður kosið í næstu kosningum. Til þess þarf nýjan stjórnmálaflokk jafnaðarmanna sem setja á oddinn að halda okkur utan við ESB móðursýkina.
mbl.is Íslendingar mega ekki bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Samþykki án athugasemda.

Árni Gunnarsson, 10.12.2008 kl. 13:46

2 identicon

Þetta er nú allt gott og blessað hjá þér Haukur. Ég er nú samt á því að það eigi að sækja um aðild og taka almennilega rökræðu um kosti og galla aðildar. Svo geti hver og einn ákveðið fyrir sig í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég er alveg til í að heyra ALLAN SANNLEIKANN um kosti og galla.

Baldvin Björgvinsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég gef þessu mitt atkvæði, ykkur Árna og Hauk einnig. Já mikið rétt. Það þarf að passa vel uppá sjálfstæðið. Sjálfstæðisbaráttunni lýkur greinilega aldrei. En því miður er sjálfstæðið oft tekið sem sjálfsagður hlutur.

Eins mikill kapítalisti sem ég er, þá myndi ég samt kjósa þann argasta kommaflokk sem til væri ef hann væri sá eini sem berðist fyrir sjálfstæði landsins, ef til kemur. Ef sjálfstæðið fer hjá svona lítilli þjóð eins og okkur, þá fer allt. Grundvöllurinn. Að ætla að byggja næstu 1000 ár á aðgerðum í hræðslukasti væri hrapallegt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2008 kl. 14:08

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það er þá svo gott að ALLUR SANNLEIKURINN komi fram.  Ég gæti alveg trúað ISG og hennar pótintátum til að fegra þetta allverulega til að fá almenning í landinu til að greiða aðild atkvæði sitt.  Hvað hafa þeir boðið henni í Brussel?  Þeirri spurningu vildi ég gjarna fá svarað.  Haukur má ég nota þennan lista þinn (heimilda að sjálfsögðu getið)?

Sigríður Jósefsdóttir, 10.12.2008 kl. 14:09

5 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Smá viðbót: ekki má gleyma olíunni sem gæti verið að finna á hinu svokallaða Drekasvæði og háhitasvæðin okkar, sem búast má við að yrði farið í að virkja hið snarasta.  Að öðru leyti sammála Gunnari, myndi kjósa hinn argasta kommaflokk ef hann berðist fyrir áframhaldandi sjálfstæði landsins.  Annað er landráð.

Sigríður Jósefsdóttir, 10.12.2008 kl. 14:13

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég er alveg til í að heyra ALLAN SANNLEIKANN um kosti og galla.


Ég skal segja þér sannleikann.

Ég bý í ESB og hef gert það í 24 ár. Svo minn sannleikur er eins góður og þeirra sem eru að reyna að segja ykkur hann á Íslandi. En staðreyndin er sú að það enginn sannleikur til. ESB er fyrst og fremst lyf fyrir Frakka og Þjóðverja. Þetta lyf á að gera þeim kleift að búa saman. ESB er því fyrst og fremst pólitík. Muna það. Pólitík. Gjaldmiðill ESB er einnig pólitískur gjaldmiðill. Muna það. Hann á að halda þessu saman. Þetta er ekki öfugt eins og í Bandaríkjunum þar sem þegnar Bandaríkjanna fengu sameiginlegan gjaldmiðil EFTIR 200 ára sameiningarferli. Nei, í ESB er þetta alveg þver öfugt.

ESB er nýtt ríki í smíðum. ESB er EKKI gjaldmiðill. ESB mun aldrei geta gengið upp nema að það verði að United States og Europe. Og það yðri eitt stórt brjálæði. Eins og ESB er núna þá mun að aldrei virka. Aldrei. Það verður annaðhvort að fara áfram eða afturábak. Svona getur það ekki gengið eins og það er núna.

Ekkert ríki sem hefur gegnið í ESB hefur gengið í það ESB sem kosið var um í upphafi því ESB breytist svo hratt. Því eru aðildarviðræður og kosningar mjög lítil virði. ESB mun alltaf hafa farið fram úr því umboði sem kjósendur gáfu stjórnvöldum. Þess vegna er þegnunum boðið að kjósa um það sem búið er að gerast. Samþykkja yfirdráttinn. Þessutan þá voru öll þau ríki sem gengið hafa í ESB, síðan ESB varð að þeim forarpytt sem þar er orðið núna, gjaldþrota og höfðu í raun ekki neitt val.

Það hefur aldrei gerst að svo ríkt land sem Ísland er orðið fyrir eigin afli hafi gengið í ESB. Fyrir Ísland væri þetta eins og að ganga í fátæktarklúbb.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2008 kl. 14:32

7 identicon

´mikið er gott að lesa þetta sammála öllu hér að ofan En ég vill  reyndar ekki sjá þjóðaratkvæðagreiðslu treysti ekki almúganum sbr. fjölmiðlafrumvarpið.

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 19:03

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eins og ég er oft til í góðar rökræður þá sýnist mér Jón Frímann ekki bjóða mér í dans með það. En hann á rétt á því að telja mig bulla og ég læt það ekki trufla mig en ekki kallar þá að frekari umræðu okkar á milli. Áróðursvefur ESB segir mér ekkert nýtt.

Haukur Nikulásson, 10.12.2008 kl. 19:17

9 Smámynd: Sigurjón

Þú kemur ekki með ein einustu rök fyrir máli þínu Jón Frímann.  Engin.  Ísland er tollmúr að sama skapi og öll hin löndin í Evrópu.  Eina landið sem fær að flytja inn tollfrjálst til Íslands eru Færeyjar.  Við getum alveg rifið niður tollamúra ef við viljum; það þarf ekki aðild að ESB til.

Sigurjón, 10.12.2008 kl. 19:30

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband