Tímalína Davíðs og hins séríslenska efnahagshruns

Einhver var að biðja um tímalínu hins séríslenska hruns bankakerfisins og íslensks efnahagslífs. Hér er hún eins og ég sé hana:

  • 1948 Davíð Oddsson fæðist í Reykjavík.
  • 1970 Davíð Oddsson leikur  Bubba kóng í uppfærslu MR á samnefndu leikriti
  • 1972 Davíð Oddsson sér um útvarp Matthildi ásamt fleirum. Pólitísk háðsádeila.
  • 1981 Davíð Oddsson verður borgarstjóri í Reykjavík
  • 1983 Davíð Oddsson rekur ræstingarkonu fyrir að nota símann á skrifstofu hans í heimildarleysi.
  • 1991 Davíð Oddsson leggur hornstein að Ráðhúsi Reykjavíkur á afmælisdegi móður sinnar.
  • 1991 Davíð Oddsson leggur hornstein að Perlunni á afmælisdegi föður síns.
  • 1991 Davíð Oddsson verður formaður Sjálfstæðisflokksins.
  • 1991 Davíð Oddsson verður forsætisráðherra Íslands.
  • 1993 Davíð Oddsson innleiðir EES samninginn sem m.a. krefst frjálsra fjármagnsflutninga og viðskptafrelsis.
  • 1996 Davíð Oddsson hefur forgöngu um að setja upp einkavæðingarnefnd.
  • 2002 Davíð Oddsson leggur niður Þjóðhagsstofnun.
  • 2002 Davíð Oddsson sakaður um að eiga þátt í innrás skattyfirvalda í Baug.
  • 2003 Davíð Oddsson hefur forgöngu um einkavæðingu Landsbankans í hendur Björgólfsfeðga, sem taldir voru Sjálfstæðisflokknum þóknanlegir.
  • 2003 Davíð Oddsson hefur forgöngu um einkavæðingu Búnaðarbankans með Halldóri Ásgrímssyni í hendur S-hópsins sem voru þóknanlegir Framsóknarflokknum. Úr verður Kaupþing við samruna.
  • 2003 Davíð Oddsson sakaður um að eiga þátt í skattrannsókn hjá Jóni Ólafssyni kenndum við Skífuna.
  • 2003 Davíð Oddsson sakar Jón Ásgeir Jóhannesson um að gera tilraun til að múta sér með 300 milljóna króna greiðslu. Málið fór aldrei lengra.
  • 2004 Davíð Oddsson fær neitun forseta Íslands á staðfestingu fjölmiðlalaga.
  • 2004 Davíð Oddsson hættir sem forsætisráðherra og verður utanríkisráðherra.
  • 2005 Davíð Oddsson hættir sem utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
  • 2005 Davíð Oddsson veikist af krabbameini og nær bata.
  • 2005 Davíð Oddsson skipaður formaður bankastjórnar Seðlabankans.
  • 2008 Davíð Oddsson ákveður á 4 dögum að Glitnir banki sé gjaldþrota. Kallar Geir Haarde heim frá New York til að klára það dæmi yfir sömu helgina. Fjölmargir Sjálfstæðismenn viðurkenna að þetta hafi verið persónulegt spark hans í Jón Ásgeir Jóhannesson.
  • 2008 Davíð Oddsson er lykilmaður við að knýja fram neyðarlögin um kennitöluflakk bankanna. Daginn eftir kölluðu þau á viðbrögð breta í formi hryðjuverkalaga sem frystu eigur íslenskra fyrirtækja þar í landi með skelfilegum afleiðingum.
  • 2008 Davíð Oddsson lýsir því í 45 mínútna Kastljósviðtali að íslendingar muni ekki greiða "óreiðuskuldir" viðskiptabankanna erlendis.
  • 2008 Davíð Oddsson fullyrðir að rússar muni lána íslendingum allt að 4ra milljarða dollara lán. Sú frétt borin til baka samdægurs.
  • 2008 Davíð Oddsson lýsir því á fundi Viðskiptaráðs að hann viti um ástæður hryðjuverkalaga í Bretlandi gagnvart íslensku fyrirtækjum en neitar að upplýsa.
  • 2008 Davíð Oddsson sér um móttöku á rúmlega 800 milljóna dollara láni frá IMF og stjórnar noktun þess fjár fyrir hönd Seðlabankans.
  • 2008 Davíð Oddsson lýsir því að hann muni snúa sér aftur að pólitík ef hann verði neyddur til að segja af sér stöðu seðlabankastjóra.

Það blasir við öllum sem vilja vita að Davíð Oddsson hefur ráðið öllu því sem hann vildi í stjórnkerfinu síðan hann varð forsætisráðherra árið 1991. Hann hefur ráðið mestu um setningu þeirra laga og reglna sem m.a. auðmönnum og útrásarvíkingum var gert að fara eftir. Hann valdi meira að segja sjálfur þá auðmenn sem fengu að kaupa meirihluta í bönkunum og helstu ríkisfyrirtækjum. Hann stjórnaði sjálfur verðbólgumarkmiðum og peningamálastefnu Seðlabankans frá haustinu 2005 sem allir vita nú að var kolröng. Hann setti Glitni á hausinn á 4 dögum og því fylgdi bara óvart hrun Landsbankans, Kaupþings og hrun á lánstrausti íslenska ríkisins og Seðlabankans.

Dettur einhverjum í hug eftir lestur ofangreinds að nokkur maður beri meiri ábyrgð á því ástandi sem hér ríkir nú í efnahagsmálum þjóðarinnar sem er gjaldþrota. Er einhver hissa á því að reiði þorra almennings beinist að slysalegum hefndargjörðum þessa manns nú á haustdögum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei ég held að það sé dagljóst.. enginn er sekari en DO og sjálftektin meðsek því hún heldur honum við völd.. 

Óskar Þorkelsson, 9.12.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Sigurjón

Var það ekki 1994 sem EES var samþykkt?

Sigurjón, 10.12.2008 kl. 19:35

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Snemma árs 1993. Búinn að leiðrétta þetta Sjonni. 

Haukur Nikulásson, 10.12.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Sigurjón

Sigurjón, 11.12.2008 kl. 10:43

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband