Hversu ósvífið má þetta verða áður en menn missa alla þolinmæði?

Hversu lengi er hægt að halda úti þessu rugli í Davíð Oddssyni? Hversu lengi getur Samfylkingin látið þetta dómgreindarleysi bankastjórans viðgangast.

Ég biðst fyrirfram afsökunar á þessari setningu: Var skynsemi sumra skilin eftir á skurðarborðinu í New York?

Hvernig væri að skaplausa liðið í Samfylkingunni færi að segja sig frá þessari ótrúlegu ríkisstjórn, þau eru búinn að vera valdalausar strengjabrúður í höndum Seðlabankastjórans ásamt Geir Haarde og eru ekki farinn að fatta það ennþá!

Davíð hótar að fara í pólitíkina aftur? Hann fór aldrei úr pólitíkinni til að byrja með. Leyfið honum að sprikla í atkvæðaveiðum ef honum sýnist svo. Það verður alltaf einhver hópur manna sem fylgir svona einræðisherra og besservisser, tökum því bara eins og menn. Þegar á reynir verður hann fyrir vonbrigðum, hann verður aldrei stjarna stjórnmálanna aftur og treður sér bara í ruslatunnu sögunnar með því.


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski hefði þjóðin og ráðamenn átt að sýna Davíð skilning þegar hann vildi setja auðmönnum leikreglur. (fjölmiðlafrumvarp, aðvörun vegna rektrar banka osfrv.) Hefur Davíð gert eitthvað saknæmt?

Palli (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 10:59

2 identicon

Davíð ber ábyrgð á þeim leikreglum sem hafa verið í gangi í fjármálakerfi Íslands, það var hans ríkisstjórn sem setti þær reglur.  Davíð er bankastjóri seðlabankans sem minnkaði bindiskyldu í mars sem varð til þess að innlánastarfsemi gat hafist t.d. í Hollandi.  Auðvitað ber Davíð ábyrgð.

Snorri (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:16

3 identicon

Það er vitað að bindiskildan var minkuð til að EB færi ekki í hart eins og þeir gerðu við dani, þetta var víst flokkað undir viðskiptahindranir.

Svo voru nú þau lög sem sett voru á tímum DO orði úrelt á á ábyrgð þerra sem á eftir komu að breyta þeim í takt við tíman.

Eða er Gráskinna kanski bara málið.

Ekki það það er af nóu að taka ef fólk vill finna ástæður til að fjarlæga DO úr seðlabanka end er það orðið löngu tímabært.

ingi (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:41

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband