Seðlabankinn, ríkisstjórnin og Alþingi lögleiddu þjófnað

Ég er þeirrar skoðunar að neyðarlögin hafi verið ein verstu mistök sem hægt var að bæta við klúður Davíðs og Geirs þegar Glitnir bað um lán á fimmtudegi og var afgreitt með gjaldþrot og niðurlægingu aðeins fjórum dögum síðar.

Neyðarlögin eru að mínu mati ein sóðalegasta aðgerð síðari tíma, framkvæmd í óðagoti og að undirlagi manna sem sjá ekkert athugavert við kennitöluflakk sem er næstum eini og aðaltilgangur þessara laga. Með lögunum var skilanefndum Fjármálaeftirlitsins gert mögulegt að hirða allar innlendar kröfur íslenskra skuldara til að mæta lögbundinni vernd innlána. Ríkið ætlar ekki að greiða neitt af þeim erlendu sambankalánum sem notuð voru til innlendra fjárfestinga.

Undanfarin ár hefur ríkið sett hvert metið á fætur öðru í vafasömum eignatilfærslum (sumir kalla það þjófnaði). Setning neyðarlaganna slær öll önnur met í þeim efnum og verður ekki slegið í bráð.

Hafi fólk haft vonir um að hægt væri að lögsækja breta fyrir misbeitingu hryðjuverkalaga þá er setning íslensku neyðarlaganna eiginlega bara jafn hliðstæð og óheiðarleg misbeiting. Málstaður okkar var eiginlega ónýttur með okkar eigin skorti á heiðarleika. Ríkisstjórnin valdi að mínu mati klárlega óheiðarlegustu leiðina sem hægt var að fara.

Ég sárvorkenni því fólki sem hefur komið að þessum málum og fær ekkert við ráðið og tókst ekki að koma neinu viti fyrir helstu bílstjóra þessa máls. Það eru ekki allir samsekir helstu leiðtogunum en þurfa nú samt að sætta sig við að óþverrafrágangur þessara mála muni loða við það bara vegna nálægðarinnar.

Hafi ég yfirgefið íhaldið í síðustu kosningum var ég ekki par kátur með að Samfylkingin sem ég kaus í staðinn til að fella það úr stjórn, skyldi velja að viðhalda þeim handónýta og spillta flokki áfram við völd. Mig eiginlega stórundrar hversu skaplaus og leiðitöm Samfylkingin er í þessari stjórn.

Hvernig er hægt að ætlast til að venjulegt fólk virði lög og rétt þegar eitt stykki heil ríkisstjórn og þjóðþingið að auki gengur á undan með þvílíku fordæmi að setja sérstök lög til þeir geti stolið?

Steingrímur má mín vegna líka líta í eigin barm. Hann stóð að því að skenkja flokkunum styrkjum úr ríkissjóði til að viðhalda völdum sínum og koma þannig í veg fyrir nauðsynlega nýliðun í stjórnmálum og gera það illmögulegt. Stjórnarandstaðan er bara heldur ekki alveg saklaus af allri þátttöku af sukki síðustu ára.

Það verður ekki auðvelt að vinda ofan af allri þeirri vitleysu og skít sem örfáir ráðamenn þessarar þjóðar hafa komið okkur öllum í með stórkostlegum dómgreindarbresti og ógeðfelldum ákvörðunum.


mbl.is Skortur á sjálfsgagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr Haukur.. Samfó er gersamlega að drulla upp á bak.. aukning á fylgi er einungis vegna skorts á öðru betra. 

Óskar Þorkelsson, 30.10.2008 kl. 16:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 264888

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband