Bush náði markmiði sínu áður en hann hætti

Það þarf enginn að efast um það lengur hver var raunverulegur tilgangur með innrásinni í Írak. Nú er ljóst að þessi herför bar tilætlaðan árangur. Ekki á sviði stjórn-, hernaðar- eða mannúðarmála heldur var þetta bara déskoti góður BISNISS!

Því var logið að öllum heiminum blákalt að Saddam Hussein væri stórhættulegur með gereyðingarvopnin sín og að hann væri svo mikill harðstjóri að heimurinn yrði að losna við hann.

Ísland er enn meðal stuðningsaðila þessarar innrásar. Á einhvern ótrúlega fíflalegan hátt létum við íslendingar plata okkur til að styðja Bush og samverkamenn hans hjá olíufélögunum til þess að hjálpa þeim við að búa til eitt ógeðfelldasta viðskiptaplott síðari tíma. Líklega hefur aldrei verið búið til jafn ósvífið okur á þegnum þessa heims og eldsneytisverð undanfarinna mánaða.

Það er eiginlega synd að ósóminn við innrásina í Írak og þessi fullnaðarsigur olíuþjófanna í skjóli Bush muni aldrei fá neina athygli vegna tilbúinnar heimskreppu sömu manna. Hverjir haldið þið að græði á heimskreppunni? - Jú, það blasir við: Olíufyrirtækin.


mbl.is Mesti hagnaður sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Góð kenning, en samt á þetta bara við olíusölu, OPEC klíkan sem ég vill meina að séu glæpasamtök og ætti að leysa upp og ákæra fyrir alheimi fyrir morð á fólki í milljónatali ! OPEC leggja á ráðinn með verðsamráð um olíu sem kreistir upp verð á öllum lífsnauðsynjum og verður þess valdandi að þriðjaheimsríki hafa ekki efni á mat og fólk sveltur í hel.

Sævar Einarsson, 30.10.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Og það voru Davíð og Halldór sem tóku þessa ákvörðun eins og þeir væru einræðisherrar, sem þeir voru og Davíð er ennþá. Þetta er með stærri smán sem Íslensk stjórnvöld hafa gert og enginn dreginn til ábyrgðar, ég fæ ógeðshroll að hugsa til baka um þennan gjörning tveggja manna.

Sævar Einarsson, 30.10.2008 kl. 14:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 264872

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband