Engin skylda að birta vinnugögn fjármálafyrirtækja - Þetta er EKKIFRÉTT

Ég er nokkuð viss um að skýrslan hafi ekki sagt okkar hagfræðingum neitt mikið meira en þeir vissu sjálfir löngu áður.

Stundum er samt eðlilegt að kalla til utanaðkomandi álit, eins og gert er t.d. í sambandi við lækningar og sjúkdóma.

Ég sé heldur ekkert athugavert að þessi skýrsla hafi ekki verið birt. Hún er unnin fyrir Landsbankann , þeirra eign og því fullkomlega eðlilegt að birta ekki skjöl sem geta valdið viðskiptalegu tjóni.

Bankaskýrsla undir stól er þess vegna fréttatilbúningur í lágum gæðaflokki, og skrýtin leið til að gera vinnu bankastarfsmanna tortryggilega. Einkafyrirtækjum er ekkert skylt að birta vinnugögn og rannsóknir sem þau borga fyrir.


mbl.is Bankaskýrsla undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

til hvers var þá ahveðið að leina henni og bregðast alls ekert við neinum mögulegum vanda ef þeir vissu þetta og það skifti engu máli ?

spurning....

Johann Trast Palmason, 15.10.2008 kl. 06:38

2 Smámynd: Einar Jón

Lögleg leið er ekki alltaf besta leiðin.

Bílaframleiðendur hafa verið sektaðir um milljarða fyrir að leyna svona skýrslum (t.d. Ford Pinto). Þá voru reyndar mannslíf í húfi en ekki krónur, en er ekki reglan sú sama?

Einar Jón, 15.10.2008 kl. 07:59

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jóhann, allir lykilstarfsmenn íslenska fjármálakerfisins vissu um þessi hættumerki. Líka Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið. Birting skýrslunnar gatt ýtt undir hættu á bankaáhlaupi spákaupmanna og það er því skiljanlegt að enginn vildi birta hana.

Einar, hér er ekki um sams konar mál að ræða. Bílaframleiðendur voru oft staðnir að því að halda leyndum, eins og þú segir, mikilvægum upplýsingum um öryggi bílnotenda og þar er öðruvísi tekið á málum. 

Haukur Nikulásson, 15.10.2008 kl. 09:03

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ekki skylda kannski nema þá siðferðileg, en siðferðið hefur svo sem ekki verið að þvælast mikið fyrir gírugum bankamönnum í gegnum aldirnar og verður sennilega seint.

All the banking houses
that buy and sell
they'd sell their own mother..
just eat shit die
like everyone else

Get UP! Wake UP!
Some-one's taking you for a ride
Get UP! Wake UP!

Georg P Sveinbjörnsson, 17.10.2008 kl. 19:25

5 Smámynd: Johann Trast Palmason

"Aðstoðarforstjóri Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði.

Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslenskum bönkum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að minnta ástæðu til að ætla að staðan sé tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.

Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem

þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum. Sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum.

Ítarleg greining þessara tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslenska bankakerfið sé mjög stöndugt."

Skrifað af og tekið af vef Hæstvirts Viðskiptaráðherra hr Björgvin G Sigurðssonar.

Vefurinn liggur niðri vegna "viðgerða"

Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 18:21

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband