Kennitöluflakkarar mega líka gæta orða sinna!

Ríkið er ekki hvítþvegið af vafasömum fjármálagjörningum frekar en aðrir síðustu daga.

Ríkið notar kennitöluflakk sem áður var bara eignað veitingahúsum borgarinnar. Ríkið ætlar að skúra sig af skuldbindingum bankanna erlendis en ætlar að hirða kröfur á skuldara hans til að eiga upp í þær innistæður sem þarf hvort eð er að ábyrgjast skv. lögum og ófrávíkjanlegum alþjóðasamningum.

Neyðarlögin sem sett voru 7. október s.l. má kalla hálfgerð "fjármálaleg hryðjuverkalög" vegna þess að þau gera Fjármálaeftirlitinu kleift að gera næstum því hvað sem því sýnist, hvernig sem því sýnist og hvenær sem því sýnist í nánustu framtíð.

Nú þegar ber á því að kennitöluflakkið ætli að þvælast fyrir. Þrátt fyrir hvatningu Geirs Haarde um að útflytjendur flytji gjaldeyri heim þá fæst hann ekki fluttur vegna skulda "gömlu bankanna" erlendis. Hér er greinilega orðin hætta á að allt stíflist vegna þeirra vanhugsuðu aðgerðar Seðlabankans að setja Glitni og Landsbankann á hausinn með það í huga að þjóðnýta eigurnar upp í óhjákvæmilegar skuldbindingar á innlánum en henda öðrum skuldum eins og hverju öðru drasli gjaldþrota óreiðumanna. Hrun Kaupþings var hins vegar ekki ætlunin.

Enn fær maður á tilfinninguna að teknar séu vondar ákvarðanir á eftir öðrum vondum. Stundum vonast maður samt til að hafa rangt fyrir sér eins og t.d. núna. Neyðarlögin eru langt í frá skotheldur verknaður hafi einhver haldið að þau væru það.

Það er nefnilega ekki allt rétt sem ríkisstjórnir gera, hvorki í Bretlandi né Íslandi.


mbl.is Verða að svara til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Haukur það eru mjög fáir sem skilgreina vandamálið á sama hátt og þú ég er samt mjög feginn að það eru tveir á landinu sem skynja um hvað framkvæmd neyðarlagana hefur leitt okkur út í. mér finnst líka mjög alvarlegt að það skuli ekki neinn alþingismaður stíga fram og skíra þetta fyrir þjóðinni. því þetta á eftir að reynast ökkur töluvert dýrara en komið er fram.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 14.10.2008 kl. 16:49

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 264913

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband