Jæja, Geir Haarde, er það bara GAMLI Glitnir sem verður í vanskilum?

Í dag er loksins komið að greiðsludeginum sem Glitnismenn voru að reyna að bjarga. Í stað þess að hjálpa þeim afgreiddi Seðlabankinn þá með gjaldþroti og niðurlægingu á fjórum dögum. Ég tel að sagan muni setja þetta upp sem mestu fjármálamistök Íslandssögunnar.

Það er nokkuð ljóst held ég að íslendingar hefðu frekar viljað þá stöðu í dag að Glitnir hefði fengið þessa peninga og að landið í heild sinni hefði fengið við það ráðrúm til að eiga við alþjóðlega sjúkdóminn sem felst í lánakreppunni.

Þess í stað urðum við fyrsti sjúklingurinn í heiminum sem dó og það má þakka óðagoti bankastjórnar Seðlabankans og "ábyrgra" aðila í ríkisstjórn. 


mbl.is Örlagaríkt lán á gjalddaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mín skynsemi segir að þetta sé nákvæmlega málið! Þess vegna get ég ekki sætt mig við það að Davíð Oddsson fái að sitja óáreittur í sínum stóli. Það dapurlegasta er að þetta reyndust ekki einu mistökin sem hann gerði eftir að hann hrinti öllu af stað. Það er þess vegna eðlilegt að maður velti því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum Sjálfstæðisflokkurinn og langlestir fylgjendur hans eru svona meðvirkir. Þeir gagna jafnvel svo langt að lýsa yfir fullum stuðningi sínum og trausti á honum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Maðurinn hefur rétt fyrir sér -

En stjórnmálaflokkar á Íslandi eru eiginlega költ frekar en einhver hagsmunasamtök þjóðarinnar (eins og þeir eiga að vera), fólk trúir á Sjáflstæðisflokkinn, Framsókn, VG og allt þetta.  Eins og Guði.

Það er vandamál.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.10.2008 kl. 21:11

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 264913

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband