Tímabært að Morgunblaðið komi hreint fram og lýsi stuðningi við McCain

Ég er ekki í nokkrum vafa um að toppar Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins vilja sjá John McCain kosinn næsta forseta bandaríkjanna. Með því er verið að lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi stríðsrekstur og afskiptasemi í Írak, Afganistan og víðar.

Morgunblaðið hefur að undanförnum vikum og dögum valið fréttir af framboði Baracks Obama sem fela í sér neikvæða umfjöllun í stíl við Fox fréttastöðina bandarísku. Á sinn misheppnaða hátt lætur Mogginn sem svo að hann sé með hlutlausa umfjöllun. Fólk ætti að vera farið að sjá í gegnum þetta.

Einnig ber á því að nafntogaðir Sjálfstæðismenn hafa ítrekað fjallað um Obama á neikvæðan hátt í greinum og bloggi. Hér á meðal eru bæði ráðherra og þingmenn.

Ég skil ekki hvernig hægt er að styðja stríðsrekstur með þeim hætti sem Morgunblaðið og ráðamenn Sjálfstæðisflokksins sleikja upp stefnu George W. Bush sem byggð hefur verið á lygi, blekkingum og græðgi.

Hvar er mannúðin og kærleikurinn hjá þessu fólki? Á ég að trúa því að þeir góðu Sjálfstæðismenn sem ég þekki séu svona þenkjandi?


mbl.is Frambjóðandi X og frambjóðandi Y
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekki sammála þessu mati þínu á afstöðu ritstjórnar Mbl. til þessara mála – hygg þig lesa leiðara blaðsins illa, ef þetta er ályktun þín.

Jón Valur Jensson, 27.8.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Haukur,

mikið rosalega er ég ósammála þér í þessu mati þínu. Augljóst má vera að ALLIR fjölmiðlar á Íslandi hafa dregið taum Obamas, líkt og er víða í Evrópu. Ef eitthvað er hefur verið haldið að manni þeirri hugmynd að Obama leiði í skoðanakönnunum, hann muni sigra og um hann fjallað til muna meira en McCain. Trúverðugleika Obamas hefur verið að nokkru stefnt í voða á afmörkuðum sviðum, sem m.a. sést af því að hann velur Biden sér til fulltingis. Nú er það svo að ég kann um margt vel við báða frambjóðendur en fyrst og fremst óska ég bandarísku þjóðinni þess að velja besta frambjóðandanna - fyrir sig en ekki þig eða mig, Haukur.

Ég ætla að vona að menn geti fjallað gagnrýnið um BÁÐA frambjóðendurna þar vestra og að menn séu gagnrýnir ekki einungis á annan þeirra. Ég hef til þessa fundið að ýmsu í málatilbúnaði beggja og á eftir að vega þetta allt saman og meta áður en ég geri upp hug minn. Ef til vil á bandaríska þjóðin það skilið að fá mann á borð við Obama í leiðtogasætið. Margir binda vonir við hans "nýju sýn". Aðrir sjá í McCain mann sem hefur reynslu, auk þess að búa yfir getu til þess að leiða menn saman í farsælt samstarf. Einhvern veginn trúi ég því að ekki skipti meginmáli hvor frambjóðandinn fari með sigur af hólmi þegar kemur að einhver konar "lausn" í Írak. En það er mögulega einungis mín barnalega afstaða.

Ólafur Als, 27.8.2008 kl. 10:14

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jón Valur: Ég les ekki leiðara Morgunblaðsins enda ekki áskrifandi. Ég les hins vegar fréttir á www.mbl.is mjög vel og þetta er mín skynjun á umfjöllunina. Mogginn er langt í frá fyrsti fjölmiðillinn sem lýsir yfir hlutleysi en er það ekki í raun.

Ólafur: Á einhvern undarlegan hátt fer umfjöllun um McCain lágt á þessum vettvangi. Þú, eins og margir aðrir, hefur látið þér telja þér trú um að McCain hafi svo mikla reynslu. Það er eiginlega bara bull ef ferill hans er skoðaður með öðrum augum en fjölmiðlafulltrúum hans og ímyndarsmiðum. 6 ára fangelsisvist er t.d. engin gagnleg reynsla fyrir verðandi forseta. Hann hefur auk þess sýnt sig í því að vera tækifærissinnaður bæði í einkalífi sem og opinberu lífi. Af honum skulum við þó ekki taka að hann leikur vel hlutverk hins hugljúfa eldri frambjóðanda sem er það sem hann vill sýna. Gleymum því ekki að hann verður ekki fyrsti leikarinn í hlutverki forseta bandaríkjanna.

Obama hefur eiginlega engan blett á sér annan en þann að mér hafa þótt yfirliðsatriðin á kosningafundum hans í meira lagi skrýtin og grunar jafnvel að þau séu sviðsett.

Eina ástæðan fyrir því að ég kysi hann frekar en McCain eru væntingar um að hann sé meiri friðarsinni.

Haukur Nikulásson, 27.8.2008 kl. 11:05

4 identicon

Ég verð nú bara að viðurkenna að ég sé ekki hvernig Morgunblaðið eða Mbl.is séu að styðja við einn frambjóðandann frekar en hinn. Ennfremur átta ég mig ekki á því hvers vegna þeir ættu að gera slíkt, enda hafa lesendur Morgunblaðsins jafnan ekki kosningarétt í Bandaríkjunum.

Ennfremur er það að fjalla um eitthvað ekki það sama og að taka undir eitthvað. Þessi frétt fjallar um hvað Bill Clinton sagði og viðbrögð Obama-kosningastjórnarinnar í því samhengi. Hvergi sé ég neitt benda til þess að Morgunblaðið eða Mbl.is séu að taka undir með Clinton eða að gera meira mál úr þessu en það sé.

Athugaðu að ég er alveg jafn mikið á móti McCain og þú, og af sömu ástæðum í þokkabót. Ég bara sé þessa hegðun ekki fra Mbl.is eða Morgunblaðinu, í hreinskilni sagt. Ég sé þetta á FOX News auðvitað.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:54

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég hef fylgst með þessu undanfarnar vikur og þetta er meira en bara tilfinning. Það er ekki auðvelt að færa beinar sönnur á þetta því þessu er laumað inn í sakleysislegar greinar. Það eru margir sem átta sig ekki á því hvernig áróðri er laumað inn í fréttir með skipulögðum hætti.

Auðvitað kjósum við íslendingar ekki í þessum kosningum, en hér á landi eru bandaríkjamenn sem mega kjósa. Frá gamalli tíð er ekki nýtt að íslenskir pólitíkusar taki afstöðu til erlendra stjórnmálaflokka og frambjóðenda.

Þú þarft t.d. ekki að lesa mikið í dagbókum fyrrum Moggaritstjóra til að sjá með hverjum þeir halda.

Haukur Nikulásson, 27.8.2008 kl. 12:19

6 identicon

Veistu, það að hafa "meira en bara tilfinningu" bendir til þess að þú vitir um eða hafir séð tiltekin dæmi sem þú gætir notað til að sýna fram á punkt þinn. Þangað til þú getur þetta, er þetta ekki neitt meira en bara tilfinning þín. Nema auðvitað þú sért fyrsta manneskjan í heiminum sem ekki móti skoðanir sínar út frá eigin heimsmynd.

Af hverju er þetta ALLTAF svarið sem ég fæ þegar ég bið fólk um að rökstyðja með sönnunargögnum að þessi eða hinn miðillinn haldi með hinum eða þessum? Þetta er eins og að tala við fólk um skyggnigáfu, það eru endalausar sögur, jafnvel vel útpældar hugmyndir, en aldrei það sem myndi sannfæra hvern sem er; sönnunargögn.

Ég t.d. fullyrði að FOX News sé skelfilega biased gagnvart Republikönum, og get ég tekið það dæmi fyrir hvernig þeir fjölluðu um Barack Obama, þegar hann var að tala um kynþáttahatur að hann vissi hvernig sumum hvítum liði, að óttast svart fólk en vilja ekki viðurkenna það vitandi að það væri rangt af þeim að óttast svart fólk bara fyrir litarhátt. FOX News nefndi ekki neitt nema að amma Obama hefði verið hrædd við svart fólk og lét eins og það væri einhver sjálfstæður punktur. Hér hef ég tekið fyrir skýrt dæmi sem hver sem er getur flett upp og staðfest með Google Video, YouTube og C-SPAN.

Við erum því sammála um FOX News, en vegna þess að það eru sérstök dæmi sem hægt er að benda á. Ef þú hefur ekkert nema fullyrðingu þína gegn Morgunblaðinu er þetta... tjah, bara tilfinning þín.

Með fullri virðingu, maður, bara mitt álit.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 17:30

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband