Næstu kosningar munu snúast um að halda sjálfstæði eða glata því til ESB

Með vaxandi bölsýni vegna lánakreppunnar sýnist manni að því fólki fjölgi sem vilji gefa sig Evrópusambandinu á vald í von um betri tíð með blóm í haga.

Mér hugnast ekki þessi skammsýni og er orðinn algerlega sannfærður um að næstu kosningar muni snúast um það hvort íslendingar eigi að gerast aðilar að ESB eða ekki. Fyrir mér er þetta einfalt val: Ég er á móti aðild vegna þess að ég vil ekki fórna sjálfstæði landsins og líka vegna þess að sagan á að hafa kennt okkur öllum að það hefur engum gagnast að verða nýlenda annars ríkis eða ríkjasambands. Svoleiðis stjórnarfar hefur ávallt leitt til kúgunar á einn eða annan veg.

Það má líka vera ESB sinnum umhugsunarefni hversu gríðarlegir hagsmunir það eru fyrir ESB að komast yfir hafsvæðið, miðin og landrýmið sem þessi fámenna þjóð okkar ræður yfir. Þeir nota því öll tækifæri til að gylla aðildina í þá veru að sem flestir trúi því að þeim sé betur borgið innan ESB. Öll snýst umræðan um peninga eða ígildi þeirra. Búið er að blekkja of marga til að trúa því að öll okkar vandamál lagist með ESB aðild en það er bæði fölsk og upplogin draumsýn.

Það er ekkert að því að vera í bandalagi allra þjóða heims sem eru Sameinuðu þjóðirnar og þann vettvang á að efla og styrkja. Aðild að smærri klúbbum færri þjóða eru klíkudæmi sem gera ekkert annað en að auka á útgjöld okkar við utanríkis- og varnarmál og hafa enga raunverulega þjóðhagslega þýðingu þegar á reynir.

Hvaða flokkur ætlar að standa vörð um sjálfstæði Íslands?


mbl.is ESB: Hvalveiðar þvælast fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir þessar ályktanir. Það er hægt að vera í góðum tengslum við konur án þess að leiða þær upp að altarinu.

Árni Gunnarsson, 10.7.2008 kl. 15:21

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

 sjálfstæði íslands segiru.. er það ekki undir þeim komið sem íslendingar skulda mest til ?   Er það verra að vera undir stöðugleika komið með smá eftirlátsemi með fullveldið.. þetta með sjálfstæðið er ofsagt, erfitt væri að finna þjóð innan ESB sem ekki segist vera sjálfstæð.. 

Óskar Þorkelsson, 10.7.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Óskar. Eru USA ósjálfstætt ríki? Eru ríki sem skulda mikið ósjálfstæð?allir skulda eitthvað. Er ég ófrjáls maður því að ég skulda íbúðarlánasjóði fyrir íbúðinni minni? hættu þessu bulli. 

Við höfum sjálfsákvörðunarrétt. 

Danir hafa ekki sjálfsákvörðunarrétt. nærtækasta dæmið um það er að ESB bannaði þeim að styðja frumbyggjaveiðar Grænlendinga. ESB tók ekki mál að  leyfa þeim það þrátt fyrir að Danir eigi samkvæmt lögum ESB að fá að gera undantekningu frá sameinginlegri utanríkisstefnu sem er síffelt að eflast á kostnað einstakra ríkja. 

Ef við viljum taka upp góðar reglur sem ESB setur, þá getum við það einhliða. Við getum sett okkur lög og reglur. búið til eftir okkar þörfum eða tekið lög annarra og notað sem fyrirmynd fyrir okkur. Allt þetta getum við ef, pólitískur vilji er fyrir hendi. Og pólitískt vald er gefið á kjördegi til fulltrúa okkar. Þannig að ef eitthvað er ekki eins og þú vilt hafa það, þá getur verið að það sé hreinlega ekki meirihluta vilji fyrir því.

Fannar frá Rifi, 10.7.2008 kl. 15:49

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Óskar:
Svokallaður stöðugleiki Evrópusambandsins / evrusvæðisins heitir réttu nafni stöðnun og sést hvað bezt á stöðu mála í Þýzkalandi á undanförnum árum. Þeirri stöðnun fylgir allajafna lítill sem enginn hagvöxtur og viðvarandi fjöldaatvinnuleysi. Atvinnuleysi hjá ungu fólki víða innan sambandsins er t.a.m. um og yfir 20% og hefur verið um árabil. Og svona mætti lengi halda áfram. Afskaplega "indælt" allt saman og eftirsóknarvert.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.7.2008 kl. 17:42

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

20 % atvinnuleysi hjá ungu fólki í ESB.. tja ég veit ekki hvernig ég get svarað svona tölum.. ertu þá að meina undir 18 ára ? 

skuldir gera þig ófrjálsan Fannar.. 

Óskar Þorkelsson, 10.7.2008 kl. 18:40

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

20 % atvinnuleysi hjá ungu fólki í ESB.. tja ég veit ekki hvernig ég get svarað svona tölum.. ertu þá að meina undir 18 ára ?

Gerðu svo vel Óskar: tölurnar

meðaltals stvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri í ESB er 15% ? og fer nálægt 30% í sumum löndum ESB

Meðaltals heildar-atvinnuleysi ESB er núna í sögulegu lágmarki á 7,2%, en fer nú hækkandi aftur. Það var yfir 10% í áratugi. Það er ekki útaf engu að ESB er alltaf að dragast meira og meira aftur úr Bandaríkjamönnum og Íslendingum í þjóðartekjum og ríkidæmi. Skattar eru núna orðnir 40% af landsframleiðslu ESB.

Þið verðið að flýta ykkur áður en gullna hliðið lokast - því gengishrun evru er kanski yfirvofandi ?. Þessi svokallaða evra er nefnilega svo þekkt fyrir að hindra atvinnusköpun í ESB

Þið verðið því að flýta ykkur ef þið ætlið ná að taka þátt í þrotabúinu því það er komin ný og breytt mynd af ESB - höfuðstefna

Kveðja úr himnaríki ESB

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2008 kl. 20:29

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afhverju flyturu ekki heim frá helvíti Gunnar ?  kvabbandi hér á blogginu um hversu allt er vont í evrópu.. vertu bara velkominn til íslands og hættu þessu tuði ;)   annars er þetta skemmtileg skýrsla.. 15-24 ára þar sem td í svíþjóð þá máttu ekki vinna fyrr en þú ert orðinn 18 ára ;).. ég veit ekki með restina af evrópu en kæmi það ekki á óvart að í norðanverðri evrópu þá sé barnavinna bönnuð og þú ert talin barn þar til þú ert orðinn 18 ára.. 

Óskar Þorkelsson, 10.7.2008 kl. 22:09

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Oft erum við Óskar sammála um ýmislegt en ekki ESB aðildina. Ef ég man rétt úr fyrri umræðum okkar þá ber Óskar svo lítið traust til íslenskra stjórnmálamanna að hann telji okkur betur borgið í forsjá útlendinganna í Brussel. Hver er ég að reyna að segja honum að það sé rangt að hugsa svoleiðis og svartsýnt?

Ég býð enn eftir því að ESB-sinnar sýni mér fram á með gildum rökum að lífskjörin okkar batni við aðild. Matarverð getur t.a.m. ekki orðið sambærilegt vegna óhjákvæmilegs hærri flutningskostnaðar. ESB-aðild skikkar ekki erlenda banka hingað til að bjarga okkur frá vaxtaokri. Atvinnuleysi er margfalt meira í ESB löndum þannig að það er ekki til að sækjast eftir. Reglugerðarfargan ESB er sniðið að meginlandi Evrópu en ekki eyþjóð eins og Íslandi. Sambandsaðild þýðir sjálfstæðisafsal, annars væri ekki rætt að breyta stjórnarskránni eða hvað? Í allri ákvörðunartöku ESB verður Ísland áhrifalaust sökum mannfæðar. Eftir að Ísland myndi ákveða aðild verður það étið í framhaldinu vegna sjálfstæðisafsalsins og ekki hlustað á eitthvert mjálm.  Síðan hvenær hefur verið sýnt fram á að æðsti þjóðhöfðingi í risavaxinni sameinaðri Evrópu yrði eitthvað skynsamari en George W. Bush? (þeir eru að tala um að velja Tony Blair??!!).

Ég sé EKKERT sem í raun og veru mælir með ESB aðild nema rökin hans Óskars, sem eru beinlínis þau að við séum í raun svo miklir aular á Íslandi að við getum hreinlega ekki stjórnað okkur sjálf sökum dómgreindarleysis, spillingar og fákeppni. Þar hef ég ennþá aðeins meiri trú á landanum en bloggvinur minn Óskar.

Haukur Nikulásson, 10.7.2008 kl. 22:43

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Óskar:

Til þess að geta talist atvinnulaus þá verður þú að tilheyra atvinnumarkaðinum. Einfalt. Og námsmenn tilheyra ekki til dæmis vinnumarkaðinum. Já þá eru einfaldlega 16-18% allra sænskra ungmenna sem ekki eru í skóla, og sem eru á milli 18 og 25 ára atvinnulausir. Glæsilegt. Til hamingju með þennan frábæra árangur í ESB.


-----------------------

The unemployment rate represents unemployed persons as a percentage of the labour force based on International Labour Office (ILO) definition, which here refers to the total number of employed and unemployed persons aged 15 to 24. Unemployed persons comprise here persons aged 15 to 24 who: - are without work; - are available to start work within the next two weeks; - and have been actively seeking work in the past four weeks or had already found a job to start within the next three months. Data are presented in seasonally adjusted form.

-----------------------


Spældur?


Kvabb? Það er sem sagt "óæskilegt" að koma með skoðanir, staðreyndir og álit sem er byggt á þekkinu og áratuga reynslu ef það stangast á við þau skeikipinna skilti sem ESB-sinnar eru núna að hengja fyrir framan nefið á bláeygðum Íslendingum. Það er óæskilegt kvabb ef það samræmist ekki skoðunum bláeygðra ESB-sinna sem virðast annaðhvort lifa í draumaheimi eða í æfilangri óskastund barnanna.


Flyjta?: já, hvað veist þú um það hverjar mínar áætlanir eru?


Þú vilt kanski hvetja alla þá sem vilja inn í ESB til að flytja til ESB í staðinn?


Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2008 kl. 22:43

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég sé EKKERT sem í raun og veru mælir með ESB aðild nema rökin hans Óskars, sem eru beinlínis þau að við séum í raun svo miklir aular á Íslandi að við getum hreinlega ekki stjórnað okkur sjálf sökum dómgreindarleysis, spillingar og fákeppni. Þar hef ég ennþá aðeins meiri trú á landanum en bloggvinur minn Óskar.


Sæll og blessaður Haukur


Og þér sýnist kanski að ESB getir "stjórnað" sér betur? Frekar vil ég fá einn á kjammann annaðslagið en að lifa alla æfilangt ofaní stöðugri mysutunnu. Þetta er eins og Hjörtur bendir á: STÖÐNUN.

Fákeppni? Þú ættir að prófa þær tvær matvöruverslanir sem eru hér í Skandinavíu. Með síauknum viðskiptum Íslands við ESB eruð þið einnig að flytja inn þá einokun og fákeppni sem er einmitt í dreifingarliðunum hér í ESB, og sem er hræðileg. Ég er t.d. nokkuð viss (en samt ekki 100%) um að það eru ekki meira en einn til tveir ESB-dreifingaraðilar sem skaffa Íslendingum 100% af öllu brauði sem selt er á Íslandi. Annaðhvort sem frosið tilbúið deig eða sem kornblöndur. Þetta er einnig svona hérna.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2008 kl. 22:56

11 identicon

Já,ég skil ekkert í þessu!

Auðvitað drepum við alla þá hvali sem okkur hentar. Best að bara drepa þá alla, bara svo ESB átti sig á því að við erum sjálfstæð þjóð sem nýtir auðlindir sínar.

Áfram svo Íslendingar! 

jóhann (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 22:59

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Varðandi "vaxtaokur".


Íslenskir bankar hafa alltaf boðið mun betri innlánsvexti en við fáum hér í ESB. Ég er ekki að tala um prósentur, heldur um hlutfallið á milli útláns- og innlánsvaxta. Ávöxtun peninga er alltaf betri á Íslandi. Það er heldur ekki mikið að marka uppgefna vexti í ESB því þeir fara mikið eftir því hversu góður pappír þú ert ásamt möru öðru. Ef þú erft "lélegur" eða hálf slappur pappír þá þarftu að borga hærri vexti en kúnninn sem er "góður" pappír. Lélega kúnnanum er annaðhvort neitað um lán, eða þá að hann fær að borga álag. Margir nenna ekki að standa í því að fara í gengum nálaraugað í bankanum sínum og taka neyslulán hjá "lánafyrirtækjum" sem núna taka allt að 25% ársvexti í 4% verðbólgu.

Byggingameistarar þurfa t.d. núna að borga 11-14% vexti á rekstrarlánum í 4% verðbólgu, allt eftir efnahag. Húsnæðislán eru á 7%, ef þú þá færð þau. Ég er búinn að sitja á bankafundum hér í ESB í meira en 20 ár. Bæði sem atvinnurekandi og sem fulltrúi viðskiptavina minna. Íslenskir bankar eru góðir bankar.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2008 kl. 23:13

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Blessaður Gunnar. Þú þarft ekki að fara í grafgötur með andúð mína á ESB aðild. Ég hef hins vegar fullan hug á að hlusta á öll rök með aðild ef þau finnast. Ég er á móti aðild ef þau byggjast á því einu að selja í raun landið fyrir nokkrar Evrur. Það eru bara mútur til að sölsa undir sig Ísland.

Ef landið verður selt með þessum aulalega hætti, sem jafnvel getur blasað við okkur ef við gætum okkar ekki, þá getum við sannarlega kallað þjóðina annað hvort ódýrar litlar hórur eða landráðafólk... bara veljið! (Nú veit ég að hér er ég orðin of stóryrtur - Can't help it!)

Haukur Nikulásson, 10.7.2008 kl. 23:16

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Haukur, og ef maður nennir ekki að borga sjálfur fyrir frelsið, þá mun heldur einginn annar gera það fyrir mann. Frelsið kostar, og það kemur alltaf að gjalddaga ef maður passar ekki vel uppá það. En ávextir frelsisins eru sætir. Íslendingar hafa náð langt á því frelsi sem þeir sköffuðu sér sjálfir árið 1944. Frelsið er besta myntin. En það verða alltaf holur í veginum.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2008 kl. 23:31

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alveg magnað að lesa þetta frá manni sem hefur valið það að lifa í ESB sl áratug eða meir   er þér haldið nauðugum í danmörku Gunnar ?

Óskar Þorkelsson, 10.7.2008 kl. 23:44

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við gætum örugglega lækkað matvælaverðið um 20 til 30 % ef við myndum skera niður laun þeirra sem vinna við matvæla framleiðslu og sölu frá A til Ö.

Við borgum há laun. Ein þau hæstu í heiminum. Auðvitað verður verðlag hátt þegar launin eru há.

ofan á þetta bætist að í öllum evru ríkjunum hækkuðu verð á matvælum við upptöku evrunar og hafa bara hækkað síðan. afhverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi hérna. 

með því að veiða hvali fáum við ódýrt gæða kjöt. Kjöt sem allir geta veitt sér og lækkar þannig heildar útgjöld heimilana. Í staðinn fyrir að kaupa sér kannski nauta kjöt einu sinni í mánuði geturu keypt hvalkjöt 5 til 6 sinnum í mánuði. innganga í ESB myndi því þessu tilviki hafa slæm áhrif á okkur. 

Fannar frá Rifi, 11.7.2008 kl. 00:10

17 identicon

Heill og sæll; Haukur og aðrir skrifarar !

Hjörtur J. (fyrrverandi spjallavinur minn; af hverju þú féllst út af lista mínum, veit ég ekki) !

Verði ekki komið á; einhvers konar jafnræði íslenzkra þegna, fyrir veturnætur (síðla Október mánaðar n.k.), með stórlækkun vaxta, sem og AFNÁMI verðtryggingarinnar, hlýtur alþýða okkar lands, að rísa upp, gegn þessum óþokkum, hverjir lugu sig inn á Alþingi, vorið 2007, á fölskum forsendumn, og dómstóll fólksins dæmi þessi úrhrök, til all langrar útlegðar, frá Íslands ströndum. Það er ósvinna; að ætla heiðarlegu fólki, að verða 150 - 200 ára, a.m.k., til þess, að gera upp skuldir sínar, í þessu glæpsamlega þjóðfélagi, okkar daga, ágætu drengir ! 

Það er hægt; að setja fram nýja Áshildarmýrarsamþykkt, Hjörtur J. Guðmundsson.

Haukur ! Þakka þér; samantekt þessa, af snerpu fram setta.  

Nafni minn Þorkelsson og Gunnar Þór Jónsson ! Sjáum hverju fram vindur !

Í bræði ritað; mikilli, en með beztu kveðjum samt /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:29

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Fannar, þú veist ekki mikið um íslenskan matvælaiðnað ef þú heldur því fram að laun hér séu svo há.. því sannleikurinn er sá að þau eru miklu lægri en í öðrum norðurlöndum sem einmitt eru í ESB.. 150 þ eða lægri byrjunarlaun.. ef þú ert fagmaður þá erum við að ræða um 180-240 þ fer eftir landshlutum.. Danir mundu ekki fara á fætur fyrir þessi laun td.  spurðu bara Gunnar hann býr þar og kveinkar sér ógurlega og saknar lágra launa og ömurlegra vaxtakjara á íslandi heilmikið.

Óskar Þorkelsson, 11.7.2008 kl. 00:36

19 Smámynd: Jónas Jónasson

Sammála þér ! Stöndum saman og hinir sem ekki vilja, gefum þeim þolinmæði á meðan þeir leita sér hjálpar og koma svo.

Verjum okkar land, Sjálfstæði, tungumál og sögu. 

VERUM STOLT!

 Ég er stoltur af því að vera sjálfstæður Íslendingur og eiga fallegsata land í heiminum.

Jónas Jónasson, 11.7.2008 kl. 00:41

20 Smámynd: Sigurjón

hef tekið eftir þessum hroka í ÓÞ á fleiri bloggum ..

Sigurjón, 12.7.2008 kl. 05:06

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband