30.6.2008 | 16:02
Verð bálreiður við tilhugsunina um aðild að ESB
Ég veit að það er ekki vænlegt að reiðast þegar um er að ræða álitamál í stjórnmálum. Ég biðst afsökunar á því og hálf skammast mín fyrir að soðna innra með mér þegar ég heyri fólk ákalla stjórnvöld og almenning um að sameinast um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ég velti því fyrir mér hvort þetta fólk hugsi yfirhöfuð um nokkuð annað en peninga!
Öll rökin um það að sækja um aðild eru peningahyggja og eiginlega ekkert annað sem hægt er að kalla röksemdir. Fæ ég á tilfinninguna að ESB sinnar séu tilbúnir í hvaða vændi sem er til að ná í einhverja aura.
Það sem gerir mig reiðan er skeytingarleysi þessa fólks um raunverulegt sjálfstæði sem mun tapast. Hvenær hefur það hentað smærri aðila að sameinast einhverjum sem gleypir allt? Við leysum ekki tímabundin smærri vandamál með því að koma upp öðru risastóru sem væri að verða AFTUR sjálfstæð þjóð.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem ber nafn af sögulegri ástæðu, er að linast svo á þessu að maður hefur verulegar áhyggjur af því. Varaformaður flokksins og helstu atvinnuforkólfar hans eru farnir að krefjast alvarlegrar skoðunar á aðild og manni sýnist að flokkurinn eigi að byrja á því að skipta um nafn áður en það verður sérstakt skammaryrði í munni þjóðarinnar vegna undirlægjuháttar við væntanlega nýlenduherra í Brussel.
Mér finnst það deginum ljósara að það verður meginverkefni að vernda sjálfstæði íslenskrar þjóðar í næstu kosningum. Fólk má þess vegna byrja núna á að hugsa það með hvaða hætti við höldum torfengnu sjálfstæði lengur en rúmlega 64 ár. Að halda því fram að EES samningurinn sé sjálfstæðisafsal í raun er bull, ESB aðild er það hins vegar klárlega vegna umtals um breytingar á stjórnarskrá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Góð grein hefði ekki getað orðað þetta betur!!!!Kveðja Halli gamli)XO
Haraldur Haraldsson, 30.6.2008 kl. 16:48
hversu mikils virði er sjálfstæðið þegar þú ert orðinn gjaldþrota, ráðþrota vegna efnahagsstefnu og okurvaxtastefnu íslenskra stjórnvalda og bankakerfis ?
mér er andskotans sama í raun.. ég vil bara fá að lifa sómasamlegu lífi án þess að hafa áhyggjur af því að sjálftektarflokkurinn sé búinn að stela nokkrum milljörðum hér og þar og færa þá sínum flokksgæðingum á silfurfati...
Óskar Þorkelsson, 30.6.2008 kl. 18:20
Gjaldþrot og ráðþrot eru fyrst og fremst fyrirtækjum og ekki sízt fólkinu sjálfu að kenna. Þeir sem hafa lifað um efni fram, hvort sem eru fyrirtæki eða einstaklingar, hlutu að gera sér grein fyrir því að það kæmi að skuldadögum.
Á meðan hefur ríkið haldið vel á spöðunum hjá sér, sem sézt bezt á skuldastöðu ríkissjóðs. Þetta er kreppa fólksins og fyrirtækjanna; ekki ríkisins og hana nú!
Svo höfum við ekkert að gera í þetta skítasamband. Tökum frekar til í okkar eigin garði og gerum hreint fyrir okkar dyrum í efnahagsmálum. Við þurfum ekki hækju ESB til þess, heldur bara vilja og ákveðni!
Sigurjón, 30.6.2008 kl. 21:53