Þróttur er eitt af mínum hjartfólgnu íþróttafélögum, hin eru TBR og GKG. Í átta ár var ég stjórn félagsins og tel að ég hafi lagt mitt fram þar eins og svo margir aðrir. Var líka þátttakandi í fótbolta og hafði gott og gaman af.
Síðan 1994 hef ég bara fylgst með félaginu úr fjarlægð og fundist félaginu vera mislagðar hendur í mörgu, sérstaklega fjármálum. Það var að mörgu leyti jákvætt að félagið fluttist í Laugardalinn en það hefur sýnt sig í ljósi sögunnar að vera mjög dýrkeypt því félagið er nú eignalaust með öllu í dag. Rekstur undanfarinna ára hefur verið á kostnað eigna meira og minna frá því maður hætti. Á þeim tíma var unnin sjálfboðavinna við uppbyggingu eigna sem tíðkast ekki í dag.
Á vefsíðu félagins um daginn var tilkynnt að formaðurinn Kristinn Einarsson hyggðist hætta og það yrði gengið til kosninga. Í athugasemd með fréttinni kom spurning frá Jóni Ólafssyni um það hvort einhver hefði boðið sig fram og síðan önnur frá mér þar sem ég spurðist fyrir hvort ekki væri upplagt að Guðrún Inga Sívertsen væri ekki upplögð í að taka við, það myndi jú styrkja stöðu hennar innan KSÍ og auk þess ætti hún að vera vel að sér í fjármálum. Af einhverjum ástæðum hvarf fréttin og athugasemdirnar okkar Jóns.
Ég mætti ekki á aðalfund en þar var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Jórunn Frímannsdóttir kosin í stjórn ásamt manni sínum Sigurbirni Jónassyni og, að því er virðist, öðrum vinum og kunningjum.
Ég hef ekki séð nein viðbrögð við kosningu Jórunnar og manns hennar. Finnst sjálfum skrýtið að mannfæðin sé svo mikil innan félagsins að hjón séu nú kosin í aðalstjórn, auk þess sem það er sjaldan talið æskilegt að stjórnir hverfi af vettvangi í heilu lagi eins og nú gerist. Það vantar þá öll tengsl við fortíðina þegar svo gerist.
Einnig finnst mér það aukast að stjórnmálamenn láti kjósa sig í stjórnir íþróttafélaga og nýlegt er dæmið um Guðlaug Þór Þórðarson sem formann Fjölnis. Það virðist vera nokkuð ljóst að hér fara hagsmunir saman. Það er auðveldara fyrir íþróttafélagið að fá fjármagn ef tengsl við borgarstjórn eru svona náin og stjórnmálamennirnir fá formennskuna í félaginu í CV-ið sitt. Er þetta góð þróun mála?
Skv. uppl. af vef borgarstjórnar er Jórunn starfandi við hjúkrun um kvöld og helgar hjá Sóltúni. Sem borgarfulltrúi á fullum launum er hún í þessum nefndum að auki: Borgarráð, varamaður. Stjórn eignasjóðs, formaður. Skipulagsráð. Velferðarráð, formaður. Stjórn Faxaflóahafna. Hverfisráð Laugardals. Stjórnkerfisnefnd. Í fulltrúaráði Eirar. Í fulltrúaráði Skjóls, varamaður. Í stjórn og fulltrúaráði Skógarbæjar, varamaður. Í stýrihóp um búsetuúrræði eldri borgara. - Manni verður bara spurn, hvenær finnur hún tíma fyrir störf sem formaður Þróttar?
Þar sem fréttin og athugasemdirnar hurfu af vefsíðu félagsins (sem einhver má reyna að útskýra) vil ég hafa þessa umræðu hér en ekki þar sem athugasemdir eiga það til að týnast.
Er Þróttur kominn í þá stöðu að vera orðinn þurfalingur í borgarkerfinu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
eitthvað spúkí í gangi hjá þrótt sýnist mér...
Óskar Þorkelsson, 6.5.2008 kl. 12:18