Trúa þeir samt aldrei neinu...

Í kaffitímanum var verið að ræða kynferðisáreitismál prestsins og sýndist sitt hverjum. Málið er greinilega til umræðu manna á meðal hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

Ég sagði þeim að einn af þekktari kristnu bloggurunum á Moggablogginu hefði í símatíma á útvarpsstöð borið blak af prestinum og sagt að hann ætti það til að faðma sóknarbörn og kyssa á kinn og væri sko örugglega hafður fyrir rangri sök. Hann væri bara svo hlý persóna, þetta væri honum eðlilegt og að hann tryði því alls ekki að nokkur fótur væri fyrir þessari ásökun.

Einn félaganna við borðið kyngdi sopanum sínum, horfði á mig hvössum augum og sagði: "Það er alveg merkilegt með þessa trúuðu. Eins og þeir trúa mikið, þá trúa þeir samt aldrei neinu hver upp á annan!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gott komment hjá félaganum

Óskar Þorkelsson, 6.5.2008 kl. 20:40

2 Smámynd: Púkinn

heh!  góður.

Púkinn, 6.5.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Umræðan er kannski ekki slæm allir meiga hafa skoðanir/en allir eru saklausir uns sekt er sönnuð/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.5.2008 kl. 14:58

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband