25.2.2008 | 14:01
Þegar basl og vesen er gleðigjafinn!
Þannig er að við félagarnir vorum fengnir til að spila tónlist í fjallapartíi í Kerlingarfjöllum sem fékk heitið Í spenning með Henning. Henning smalaði nefnilega vinum og kunningjum meðal íslenskra fjallamanna sem nú til dags eru með ígildi 150-500 hesta hver við tærnar á sér og þeir rúlla nett um íslenskar heiðar á 38 54 dekkjum sem ég vil kalla lóðrétta gúmmíbjörgunarbáta.
Ferðin uppeftir á laugardegi gekk tiltölulega áfallalítið fyrir sig fyrir utan smávægilegar festur sem ekki töfðu reyndar neitt að ráði. Þegar kallarnir fóru að brosa þegar vesenið byrjaði fór mig að renna í grun að ég hafði alla tíð misskilið þetta fjallasport. Hjá þeim er nefnilega meira vesen meira gaman.
Um kvöldið var grillað ofan í hópinn og við Gunni reyndum að halda uppi fjöri með spilamennsku. Það var með auðveldasta móti því hópurinn var í dúndurstuði nánast allir sem einn. Þegar þannig háttar verður verkefnið tiltölulega auðvelt.
Um hádegið var haldið áleiðis suður í besta veðri. Halarófa hátt í 20 bíla. Og litlu ævintýrin byrjuðu. Snjóþungt og bratt gil tafði smástund. Finna þurfti vað yfir á. Þar voru smá festur. Fara þurfti mjög rólega yfir klakabrúaðar ár og var óneitanlega svolítill spenningur í mönnum.
Þegar menn héldu að hindrunum væri að mestu lokið festust margir bílar sig í krapapyttunum rétt sunnan við Svínárnes. Rigningar undanfarinna daga höfðu safnast upp í lónum á víð og dreif. Síðan hafði snjóað yfir og þarna duldust því víða faldir pyttir.
Þarna var baslað og vesenast í mikilli gleði fram undir kvöldmat í rúma 5 tíma. Bílstjórarnir brutu klakann með járnkörlum, mokuðu, spiluðu, blökkuðu, ankeruðu og notuðu sliskjur til að koma bílunum upp úr pyttunum. Allt þetta ásamt því að redda affelgun og vindleysi í dekkjum var leyst af fagmennsku og bílastóðið hafðist allt upp fyrir kvöldmat líkt og það hefði verið skipulagt fyrirfram. Maður sleppir aldrei tækifæri á góðu basli er setning sem á vel við hjá þessum mannskap. Ég áætla að hátt í helmingur bílanna hefði fest sig í krapapyttunum og allir fengu að taka þátt í baslinu að vild.
Hér er Nóni, berhentur og brosandi mest allan tímann, að veiða klakann upp úr pyttinum hjá Patrólnum sínum í -12 stiga frosti. Hann kvartaði ekki um kulda! Árni á rauða Land Rovernum tók vel á því líka. Hans bíll var nefnilega næstur, líka með trýnið oní krapapyttinum. (Smellið þrisvar á myndina til að fá fram bestu gæði.) - Ljósm. Rúnar Daðason.
Þetta var skemmtileg og ný upplifun fyrir malbiksjeppaeigandann, sem í augnabliksfáfræði lét sér detta í hug að fylgja breyttu bílunum þarna uppeftir. Sem betur fer var haft vit fyrir honum.
Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir samveruna þessa helgi og er þess vegna til í að endurtaka leikinn að ári.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:28 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Þú tekur þig vel út með bassann Haukur minn, þetta hefur aldeilis verið safariferð. Upplifði við lesturinn í huganum þegar við vorum að þvælast yfir heiðar í denn að spila, ýmist með því að fara með jeppum eins hátt upp á heiði og bíllinn komst, og troðast svo yfir í annan jeppa sem beið, eða þvælingur með snjóbíl niður hengjur og snæviþaktar brekkur. Úff, það gleymist seint.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 15:23
Á Vestfjörðum þykir þetta náttúrlega engar svaðilfarir Cesil. Þið eruð vön öllu.
Bassi er það ekki heldur gítar.
Haukur Nikulásson, 25.2.2008 kl. 15:28