Illur fengur, illa forgengur hét það (á lélegri pólsku: What goes around, comes around)

Vælið í  Samfylkingarfólki er ótrúlegt. Þau studdu Binga áfram til valda og áhrifa þrátt fyrir hans þátt í spillingarmálunum og notfærðu sér það til að ná meirihluta. Björn Ingi er búinn að skjóta sinn feril á kaf. Gerspilltur og síngjarn. Honum verður aldrei treyst fyrir túkalli.

Ég er líka að verða alvarlega sannfærður um að eftir 10 ára atvinnuferil í stjórnmálum er Margrét Sverrisdóttir einhver mesti auli í pólitík sem komið hefur fram. Ég held ég hafi ekki frekari orð um það.

Ólafur F. Magnússon stenst ekki það að verða borgarstjóri. Valdagræðgi? Hver sá sem gefur sig út í stjórnmál hefði ekki þegið þetta?

Sjálfstæðisflokkurinn er í undarlegri undirlægjustöðu. Það þarf að lítillækka sig mikið til að láta svona mikið embætti frá sér til að komast í meirihluta á ný.

VG má þó eiga það að þau hafa lítið sem ekkert tjáð sig um þetta mál. Að þessu sinni hafa þau meira vit en Samfylkingin.

Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki heil brú í stjórnmálum borgarinnar, hnífar og svik í öllum hornum.

Orðið traust í stjórnmálum hefur enga merkingu í dag.

Það er kominn tími til að brjóta upp flokkakerfið, bæta siðferði og siðgæði í stjórnmálum og viðskiptum. Verst að það nennir enginn að skipta sér af þessum málum af alvöru eða heilindum. Það eru allir svo uppteknir að maka krókinn fyrir sjálfa sig.

Hjá mörgum er hugarfarið þetta: Þessi leikur gengur út á að ná völdum, ef þú þolir hann ekki... hættu þá bara!


mbl.is Ingibjörg Sólrún: telur nýjan meirihluta óstarfhæfan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta

Hjartanlega sammála þér! Heyr heyr

Ásta , 22.1.2008 kl. 10:06

2 identicon

Idem ditto með síðasta ræðumanni,. HEYR   HEYR  HEYR!!!!!!!!!!!! Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 11:27

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ljómandi sammála því sem þú segir um hann Ólaf - hver hefði sagt nei við þessu? Ég er búinn að vera í nær stanslausu hláturskasti síðan í gær, en það ágerðist talsvert þegar Björn Ingi kom fram í fréttunum, hálfvælandi yfir því hvað allir væru vondir við hann.

Annars er ég hress.

Ingvar Valgeirsson, 22.1.2008 kl. 15:03

4 Smámynd: Ólafur Als

Ekki slæm úttekt hjá þér Haukur.

Ólafur Als, 22.1.2008 kl. 21:29

5 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sammála þessu.

Jón Agnar Ólason, 23.1.2008 kl. 11:12

6 Smámynd: halkatla

Svandís hafnaði þessu, þar hafiði svarið við því hvaða pólitíkus hefði hafnað því að verða borgarstjóri bara til þess að verða borgarstjóri. Það er auðvitað fólk þarna sem hefur lágmarksgrunnsiðferði og selur sig hvorki né leggur sig fram um að spilla lýðræðinu.

Ég er síðan ekki sammála fyrirsögninni, þ.e what goes around comes around, þetta er einfaldlega tilviljun því ef það væri eitthvað vit í þessu hefði sjálfstæðisflokkurinn misst öll völd og þurrkast út fyrir mörgum árum, en það er ekkert að gerast.

halkatla, 23.1.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Ólafur Als

Vá, Svandís hafnaði að verða borgarstjóri - að vísu tilbúin að spilla lýðræðinu þegar hentaði að fá Binga yfir í sína sæng - annars er sakleysi Önnu Karenar sjarmerandi og einstaklega viðeigandi ... ef hún væri 16 ára.

Ólafur Als, 23.1.2008 kl. 13:59

8 Smámynd: halkatla

svona harðsnúið viðhorf sómir ekki einu sinni gömlum kalli Ólafur Als minn, en ég skal játa það að ég hljóp apríl með þetta stólamál því samkvæmt nýjustu fréttum voru það alfarið sjálfstæðismenn sem göbbuðu aumingja Ólaf F. og Svandís hafnaði ekki þessum stól einsog þeir lugu að honum og hann bar síðan í fjölmiðla. Greyið maðurinn, sjálfstæðismenn eitra allt sem er fallegt og gott og spilla öllu sakleysi. BTW mun ætíð reyna að halda í nóg sakleysi til þess að sjá það góða í öðrum, fylgja sannleikanum að málum og að vera ekki sá bjáni að halda að það sem gerðist í fyrradag sé nokkuð líkt með hallarbyltingunni sem varð í kringum REI málið.

halkatla, 23.1.2008 kl. 14:20

9 Smámynd: halkatla

annars ein spurning, trúið þið því virkilega að af öllu fólki sem er eldra en 16 ára þá sé enginn sem selur sig ekki spillingu á vald fyrir völd, meiraðsegja völd sem eyðileggja mannorð þeirra? ef svo er þá takið endilega við mínum hjartans samúðaróskum. Ég vildi líka óska þess að helvítis sjálfstæðisflokkurinn með sinn stuðning við stríð í Írak færi að fá það sem hann á skilið, en Satan verndar sína...

halkatla, 23.1.2008 kl. 14:25

10 Smámynd: Ólafur Als

... og nú skreytir Anna Karen sig með sannaleikanum - hvað næst? Að hún sé gengin Guði á vald og komin með einkarétt á lífsins fallegu gildum? Anna Karen, stundum er nú bara betra að segja sem minnst.

Ólafur Als, 23.1.2008 kl. 15:16

11 Smámynd: halkatla

nú lýgur þú bara blákalt uppá mig Ólafur Als - sem er kannski týpískt miðað við alla þína framgöngu hér, það sem ég sagði var að ég mun reyna að fylgja sannleikanum að málum fremur en lygum og leynimakki, hvað er svona skelfilegt við það myndirðu segja? og reyndu að forðast svona ógeðslegar ad hominem árásir í næsta svari þínu, þær sóma ekki fullorðnum mönnum og síst þegar þær stafa af, jú, engu! Ef þú ætlar að halda þeim áfram nennirðu þá að útlista hvað það er sem ég sagði sem fer það mikið fyrir brjóstið á þér að þú kemur svona fram? Ég vil bera virðingu fyrir mér eldra fólki, finnst átakanlegt þegar það hagar sér svona einsog þú

halkatla, 23.1.2008 kl. 15:30

12 Smámynd: Ólafur Als

Anna Karen, ef þú telur uppnefningar á borð við: "helvítis sjálfstæðisflokkurinn" og tilvísanir í Satan vera kurteislega eða viðeigandi orðræðu er svo sem ekki mikið við þig að segja annað en að mikið áttu eftir ólært.

Að fylgja sannleikanum að málum er takmark flestra en sumir átta sig á að vegur sannleikans er þyrnum stráður og geta fyrirgefið sjálfum sér og öðrum ef villist af leið. Hinir sömu hafa minna fyrir því að klappa á bak sér og lofa eigið ágæti.

Heldur gerirðu mikið úr minni framgöngu - vissi ekki að ég hefði sagt nóg til þess að geta smíðað úr því lygar. Að öðru leyti vísa ég til móðurhúsanna ásökunum um skort á góðri framkomu.

Ólafur Als, 23.1.2008 kl. 15:58

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það gekk greinilega aldrei svo langt að Svandísi væri boðin staða borgarstjóra. Hún hefur líklega verið of fljót að afsegja þennan möguleika áður en hún fengi stólatilboð af stærri gerðinni.

Ég þori að fullyrða að Svandís hefði sagt það blákalt hefði íhaldið boðið henni stólinn með afgerandi hætti. Hún þyrfti ekki að þegja sérstaklega um það á þessari stundu. 

Haukur Nikulásson, 23.1.2008 kl. 15:58

14 Smámynd: halkatla

Ólafur ég tel það einfaldlega sannleikanum samkvæmt að segja hlutina svona hreint út, kalla illt illt og gott gott, en gott og vel, hvað segir þú um að við hættum að kíta og sammælumst um að vera ósammála um svo til allt? það verður æðislegur endir á dramanu þegar fúli kallinn og sakleysinginn semja frið!!!

Haukur, ég sagði það líka hér ofan, ég hljóp apríl með þetta stólarugl, sem sakleysingi er ég auðvitað afskaplega afskaplega trúgjörn og fljótfær, og ég játa mína galla hiklaust (en ekki kosti einsog Ólafur Al sakaði mig um - en hey það er gleymt og grafið) 

halkatla, 23.1.2008 kl. 16:06

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband