Krafðist Margrét þess að Ólafur framvísaði læknisvottorði?

Ég hef ekki ennþá séð svar við þessari spurningu. Það kom mér svolítið spánskt fyrir sjónir að Ólafur F. Magnússon læknir væri krafinn um læknisvottorð þegar hann snéri aftur til starfa eftir að Margrét Sverrisdóttir hafði hjálpað til við að fella meirihlutann.

Hvaða önnur manneskja í veröldinni gat haf hag af því að Ólafur yrði áfram "veikur" nema Margrét Sverrisdóttir? 


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Hjá Borginni er sú regla að ef þú ert frá vegna veikinda í meira en mánuð þá skilar þú svokölluðu starfshæfnivottorði þegar þú kemur aftur til starfa.  Vottorði þessu er ætlað að gefa staðfestingu á því að viðkomandi starfsmaður sé orðinn fær um að hefja störf.  Oftast er þetta formsatriði en stundum snúa læknar viðkomandi starfsmanna þeim frá og meta þá þannig að þeir þurfi einhvern tíma í viðbót í veikindaleyfi.

Þetta er almenna reglan hjá Borginni.  Ég veit ekki hvort aðrar reglur hafi átt við um kjörna fulltrúa eða ekki.  Veit reyndar ekki heldur hvort þeir hafa sömu stöðu gagnvart Borginni eins og aðrir starfsmenn.  Skrifa þeir undir ráðningarsamning?  Hefur Borgin lagaskyldur gagnvart þeim, t.d. vegna veikinda eða slysa og annarra kjarasamningsbundinna réttinda?  Það er auðvitað ekki til neinn kjarasamningur til að styðjast við.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.1.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Félag Ungra Frjálslyndra

Félag ungra frjálslyndra lýsir yfir algerum stuðning við Ólaf F. Magnússon borgarfulltrúa F-Listans og fagnar því að grundvallarmálefni Frjálslynda flokksins séu nú að fá brautargengi í Reykjavík.

Félag ungra frjálslyndra fagnar því sérstaklega að nýi borgarmeirihlutinn ætli sér að viðhalda eign almennings á Orkuveitu Reykjavíkur og orkuauðlindum hennar.

Félag Ungra Frjálslyndra, 21.1.2008 kl. 23:39

3 identicon

Hann þurfti að sýna vottorð af því menn visu að hann var ekki veikur.  Læknirinn sem skrifaði uppá vottorð fyrir hann gerði sig óhæfan í starfi og ætti að skila inn leyfinu hið fyrsta. 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 23:48

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband