Windows Vista - Vörusvik?

Ég hef selt tölvubúnað frá árinu 1981. Þar á meðal stýrikerfi í stórum stíl. Fyrst um sinn var ráðandi stýrikerfi á smátölvum sem hét CP/M og síðan tók við MS-DOS frá Microsoft (hét PC-DOS hjá IBM).

Þegar MS-DOS kom á markaðinn var það mun lakara stýrikerfi en CP/M en náði samt útbreiðslu vegna þess að IBM tók það upp á sína arma. Í kjölfarið leiddi IBM sölu á smátölvum.

MS-DOS var uppfært með þokkalegum árangri og varð síðar hluti af Windows. Windows var ekki nothæft fyrr en í þriðju tilraun þ.e. Version 3. Windows 95, 98 og 2000 voru allt endurbætur á Windows sem voru skref fram á við. Windows ME var hins vegar gallað og flest þekkjum við að Windows XP hefur reynst svo sem ágætlega þó það sé langt í frá gallalaust.

Windows Vista er hins vegar allt að því vörusvik. Eina stóra breytingin eru útlitsbreytingar sem kostar að notendur þurfa aukinn hraða og aukið minni. Enda hafa ýmis neytendasamtök varað við því að fólk kaupi þetta kerfi vegna vandræðagangs við að fá ýmis forrit til að ganga með því. Það virðist nefnilega vera áberandi að Microsoft hafi ekki gætt þess vel að eldri hugbúnaður gangi í Vista, hverju svo sem er um að kenna.

Á næsta ári hyggst Microsoft hætta að selja Windows XP og er ég hræddur um að það muni skapa bæði ringulreið og vandræði á markaðinum. Hugsanlega munu fleiri færa sig yfir á stýrikerfi frá Apple, þar sem minni vandræðagangur hefur verið, ekki síst í sambandi við vírusa og njósnaforrit alls konar.

Það verður spennandi að fylgjast með hvort martröð Bill Gates sé að ná tökum á honum núna? 


mbl.is Microsoft hættir að nota afritunarvörn í Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir þá sem vilja losna undan oki Microsoft þá er vert að benda á Ubuntu Linux kerfið. Þetta er notendavænt stýrikerfi og kostar ekki krónu. Ný útgáfa á kerfinu er gefin út á 6 mánaða fresti (ólíkt Windows sem uppfært er á nokkurra ára fresti) og það er mjög auðvelt að uppfæra á milli útgáfa.

Með Ubuntu fylgir Open Office og fjöldinn allur af ókeypis forritum þannig að það er hægt að spara sér dágóðan skilding með að skipta út Windows. 

http://www.ubuntu.com/

Magnús (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 09:02

2 identicon

Þegar að Windows XP kom á markaðinn var nákvæmlega sama kvein hjá öllum og er um vista núna, nema minna seldist af XP heldur en hefur selst af vista. Þegar að xp kom út virkuðu heldur ekki öll forrit sem virkuðu eðlilega með win2000, reklar voru engir og kerfið fraus oft. Vista er mun stabilla, notendavænna og betra en xp var þegar að það kom út.

Jón Helgi (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 09:22

3 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég er að nota Vista Home Premium 64bit, lenti í smá vandræðum í byrjun vegna 64ra bita staðalsins en mér finnst kerfið fínt.  Reyndar er það góður punktur að það getur talist galli að visual pakkinn þurfi að kosta 2GB í RAM..... en svona er lífið.....

Garðar Valur Hallfreðsson, 5.12.2007 kl. 09:36

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Makkavæðum heiminn og spörum...Tónlistarskólar hér fyrir Austan eru að eyða 200.000 kr í tölvuviðgerðir á ári en minn skóli 0kr.....þar sem að við notum Apple

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 10:56

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég hef notað Mac OSX frá 2004. Byrjaði á Panther og uppfærði í Tiger seinna. Nú er Leopard kominn á markað og ég er að spá í að uppfæra við gott tækifæri. Ég á tvær tölvur, Powerbook 1.5GHz frá 2005 (fartölva, notuð í allt) og PowerMac 800MHz frá 2002 (turn, notaður í klippingu kvikmynda). Báðar eru að virka vel, hraðinn er fínn og ég hef auðvitað aldrei fengið vírus. Ég hef reyndar aldrei verið í vandræðum með stýrikerfið á þessum tæpu fjórum árum. Uppfærslur eru vandræðalausar, að setja inn forrit er einfalt og öruggt og svo er Mac OSX svo asskoti fínt útlítandi. Það sem skiptir mig hins vegar mestu máli er að Apple kerfið virkar betur, er betur hannað og notendavænna. Það kom fyrir í upphafi að ég saknaði Windows, en sá söknuður hvarf um leið og ég tók í Windows tölvu. Ég held ég sé endanlega læknaður. Það þarf eitthvað mikið að gerast til að ég kaupi mér tölvu með Örmjúkum Gluggum aftur.

Mæli með að íslenska útgáfan að Windows (sé hún til) verði kölluð Windows Eyða. 

Villi Asgeirsson, 5.12.2007 kl. 11:18

6 identicon

Félagi, ef að þú ert í hugbúnaðargeiranum og telur "útlitsbreytingar" vera eina muninn á XP og Vista, þá ættirðu að snúa þér að einhverju öðru. Ég nenni ekki að fara útí útskýringar hérna, þú ættir nú að vita muninn.

Þú talar um vandræðagang við að keyra eldri forrit. Jú, vissulega gæti það verið, en hefurðu kannski skoðað ástæðuna þar að baki? Hvernig heldur þú að þér gengi að skrifa kerfi þar sem fleiri milljónir aukaforrita myndu keyra á vandræðalaust? Ástæðan fyrir stórum hluta af "vandræðum" í Windows stýrikerfinu fram til þessa hefur nefnilega legið í 3rd party hugbúnaði sem settur er inná kerfið. Ein leið til að reyna að sporna við þeim vanda var að endurhanna stóran hluta "brúarinnar" á milli forrita og stýrikerfis. Vissulega gerir það það að verkum að mörg forrit munu ekki keyra eðlilega á Vista, sem í mínu tilfelli er bara mjög góð þróun.

Ég er búinn að keyra Vista síðan áður en það kom út (RTM útgáfan lak út), hef ennþá á allar öryggisstillingar sem koma sjálfgefið með kerfinu virkar, er með sjálfvirka uppfærslu virka og hef ENGA vírusvörn (bara Windows Defender). Þér að segja, í fyrsta skipti frá því að ég byrjaði að nota tölvu þá þarf ég ekki að "strauja" hana á 3-5 mánaða fresti. Tölvan hefur keyrt eins og vel smurt gangverk síðan (ja, allavegana eftir að nVidia löguðu skjádriverana sína :D) Vírusa (eða malware/adware/bugware) hef ég ekki fengið síðan ég setti upp Vista.

Atli Már Egilsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:43

7 Smámynd: Haukur Baukur

Eitthvað hlýtur Bill Gates að vera orðinn þreyttur á hikstanum.

Frá því ég keypti mína fyrstu tölvu hefur þetta stýrikerfi ekki verið hátt skrifað hjá mér.  Eitthvað hlýtur þetta að vera gallað ef control alt delete skipun er sett í BIOS en ekki bara í stýrikerfið sjálft.  

Magnað að Atli Már telur það eðlilega þróun að Microsoft hindri önnur forrit (3rd party) við að vinna með stýrikerfinu.  Þá er notandanum settar hömlur á hína egin tölvu.  Ég má bara nota það sem er Microsoft samþykkt. 

Symantec og McAfee telja bæði að Vista sé óöruggara en önnur Windows stýrikerfi.

http://en.wikipedia.org/wiki/Criticisms_of_Windows_Vista 

Windows Virus er rétta nafnið á þessa sorglegu útgáfu af stýrikerfi.  Hver eðlilegur notandi á ekki sælu vísa með þetta helv**

Linux hefur reynst mér best gegnum tíðina. 

Mac er líka sterkur. 

Haukur Baukur, 5.12.2007 kl. 12:06

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég segi það sama og Villi Ásgeirs hér fyrir ofan .......er löngu hættur að reyna vinna á PC sökum leiðinda.....er samt sem áður einn af þeim sem fólk kallar á til að hjálpa sér að koma PC í gang eftir hrun og vesen strákurinn minn á eina sem heldur mér við efnið .......en aldrei aftur PC til mín takk.

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 12:27

9 identicon

segist hafa verið að selja tölvubúnað frá 1981 og segir að stærsti munurinn á XP og Vista sé útlitsbreyting.  Það er ágætlega mikið kjaftæði

.Vista er ekki endurbót á XP heldur meirihlutinn skrifaður uppá nýtt og verið að koma með sömu hugsun inní Windows umhverfið og hefur verið í *nix/MacOs í fleiri ár. þ.e. að þú ert ekki að nota kerfið sem administrator heldur limited user, alveg eins með *nix/macos þar sem þú þarft að skrifa inn root lykilorðið ef þú ert að gera breytingar, þetta "böggandi" cancel or allow sem poppar upp í vista væri öðruvísi ef þú værir að keyra limited user, þá bæði windowsinn um administrator user/pass eins og í *nix/MacOs. Ef þetta kemur þegar þú ert að gera einfalda hluti þá er forritið sem þú ert að nota illa skrifað og er að nota resources sem það ætti ekki að vera að nota, það er einmitt aðalástæðan fyrir því að sum forrit sem virka á XP virka ekki á Vista, þau eru einfaldlega skrifuðþað illa, verið er að geyma upplýsingar sem forritið þarf á stöðum sem það á ekki að vera geyma þessar upplýsingar eða kalla í ólögleg föll, aðal compatability vandræðin í Vista eru einfaldlega LUA bugs.

ef þið viljið vita meira um LUA bugs eða keyra windows sem limited user þá get ég bent á ágætt blogg Aaron Margosis,

Jóhannes H (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 13:25

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Atli Már segir: "Þér að segja, í fyrsta skipti frá því að ég byrjaði að nota tölvu þá þarf ég ekki að "strauja" hana á 3-5 mánaða fresti."

Gleymdi þessum punkti. Ég hef ekki þurft að strauja mínar tölvur. Ég setti kerfið upp í turninum sumarið 2004 og það virkar jafn vel og þá. Ferðatölvan er enn að keyra á upphaflegu uppsetningunni. Segir kannski nóg að ég gleymdi að minnast á þetta.

Villi Asgeirsson, 5.12.2007 kl. 15:47

11 identicon

Windows er vinur minn. virkar og gerir allt sem ég ætlast til af því, gaman af því hvað margir makka notendur keyri windows a mökkunum sínum.

Ingthor (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:29

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég á makka. Ég er hamingjusamur maður og laus við vesen. Líður vel.

Ingvar Valgeirsson, 5.12.2007 kl. 23:48

13 identicon

Mikið rosalega er mikið af Mac fanboys hérna. Ég hef ekki fengið vírus síðan í Windows 3.11, þannig ég skil ekki hverju fólk er að væla yfir.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 04:03

14 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Ég nota fría AVG vírusvörn á PC tölvuna mína og hef verið vírusfrí síðan. En það er heldur aldrei farið inn á klámsíður af þessarri tölvu!. Ég hef nefnilega bent unglingum á að klámsíður séu ekkert "safe sex", eftir heimsóknir á svoleiðis síður sé tölvan þeirra tekin í rassgatið á 10 mín fresti!

Það má vel vera að einstaka tölvunördar séu ánægðir með Windows Vista, en ég þekki engan almennan notanda sem er ánægður með það kerfi. Fyrir flesta á tölva nefnilega að vera jafn einföld og vandræðalaus í notkun og brauðrist. Þegar ég set brauð í ristina mína vil ég fá upp ristabrauð. Ég nota tölvur til að vinna á þeim, en vinn ekki við að grúska í þeim.

Svo á ég Makka. Uuummmmm, lífið er yndislegt.

Soffía Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 09:57

15 Smámynd: Sigurjón

Það sem mér finnst merkilegt er að Mac, sem er með innan við 10% markaðshlutdeild, skuli geta haldið sinni þróun jafn góðri og M$, ef ekki betri að sumra mati.

Ég ætla að halda áfram að nota XP, en er rétt að stíga út fyrir þröskuldinn í áttina að Linux (Ubuntu eða Fedora...) 

Sigurjón, 6.12.2007 kl. 10:00

16 Smámynd: Sigurjón

Svo finnst mér forkastanlegt að nokkrir komi hér inn og setji ofan í við mann sem hefur 26 ára reynzlu af sölu tölvuíhluta og forrita, aðallega vegna mistúlkunar á orðunum ,,Eina stóra breytingin eru útlitsbreytingar sem kostar að notendur þurfa aukinn hraða og aukið minni".  Slakið aðeins á...

Sigurjón, 6.12.2007 kl. 10:03

17 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir að bera blak af mér Sjonni. Mér veitir ekki af!

Ég virði þær skoðanir sem fólk viðrar vegna þess að hver einstaklingur hefur sína reynslu. Í gegnum tíðina hefur maður reynt að vörur sem ég taldi algjört drasl voru dýrkaðar af öðrum og þá bara vegna þess að viðkomandi hafði aldrei upplifað gallana. Talnastatistík frá einstaklingum sem miða bara við eigin reynslu er ekki marktæk. Ég reyni að taka mið af reynslu fjöldans sem maður á samskipti við bæði hér heima og erlendis.

Að því sögðu má að sjálfsögðu koma fram hér að ég hef heyrt í mjög ánægðum Vista notendum. Þeir eru bara mun færri en hinir óánægðu. 

Haukur Nikulásson, 6.12.2007 kl. 10:26

18 identicon

Ég nota vista home súper dooper (ekki samt Ultimatum eins og Jón), hef svo sem getað notað það við allt sem ég þarf, t.d. brenna og rippa (nota bara winamp eða þessháttar, ekki krappið sem kemur með vista).

En ég er alveg sammála Hauki, það er ekkert í þessu stýrikerfi sem er betra en xp var, nema smávægilegar útlitsbreytingar (sem deila má um hvort eru til bóta).

Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:52

19 identicon

til dæmis, ef ég opna of margar vefsíður í exploder og foxinum eldlega (opna endalausa tabba þegar ég er að skoða hitt og þetta), þá endar vista með því að hætta að sýna hnappa eða hætta alveg að virka... sem sé, out of resources.... ferlega klaufalegt af nútíma 64 bita stýrikerfi með 2 gb ram og 2 gb swappfæl, ég er langt frá því að vera búinn með minni, þetta er bara stýrikerfisgalli sem minnir á gömlu windows 3.11 dagana.

Kanski er bara 3.11 þarna undir??

Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:54

20 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég er nú ekki búinn að vera í þessum bransa jafnlegni og Haukur, en hef fylgt Windows eftir frá upphafi.  Gallinn við Windows er að það hefur aldrei, já ég segi aldrei, verið tilbúið þegar það hefur verið gefið út.  Það skiptir engu máli hvaða útgáfa er tekin, gallar hafa verið allt of margir.  Windows Vista er engin undantekning.  Það er ekki þar með sagt að framfarirnar hafi ekki verið miklar.  Þær hafa verið það.  Ég held varla að sé nokkur maður sem mundi vilja nota Windows 95 eða 98, þó kominn væri SP10, í stað Vista án Service Pack.

Ég get alveg tekið undir að vandamálin eru mjög oft third party búnaður.  Ástæðan er sú að Microsoft gjörbreytir oft skilgreiningu og spekkum milli útgáfa, þannig að stýringar á prenturum breytast, tengingar við eldveggjahugbúnað eru endurskilgreindar o.s.frv.  Þetta er í mínum huga gert í markaðslegum tilgangi, eins og sést best á lögsóknum sem Microsoft hefur lent í í gegnum tíðina.  Svona breytingar á skilgreiningum og spekkum hafa gert mörgum af helstu keppinautum á hugbúnaðarmarkaðnum erfitt fyrir í gegnum tíðina og hafa verið helstu rökin fyrir því að skynsamlegt sé að skilja algjörlega að þann hluta fyrirtækisins, sem sér um þróun stýrikerfisins, og aðra hluta fyrirtækisins.

Ég vil geta ráðið því hvaða hugbúnað ég nota á tölvunni minni.  Mér finnst ég ekki hafa það val.  Ég nota t.d. CA security center á XP-vélinni minni, en þar er ég með góðan eldvegg, vírusvörn, ad-blocker o.fl.  Þegar ég setti native útgáfu af CA Security Center upp á Vista-vélina, þá virkar eldveggurinn ekki eins og gert er ráð fyrir.  Hann blokkar alla Internetumferð sama hvað ég geri.  Lausnin.  Disabla eldveggshluta CA SC og nota Windows Defender.  Þar með tókst Microsoft í raun að koma höggi á samkeppnina.  Ég þekki CA SC og treysti búnaðinum.  Öryggisbúnaður frá Microsoft hefur ekki reynst mér vel í gegnum tíðina einfaldlega vegna þess að líklegra er að hann verði fyrir árás en öryggisbúnaður frá öðrum framleiðendum.  Það er sport að ráðast á Microsoft, en hinir fá að vera í friði. 

Ég er með Vista á tveimur vélum og XP á einni (var með XP á þremur áður).  Önnur Vista vélin hefur átt til að henda út tengingum og verið duttlungafull, þegar kemur að jaðartækjum.  Hina Vista vélina hef ég þurfta að endursetja upp þrisvar, auk þess sem hún hefur dvalið 3 vikur á verkstæði.  Það er möguleiki að um vélbúnaðarvillu hafi verið að ræða og mun það koma í ljós á næstu vikum og mánuðum.  Hún hefur auk þess ekki verið til friðs varðandi CA SC.  XP vélina er ég búinn að eiga í 3 ár.  Fyrsta árið var hún varla til friðs, en eftir að SP 2 kom út hefur allt verið í lagi.  Ég þurfti að vísu að endursetja hana upp fyrir 2 mánuðum eða svo og kom mér á óvart að síðan SP 2 kom út höfðu komið 99 öryggisbætur sem þurfti að setja inn!

Ég held að fæstir búist fullkomnu kerfi, þegar ný útgáfa af Windows stýrikerfinu kemur út.   Það hefur reynslan kennt fólki.  En til of mikils mælst að maður geti verið þokkalega öruggur.

Marinó G. Njálsson, 7.12.2007 kl. 18:29

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband