30.10.2007 | 17:11
Leynimakk á Íslandi má þá kosta 2.6 milljarða til að halda réttum hlutföllum
Ísland er skemmtilega nálægt því að vera 1/1000 hluti af íbúatölu Bandaríkjanna og því auðvelt að deila í með 1000 til að fá út hvað væri rétt hlutfall á Íslandi.
Björn Bjarnason hefur lengi haft áhuga á herbrölti og leynimakki. Hér hefur hann væntanlega prýðileg rök til að koma á íslenskri leynimakksstöð til að njósna um okkur og aðra.
Ég vona samt að íslendingar nái ekki fram þessu hlutfalli af eyðslu Bandaríkjamanna.
Í Bandaríkjunum deyja árlega 30-40.000 manns vegna skotvopnaeignar þeirra sem rekja má til þess réttar í stjórnarskrá að mega bera vopn á sér. Ef þetta hlutfall væri yfirfært til Íslands þá færust hér 30-40 manns árlega af þessum sökum. Við getum stundum glaðst yfir því að vera öðruvísi en kaninn!
Bandaríkin eyða á þriðja þúsund milljarða króna í leyniþjónustu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 265320
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Í Bandaríkjunum deyja árlega 30-40.000 manns vegna skotvopnaeignar þeirra sem rekja má til þess réttar í stjórnarskrá að mega bera vopn á sér.
Hvað hefurðu fyrir þér í þessu annað en það sem þú sérð eða lest í æsifréttum?
Mesta vandamálið er ekki meðal þeirra sem ganga löglega með vopn heldur þeirra sem eru með ólögleg vopn. Hafa staðreyndir á hreinu fólk áður en þið komið með svona bull.
P.s. miðað við frægu höfðatöluna okkar sem þú m.a. notar hér að ofan er vopnaeign á hvern Íslending meiri en á hvern Bandaríkjamann. Munurinn er bara sá að hérna er erfitt að eignast löglega skammbyssu.
Hin Hliðin, 30.10.2007 kl. 19:14
furðulegt svar "hin hliðin".. alveg aldeilis stórfurðulegt svar.
Þú bakkar ekki eitt einasta orð upp af því sem þú bullar "hin hliðin" en þú kemur með ásaknir um það sama og hefðir því átt að snáfast til að sýna fordæmi með "staðreyndum".. e nþeir nafnlausu á blogginu þurfa sjaldnast að bakka eitt eða neitt upp en benda þess oftar á flísina í auga náungans.
Óskar Þorkelsson, 30.10.2007 kl. 19:35
http://injuryprevention.bmj.com/cgi/content/full/13/1/15
Óskar Þorkelsson, 30.10.2007 kl. 19:43
Skemmtileg grein og athyglisverð lesning. Hvar kemur fram í þessu að fullt af fólki sé skotið árlega vegna löglegrar skotvopnaeignar? Það eina sem ég sá er að fullt af fólki á byssu.
Eitt að lokum. Ég var ekki að ætlast til þess að þú, Óskar, mundir svara mér með einhverjum stælum. Ég hefði aftur á móti gaman að ræða við greinarhöfundinn sjálfan.
Hin Hliðin, 30.10.2007 kl. 20:30
Hin hliðin: Ég fékk þetta úr hagtölum vestra. Skoðaðu þessar tölur.
Íslendingar eiga ekki viðlíka vopn og Ameríkanar og ég skil ekki hvernig þú færð þetta út frekar en Óskar.
Haukur Nikulásson, 30.10.2007 kl. 20:35
Þessar tölur eru vissulega sláandi en segja ekkert um það hvort um var að ræða skráð og lögleg vopn. Ég hef í augnablikinu ekkert í höndunum varðandi það hversu mörg skotvopn eru skráð hér á landi en heyrði það í fréttum ekkert alls fyrir löngu að talan væri svipuð miðað við mannfjölda.
Það breytir því ekki að það eru einstaklingar sem eru með ólögleg vopn sem við þurfum að hafa áhyggjur af, ekki þeir sem eru með lögleg, skráð vopn.
Ég hef það m.a. eftir lögreglumönnum í Bandaríkjunum að þeir hafa ekki áhyggjur af einstaklingum með leyfi sem bera skotvopn sér til varnar enda hefur það sýnt sig að þeir eru minna líklegir til að gera eitthvað af sér heldur en hinir.
http://glocktalk.com/forums/forumdisplay.php?s=37e6f433ebc9e743cd04c22fe7ac497c&f=30
Þetta er spallvefur bandarískra lögreglumanna og það getur verið áhugavert fyrir ykkur að lesa um skoðanir þeirra.
Svo eitt í lokin. Það er ekki bara í Bandaríkjunum sem byssueign er sjálfsögð og almenn. Í mörgum löndum (t.d. Kanada) er byssueign sjálfsögð en það er ekki þar með sagt að menn séu skjótandi hvern annan "hægri vinstri".
Hin Hliðin, 30.10.2007 kl. 21:19
Það er engin hliðstæða í dauðsföllum vegna skotvopna hér á landi. Ég er hræddur um að hér færi fram hávær umræða um þetta ef hér færust fleiri vegna skotvopna en umferðarslysa. Ég er nokkuð viss um að morð, sjálfsmorð og dauðsföll vegna slysaskota séu undir 5 á ári ef þau ná því þá nokkurn tíma.
Í Bandaríkjunum kemur ekkert fram í þessum tölum hvort um lögleg, ólögleg, skráð eða óskráð skotvopn er að ræða.
Ég hef áður bent á undir hliðstæðum rökræðum að ég tel heppilegra að menn séu óvopnaðir vegna þess að hræddum vopnuðum manni er ekki treystandi fyrir byssu. Með svona óyggjandi tölur get ég ekki skilið hvernig hægt er að mæla með skotvopnaleyfum. Bandaríkjamenn hafa sýnt fram á það með allri sinni statistík að þeim er ekki treystandi fyrir handskotvopnum þ.e. skammbyssum. Ég get ekki séð að veiðirifflar séu hér sérstakt vandamál svo um sé talandi. Hvorki í Ameríku né Íslandi. Skammbyssurnar eru vandamálið.
Röksemdin: "byssur drepa ekki, menn gera það!" eru bara bullrök þegar á reynir.
Haukur Nikulásson, 30.10.2007 kl. 23:03
Eg las þitt blogg og fæ það sama ut þarna /Björn Bjarns,Dómsmáráherra !!!!núna eins og er, í öll ráherraembættum XD um stundarsakir/vill þessa leiniþjonustu og það er málið/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 31.10.2007 kl. 06:33
þú ert semsagt fylgjandi frelsisskerðingum gagnvart þegnunum á einu sviði en ekki öðru?
Að mínu mati er það frekar einföld hugsun að komast að þeirri niðurstöðu að of mikið frelsi (til að bera skotvopn) sé vandamálið. Ef við köfum dýpra í málið þá komust við að því að meirihluti drápa með skotvopnum tengjast annað hvort vopnuðum lögregluaðgerðum (aðallega í fíkniefnastríðinu), árekstra milli dópgengja eða vopnuðum ránum fíkla. Þannig að aukning á frelsi (t.d. með lögleiðingu fíkniefna og minnka hörku í aðgerðum yfirvalda) myndi allavega fækka drápunum um helming. Annars vil ég bara benda þér að þessi þróun er hafin á Íslandi þrátt fyrir að skammbyssur séu ekki leyfðar...
* Fyrir stuttu framdi maður morð og sjálfsmorð með skotvopni, virkaði greinilega ágætlega þó að hún hafi verið hönnuð í önnur verk en manndráp.
* Það er orðið sjálfsagt að vopnast í undirheiminum á Íslandi, vinsælast er að saga af löglegum skotvopnum en einnig er smygglað inn óskráðum skammbyssum. Þessi þróun er augljóslega vegna þess að við erum svo vitlaus að apa eftir fíkniefnastríði kanans, í framtíðinni verður þessi fyrirsjáanlega þróun undirheimanna notað sem afsökun til þess að vopna lögregluna okkar með skotvopnum (og þá fer þetta að verða hlutfallslega eins og hjá kananum). Í dag er talað um rafbyssur, eftir 10-20 ár verður það skammbyssur.
* Það er ekkert mál að drepa manneskju ef maður virkilega ætlar sér það, sem betur fer er ekki sama ofsóknaræði hérna og vestanhafs og því eru manndráp sjaldgæf þó að við höfum 50.000 skotvopn.
Geiri (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 08:04
Ég er búinn að fara nokkra hringi í þessari rökræðu í gegnum tíðina.
Til að einfalda málið er skammbyssa aldrei notuð nema til að drepa. Það er engin ástæða til að maðurinn sé hafður hættulegri í umferð en hann þarf að vera og svo er hann svo fjandi breyskur, ekki síst með víni.
Ef maður er að þvælast úti á götu um kvöld eða helgar vil ég mæta óvopnuðu drukknu fólki frekar en vopnuðu drukknu fólki. Svo einfalt er þetta. Ofsóknaræðið sem felst í að bera á sér vopn eru kenndir sem má að skaðlausu dempa niður. Það má endalaust kenna öðru um eins og áfenginu, heimskunni og öllu öðru sem manninn hrjáir. Þegar slíkt kemur upp vil ég ekki að fólk sé vopnað samtímis þessum mannlegum göllum.
Haukur Nikulásson, 31.10.2007 kl. 09:05
það er til fullt af fólki sem trúir bullinu í rífflavina félagi kúreka fyrir westan.. Þeir hafa haldið því fram statt og stöðugt að byssur drepi ekki, heldur drepi fólk fólk ! Þetta eru auðvað gersamlega rakalaus þvættingur.. því eins og Haukur hefur bent á þá er mannfólkið breiskt og þegar það hefur vopn á sér.. já eða kraftmikinn bíl, þá klikkar eitthbvað í hausnum á þeim.. menn skjóta frekar en að nota önnur úrræði.. og menn keyra allt of hratt vegna þess að þeim finnst þeir vera ósigrandi í kraftmikla bílnum.. sömu frumkenndir liggja að baka.. fjarlægjum byssurnar og þá verður töluvert erfiðara að drepa fólk.
núna koma rökin frá byssufíflunum um að fólk sem ætlar að drepa drepur hvort sem er, notar þá hníf, barefli eða það sem er hendi næst.. þessa umræðu hef ég séð margoft og það er alltaf gripið til hennar.. jú jú fólk í stundaræði gripur barefli.. líkurnar á því að bareflið drepi eru margfalt minni en þegar byssa er við hönd.. svo þegar fyrsta höggið er farið og andstæðingurinn liggur niðri eða blóðgast þá rennur venjulega æðið af fólki og högg númer tvö og þrjú sem þarf til þess að kála viðkomandi verður ekki reitt af... en ef hann hefði haft bysu þá hefði verið nóg að þrýsta einu sinni á gikkinn og skaðinn skeður og tvö líf eru ónýt.. þess sem var drepinn og þess sem drap því hann eyðilagði sitt líf í leiðinni.
Ef löggan á íslandi ætlar að vopnast flyt ég úr landi !
Óskar Þorkelsson, 31.10.2007 kl. 09:18
Haukur, þegar þú ert að þvælast úti á götu um kvöldin og um helgar, gerirðu þér grein fyrir því hvað eru margir vopnaðir í kring um þig? Heldurðu í alvöru að af því að það er bannað að ganga um með skemmbyssu á Íslandi þá geri það enginn? Hefurður einhverja hugmynd um það hvað eru margar óskráðar byssur í umferð?
Óskar, ert þú í alvörunni svona einfaldur? Ég nenni ekki að útskýra fyrir þér munin á bareflis áverkum og áverkum eftir skotvopn en við getum alveg séð fyrir okkur að það er ekki langt síðan tveir menn voru drepnir hérna á íslandi með einu hnefahöggi. Ekkert barefli, bara hnefi.
Ef löggan á íslandi ætlar að vopnast flyt ég úr landi
Hvert ætlarðu að flytja? Kanski til lands þar sem lögreglan hefur verið vopnuð í gegn um tíðina?
Ég bíð eftir að sjá á forsíðufrétt DV.
Maður á fertugsaldri skaut annan mann til bana og særði konu hans og barn alvarlega áður en hann framdi sjálfsmorð. Á meðan á þessu stóð var lögreglan stutt frá og horfði á voðaverkð gerast.
Þetta er það sem getur gerst með því að hafa óvopnaða lögreglu. Lögreglan getur ekki brugðist við því sem getur komið upp.
Hin Hliðin, 31.10.2007 kl. 10:50
Ég verð nú bara að segja "Það er ekki kyn þó veröldin sé skrýtin"
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 12:52
ég held að hin hliðin hafi farið frammúr í dag.. vitlausu megin !
Ég þarf ekki einhvern einfaldan þorskhaus til að segja mér það að einhver geti drepist af slysförum með hnefahöggi enda hef ég æft hnefaleika árum saman og veit hvað sá getur sem hefur æft.. en að bera það saman við skotvopn er sennilega það þverheimskulegasta sem ég hef séð á prenti og alveg með ólíkindum að maður skuli fást til að svara einhverjum moðhaus sem er nafnlaus að rífa kjaft.. Skotvopn skaða ALLTAF ILLA sauðurinn þinn.
snúðu þér svo á hina hliðana nafnlausa fífl.
Óskar Þorkelsson, 31.10.2007 kl. 16:39
Óskar, við skulum nú halda haus og spara köpuryrðin þó okkur líki ekki röksemdarfærslurnar. Upphrópanir hafa ekkert gagnast manni á þessum vettvangi og verður að auki manni til minnkunnar að láta svona út úr sér.
Það er nokkuð ljóst að við erum á móti öllum vopnaburði á meðan "Hin hliðin" vill hugsanlega vopnbúast að hætti ameríkana.
Ég held að með sams konar röksemdarfærslum sé hægt innleiða skylduát á róandi töflum til að koma örugglega í veg fyrir allt ofbeldi.
Haukur Nikulásson, 31.10.2007 kl. 16:49
Kæri Óskar, ástæðan fyrir því að ég nefndi hnefana er sú að þú orðaðir það eins og það væri lítið mál að lifa af högg með kylfu. Það eru ótal mörg dæmi þess að menn hafi lifað af fjölda mörg skotsár þannig að þessi orð þín að skotvopn skaði ALLTAF ILLA eru einfaldlega ekki rétt. Hins vegar er það vissulega rétt að í röngum höndum eru skotvopn vissulega stórhættuleg en það eru hnífar, kúbein og ýmis íþróttavarningur líka.
Það sem ég er að reyna að koma að hérna er að byssurnar einar og sér búa ekki til morðingja heldur er það þjóðfélagið sjálft og viðhorf íbúa þess sem gerir það.
Ég er ekki að segja að ég sé hrifinn af Bandaríska kerfinu og væri ekki sáttur við að allir mundu vígbúast. Ekki misskilja mig. Ég er að segja að það er ekki því kerfi að þakka að fólk sé skotið reglulega. Bandaríkin eru ekki eina landið þar sem fólk getur fengið leyfi til að ganga með byssu.
Hin Hliðin, 31.10.2007 kl. 17:55