18.9.2007 | 10:21
Í boði hins látna... bílastæðasekt!
Starfsmenn Bílastæðasjóðs borgarinnar eru, á köflum, mjög kappsamir.
Það er eins og þeir þefi uppi fjölmennar útfarir og láti eins og þeir hafi komist í feita fiskitorfu og moka upp úr henni sektarmiða á alla þá bíla sem ekki eru í vandlega merktum bílastæðum. Ég tek fram að ég hef ekki lent í þessu sjálfur.
Það hefur lengi verið vitað að það eru ekki næg bílastæði við flestar kirkjur bæjarins þegar vel metið fólk er jarðsungið. Fylgir því aukin virðing við hinn látna að sekta þá sem eru viðstaddir jarðarförina?
Bílastæðasjóður á að láta þessa staði eiga sig við þessar athafnir. Hvernig voga þessir rukkarar að láta svona? Vita þeir ekki að helvíti er til? Því eru þeir að taka sénsinn?
Meðan ég man, er búið að sekta húseigandann í Þingholtunum fyrir að loka götunni með húsið sitt í flutningunum? Hversu margar stöðusektir fær hann?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 265322
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Að mæta í jarðarför gefur engum leyfi til að leggja ólöglega. Þetta er mikið vandamál, sérstaklega við Fríkirkjuna og Dómkirkjuna. Mér finnst mjög vægt farið í sakirnar að skrifa bara sektarmiða. Í sumum þessara tilfella ætti kranabíll betur við. Sjálfur hef ég lokast inni með bíl við Kirkjuhvol þar sem tillitslaus jarðarfarargestur lokaði bíl minn inni. Sjálfsagt óskaði ég honum vítisvistar á þessu momenti og það var ekkert sem sagði méri að hann væri við athöfn í Dómkirkjunni. Bílnum hans var einfaldlega ólöglega lagt á meðan ég jós peningum í stöðumælinn. Stöðuvörður sem kom á staðinn gerði ekkert annað en skrifa sektarmiða. Benti mér góðfúslega á að kalla á lögreglu ef fjarlægja ætti bílinn. Ekki kom til þess þar sem bíleigandinn kom stuttu síðar án þess svo mikið að biðjast afsökunar. Mín skoðun eru sú að kirkjugestir verða einfaldlega að hlíta sömu reglum og aðrir. Annað er út í hött.
Sveinn Ingi Lýðsson, 18.9.2007 kl. 10:38
Ég votta þér samúð mín Sveinn. Aðstæður eru greinilega ekki eins hjá öllum.
Haukur Nikulásson, 18.9.2007 kl. 10:50
Auðvitað er ekki hægt að gefa fólki aflátt vegna þess að það er í jarðarför. Hvernig ætti það svo sem að vera í framkvæmd?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 18.9.2007 kl. 11:07
Það eru til sérstakar umferðarreglur sem snúa að líkfylgd, þar sem bannað er að rjúfa líkfylgd eða á anna hátt hindra för líkfylgdar. Hvers vegna má þá ekki hafa undanþágu vegna þessa?
Samkvæmt 8.gr. Umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987.
Júlíus Sigurþórsson, 18.9.2007 kl. 15:53
Það verður þá að sérmerkja alla bíla og hafa tiltæk bílastæði. Venjan er núna að leggja þvers og kruss upp á gangstéttum og umferðaeyjum. Það er eitthvað sem ekki gengur þó menn mæti í jarðarfarir. Svo mikið er víst.
Sveinn Ingi Lýðsson, 18.9.2007 kl. 21:24
Sveinn: Held að það blasi við hverjum manni þegar útför er. Þá mætti stöðmælavörðurinn bara ganga framhjá.
ps. svo er fáni í hálfa stöng ágætis vísbending fyrir þá sjóndöpru.
Júlíus Sigurþórsson, 19.9.2007 kl. 09:25
Hvernig á stöðuvörðurinn að vita hvers bíll eigandi er í útför?
Sveinn Ingi Lýðsson, 19.9.2007 kl. 10:33
Hann getur bara komið klukkutíma seinna, þegar athöfninni er lokið og þá sér hann þá sem ekki voru við athöfnina.
Júlíus Sigurþórsson, 19.9.2007 kl. 13:20