29.8.2007 | 19:32
Fjárhagslegt öryggi okkar í voða með endalausri hernaðarhyggju
Ég ætla að lýsa því hreint út að ég dauðsé eftir atkvæði mínu á Samfylkinguna í vor.
Ég hef alltaf talið að mér bæri að nota atkvæði mitt eftir bestu skynsemi og vitund og tók því ákvörðun miðað við málflutning frambjóðenda fyrir kosningarnar.
Samfylkinguna kaus ég mest vegna álits míns á Ágústi Ólafi, Katrínu Júlíusdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur sem ég taldi vonarpeninga Samfylkingarinnar. Mér til mikillar gremju urðu þau Ágúst Ólafur og Katrín áhrifslaus eftir kosningarnar. Jóhanna hefur sem betur fer komist í þolanlegan gang.
Solla er dottinn á höfuðið í eitthvert ótrúlegasta varnar-, hernaðar- og utanríkismálabrölt síðari tíma og virðist hafa einsett sér að friðaþægja allt mögulegt ofsóknaræði þeirra sem verst eru haldnir hjá íhaldinu, sem ennþá sjá kaldastríðsógn og rússakomma í hverju horni sem raunverulega ógn við þetta land. Solla hefur því miður nægilega mikil áhrif og völd til að ég óttist raunverulega að hún eigi eftir að kosta okkur íslendinga of marga milljarða í þessum kjánalega útgjaldalið.
Frammistaða ráðherra á borð við Össur og Björgvin er því miður falleinkun, Þórunn hefur ekkert gert og Kristján Möller er bara búinn að gera þá einu bommertu að skella Grímseyjarferjuklúðrinu í heilu lagi á skipaverkfræðinginn að vandlega óathuguðu máli. Hann hefur ekkert dregið til baka og gerir sjálfan sig með því dómgreindarlausan, lítinn og ómerkilegan í upphafi síns ferils.
Ef þetta væri þriggja mánaða reynslutími í starfi fengi ekkert af þessu fólki fastráðningu hjá mér nema Jóhanna.
Unnið að gerð ógnarmats fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Jóhanna skipaði í jafnréttisnefnd með 4 konum og tveimur körlum...
Falleinkunn líka !
Óskar Þorkelsson, 29.8.2007 kl. 19:43
Fjórum konum og tveimur körlum? Nei: sex konum og þremur körlum.
Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 21:46
Sammála, reka þau öll. Maður veit þó hvar maður hefur íhaldið og býst ekki við neinu af þeim, en þessi valda vonbrigðum.
Ingi Geir Hreinsson, 30.8.2007 kl. 08:29
Ég sé ekki hvað Jóhanna hefur gert sem gerir hana eitthvað skárri en hin. Samfó-fólkið hefur að mínu viti svolítið gert í brók. Ég sjálfur var og er svolítið hrifinn af Katrínu og Ágústi og held og vona að þau komi til með að gera eitthvað af viti í framtíðinni. Solla er farin að sýna merki paranoju og Möllerinn drullaði svo upp á bak að hann er kominn með klepramöllett.
Svo er aftur spurningin um hvort þetta væri nokkuð skárra ef hinir vitleysingarnir væru við stjórn - VG með hátekjuskatta og almennar skattahækkanir og aðra vinstrivitleysu, Frjálslyndir með... ja, ég veit svosem ekki hvað, því stefna flokksins fer eftir hvaða flokksmann þú spyrð, Íslandshreyfingin með ofvirkan alhyglissjúkling í broddi fylkingar og svo Framsókn...
Ingvar Valgeirsson, 30.8.2007 kl. 10:10
Sæll Haukur, ég hafði ekki ímyndað mér þig sem samfylkingarmann. Ég hef þó ekki misst trúna á stjórnarliðinu eftir þrjá mánuði, það verður á næsta þingi sem við sjáum hvort það ráðherra efni samfylkingarinar hafi verið vinna vinnuna sína í sumar. Sumartíminn er einfaldlega ekki marktækur fyrir að draga dóma því það hefur ekki reynt neitt á fólkið. Fyrir Össur og Björgvin að byrja á því að segja eitthvað án þess að það sé velíhugað, gæti kostað þá orðsporið í því hákarla umhverfi sem þeir starfa í.
Það er vitað að þegar við höfum ekki kanan í verktöku við varnarmál lengur, þá þurfum við að sinna þessu máli sjálf og setja peninga í þetta sjálf. Fyrir mitt leiti þá treysti ég ISG aðeins betur fyrir þessum málum heldur en t.d. BB. Ég held að hún sé ekki líklega að láta erlenda tinddáta hræða sig. Því miður þá þurfum við svona ógnarmati eða réttara sagt áhættumat, það fylgir því að þurfa að hugsa um tryggingar og öryggi þegar það er ekki gert fyrir okkur. En það er satt hjá þér að þetta verður svívirðilega dýrt og mun eflaust kosta einhverja styrkina sína (lesist bændur).
Þar sem Grímseyjarmálið er svoma tæknilegt smá mál sem undirmönnum er treyst fyrir, redda eini ferju fyrir smá eyju. Engin hefur áhuga á þessu máli, þangað til að reikningarnir fara að koma og í ljós kemur að röng ákvörðum hefur verið tekin. Hver sem hefur unnið við innkaup, veit hvað svona mál eru varhugaverð og hvað kostnaður er fljóttur að rjúka upp. En það er satt að Kristján hefur ekki sýnt klóka ráðherrahæfileika í þessu máli, það er eins og hann hafi ekki verið tilbúin fyrir pressuna og koksað og síðan byrjað að hugsa upphátt. Hann hefði betur leitað ráða hjá Jóhönnu félaga sinns, eins grunar mig að róðurinn hjá Þórunnu Sveinbjarnar verði þungur, því hún virðist ekki hafa neina diplómatíu í sér, því ef hún segir mönnum að fara til norður og niður, þá hlakkar mönnum ekki til fararinnar. Þannig að mig grunar að hennar ráðherra dagar gætu orðið stuttir, hún er einfaldlega of þvergirðingsleg.
Ég tel hvorki Ágúst né Katrínu tilbúin undirráðherra starfið, reyndar að þeim væri gerður bjarnargreiði með því. Því þau eru best fallin að vera andlit flokksins á þingi og veikja fylgi Vinstri Grænna meðal ungs fólk, það er ekki gert í ráðuneyti.
Þannig að ekki fá eftisjá alveg strax, það er öðruvísi fyrir flokk að vera í stjórn en stjórnarandstöðu. Það er alveg 100% að menn mistíga sig fyrstu mánuðina, en ef menn hafa ekki sínt neitt fyrir jól, þá má fara íhuga brottrekstur.
mbk
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 14:51
Þið talið um brottrekstur eins og að þið getið eitthvað rekið þetta lið úr stólunum sínum! Hvernig datt ykkur í hug að kjósa fyrst ekkert er nógu gott til að vera á þingi? Farið bara sjálfir og bjóðið ykkur fram!
Sigurjón, 30.8.2007 kl. 23:08
Það kemur að því Sigurjón, tæplega 4 ár þangað til!
Haukur Nikulásson, 1.9.2007 kl. 00:11
Það er nú ekki líklegt að Imba fari af þingi eftir 4 ár. Sleppið því bara að kjósa. Það er hvort eð er sama hvað kosið er; þetta er allt lið sem vill bara skara eld að sinni köku.
Sigurjón, 2.9.2007 kl. 20:06