Brad Pitt stenst ekki samjöfnuð við Steve McQueen

Það má vel vera að Brad Pitt sé átrúnaðargoð í nútíma kvikmyndum en hann er á rangri leið að ætla að fá samanburð við Steve McQueen. Í þeim samanburði er hann bara kettlingur.

McQueen var alvöru töffari, ekki svona platkall eins og þeir eru flestir núna. Hann hafði allt á valdi sínu: Faratæki, áfengi og konur. Hann virtist ósigrandi. Það reyndist hins vegar rangt.

Hann féll í valinn fyrir aldur fram af völdum aumingjalegra hvítra pappírsstauta, fylltum niðurskornum tóbakslaufum. Þessi stautar náðu að fella þennan einn mesta töffara hvíta tjaldsins. Hvítu stautarnir halda áfram að fella töffara sem aðra og því miður veit enginn hver er næsta fórnarlamb.

Það er ekki langt í að fólki muni finnast það skrýtið að fólk skuli yfirhöfuð hafað ánetjast hvítu stautunum og þeir verða metnir í sögunni sem alvarlegt furðufyrirbæri.


mbl.is Pitt endurgerir Bullitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Vont að heyra þetta komment og vera enn reykjandi en já......... Brat Pitt er kjúklingabeiba við hliðina á McQeen og á langt í land með að nálgast hann. Steve æfði meðal annar bardagatækni hjá Bruce Lee og gerði það af alvöru. Snoppufríður drengur með stút og þunglyndisyfirbragð eins og heróín- eða anorexíumódel þó hann getið leikið kemst ekki með hælana það sem McQeen hafði haft viðkomu í kaffipásu.

Brad Pitt er ágætur leikari en Steve McQeen er eins og James Dean. Orginalar sem gera kópieringar kjánalegar.

Ævar Rafn Kjartansson, 5.7.2007 kl. 00:56

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sammála - endurgerðin mun aldrei bæta neinu við frumgerðina. Hvers vegna að standa í svona endurvinnslu? Bullitt og McQueen verða ekki kóperaðir, hvorki af Pitt né öðrum.

En Pitt svælir í sig reyk úr stautunum og tekst kannski að kópera þannig örlög Steve McQueen ..... 

Jón Agnar Ólason, 5.7.2007 kl. 01:55

3 identicon

Æi má hann ekki gera þessa mynd fyrir ungu kynslóðin, ég verð að játa að ekki vissi ég hvaða mynd Bullitt var fyrir þessa frétt . Líklegast vekur þetta frekari atygli á gömlu myndinni sem er ekkert nema gott fyrir nafnið Steve McQueen og lífi þess í kvikmyndasögunni. Þessi samanburður á ekki við, bíðið eftir reynslunni.

Arnór (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 02:15

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Til varnar Pittaranum, bendi á myndina Fight Club. Síðan segi ég nú bara, hver annar en alvöru töffari gæti barna Angelinu???

Ingi Geir Hreinsson, 5.7.2007 kl. 09:46

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Pitt er hreint frábær. McQueen var líka mistækur.

Ég las eitt sinn viðtal við James Coburn, sem lék á móti og slóst oft við McQueen. Ef marka má það viðtal var nú ekki alltaf tóbak í pappírsvafningunum, heldur æði oft sem hamplaufin fengu að fljóta með, nú eða vera eintóm og óblönduð í pappírnum (eða pípunni). Það fylgdi sögunni að Steve M. borgaði aldrei ólyfjanina, hann gekk aldrei með peninga á sér. Það endaði alltaf á því að einhver annar þurfti að greiða.

En Bullit er fín ræma, McQueen var flottur og Pitt er stórglæsilegur drengur. Endurgerðir þurfa ekkert að vera slæmar, sjá Ocean´s 11, sem gefur frumgerðinni ekkert eftir, All Quiet on the Western Front, jafnvel Thomas Crown Affair - hvar Pierce Brosnan var hreint ekki svo afleitur í skónum hans McQueen.

En eins og Ingi segir hér að ofan - ef einhver efast um Pitt, sjá bara Fight Club.

Ingvar Valgeirsson, 5.7.2007 kl. 15:01

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband