21.6.2007 | 11:41
Ein af mörgum ástæðum fyrir því að halda sig frá aðild að ESB
Stjórnunarbákn ESB er fyrir löngu orðið að skrýmsli sem enginn ræður í raun við. ESB er algjör helgidómur fyrir skriffinna og forræðishyggjulið, en algjör skelfing fyrir flesta aðra.
Ísland, sem smáríki, á ekkert erindi sem aðildarland að ESB. Við yrðum kaffærð sem nýlenda og arðrænd sem slík í skjóli þess hversu fámenn við erum.
Mér finnst ótrúlegt að heyra að sumir íslendingar trúi því ennþá að það yrði svo gott fyrir okkur að gerast aðilar að þessu kúgunar- og eineltisbandalagi. Við eigum að hugsa á alheimsvísu en ekki bara til Evrópu.
Frjáls viðskipti, niðurfelling allra tolla, hafta og afnám niðurgreiðslna frá ríkisstjórnum til "verndaðra" atvinnugreina er það sem getur fært samskipti þjóðanna til betri vegar. Velvild til allra þjóða heims er í mínum huga eðlilegri en að ganga í ESB-klíku sem hefur það óljósa markmið að einangra sig frá þriðja heiminum (lesist aumingjunum).
Pólverjar hóta að beita neitunarvaldi gegn nýjum ESB-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Commentið þitt um að ESB sé að reyna fjarlægast þiðja heiminn er held ég ágætis dæmi um málflutning þinn. ESB er búið að fella niður tolla á öllu nema vopnum til 50 fátækustu ríkja heims, og veitir meira en helming af allri þróunaraðstoð sem er til staðar í heiminum. Utan við það töldust Írland og Portugal t.d. næstum til þriðjaheimsríkja áður en þau gengu í ESB og fengu þar markaðsreglur sem virka, og aðstoð við að byggja sig upp. Nú er verið að byggja upp austur evrópu, og því fylgir auðvitað vandamál eins og þessi frétt ber vott um, en þau verða bara leyst.
Við á Íslandi erum að mestu leiti í ESB í gegnum EES samninginn, og það er forsenda þeirra aukinna lífsgæða sem við erum að njóta nú á Íslandi. ESB er fyrst of fremst sameiginlegur markaður, þeas; "Frjáls viðskipti, niðurfelling allra tolla, hafta og afnám niðurgreiðslna" eins og þú telur upp - einhverstaðar í heimsmyndinni þinni ertu samt greinilega búinn að ákveða eitthvað annað. Við erum mestmegnis í ESB, og það fylgja því miklir kostir að ganga alla leið - eins og minni tollar á matvæli og stöðugur gjaldmiðill.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 21.6.2007 kl. 14:02
Sælir báðir
Gaman að lesa loksins eitthvað eftir mann sem skilur ESB :) Getur þú Jónas misnotað bloggið hans Hauks aðeins og bent mér á frumheimildir um niðurfellingu tolla gagnvart Afríku og það að helmingur þróunaraðstoðar komi frá ESB. Ef satt er, þá eykur þetta ánægju mína með ESB sem var nú næg fyrir.
Annars held ég að Ísland eigi ekkert erindi inn í sambandið en það segi ég af umhyggju fyrir sambandinu. Það er nógu erfitt að hafa Pólland innan ESB.
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 14:40
Ég er ekki óánægður með viðskiptasamninginn við ESB þó það kallist EES samningur. Í raun ætti ekki að þurfa neina samninga. Menn hefðu einfaldlega fullt frelsi til haftalausra viðskipta. Það þarf ekki ESB aðild til að gera góðverk gagnvart þriðja heims löndum og mér finnst það ekki lýsa neinni góðmennsku hjá ESB að felldir séu niður einhverjir tollar. Þeir ná samt ekki til helstu þarfa þriðja heimsins sem er niðurfelling á tollum á matvælum. ESB er nefnilega að vernda eigin landbúnaðarframleiðslu rétt eins og gert hefur verið hérlendis, og helst með þeim rökum að erlendar búvörur séu óætar og fullar af auka(eitur)efnum.
Það er grundvallar misskilningur hjá ESB-sinnum að Ísland þurfi að ganga í ESB til að fá lægra matvælaverð. Við fellum tollana bara niður einhliða og hættum niðurgreiðsluvitleysunni og verndarstefnunni fyrir íslenska landbúnaðinn. Það þarf enga tilskipun frá ESB til þess. Þorvaldur Gylfason, hélt því fram í rökræðum við mig að við gætum ekki gert þetta án hjálpar ESB sökum viljaleysis. Það þyrfti að skipa okkur að gera þetta með tilskipun frá Brussel.
Ég er sjálfur að upplifa þessa daga hversu leiðinlegt þetta tollabatterí er hér á landi og hversu yndislegt það yrði ef starfsmennirnir þar fengju góð laun við að gera eitthvað annað en að hrella innflytjendur hér á landi.
Haukur Nikulásson, 21.6.2007 kl. 15:21
Stærsti gallinn við ESB er landbúnaðarkerfið. Þar áttu við að eiga franska bændur sem eru orðnir vanir því að fá stríðsskaðabætur frá þjóðverjum í gegnum ESB og enginn vill gefa eftir það sem hann hefur sölsað undir sig. Þessum greiðslum hefði átt að hætta fyrir löngu.
Þetta er eflaust rétt hjá þér með íslenska tollakerfið.
En segðu mér Haukur. Hvernig hefðu Evrópulöndin, hvert fyrir sig átt að hjálpa Austur-Evrópu? Hvernig hefði átt að gera samning um tvíbyrt olíuskip án ESB? Vöntun á sameiginlegri utanríkisstefnu gerði það að verkum að ekki var hægt að stöðva stríðið í Júgóslavíu. ESB er með sameiginlega afstöðu um lýðræðisumbætur í Tyrklandi og Serbíu sem væri óhugsandi með 25 sjálfstæðum ríkjum.
Þetta eru vandamál sem eru fjarri Íslendingum og utan áhugasviðs þeirra en raunveruleg vandamál samt. ESB er mín eina von um frið í Evrópu í framtíðinni.
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 16:47
Ég vinn einmitt við innflutning og er oft alveg gáttaður á bullinu sem kemur frá tollinum..
Varðandi ESB þá er ég frekar hlynntur aðild en hitt. Ég einfaldlega treysti ekki íslenskum stjórnmálamönnum til þess að stjórna landinu heiðarlega..
vísitala lána mundi hverfa td.. enda er hún ekki leyfð í ESB. Hringlandaháttur með krónuna mundi hætta og við fengjum Euro í staðinn sem er bara gott mál fyrir okkur skuldara.. og innflytjendur.
En að standa fyrir utan ESB hefur marga kosti en fáir þeirra mundu nýtast mér en billjónamæringunum þess betur. !
Óskar Þorkelsson, 21.6.2007 kl. 16:47
Gaui: Niðurfelling tolla heitir "Everything but Arms initiative" eða EBA og það er fínt að googla það bara til að sjá mismunandi greinar um það, þrátt fyrir að Wikipedia standi alltaf fyrir sínu. Með þróunarhjálpina, þá heitir það European Community Humanitarian aid Office (ECHO) og má einning finna smá um það á Wikipedia.
Haukur: Rétt hjá þér að tollar séu leiðinlegir og óþarfir, en það er rökréttast að horfa á ESB sem tól til að fella niður tolla eins hratt og mögulegt er í mörgum löndum í einu. Með því að ganga þar inn verða engir tollamúrar til annara Evrópulanda, og tollar til annara landa eru að lækka mjög hratt!.. mun hraðar en þeir eru að gera hér á Íslandi. Hér var viljaleysi til að taka upp frjálsan markað sem við fengum svo sem betur fer í gegnum ESB, og það sama mun líklegast gerast með landbúnaðarkerfið sem er ekki að taka neinum breytingum því stjórnmálamenn hér þora ekki að taka neina ábyrgð!
Almenningi og biljónarmæringum væri betur borgið í ESB.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 21.6.2007 kl. 17:47
Ég er eiginlega bara hissa á sumum röksemdarfærslunum fyrir því að ganga í ESB. Austur Evrópa þurfti ekkert að ganga í ESB til að laga til hjá sér. Ætlum við ríku íslendingarnir að niðurgreiða gamla kommúnismann í nýju ESB löndunum eins og Rúmeníu eða Búlgaríu með sömu rökum? Af hverju er ekki friður á milli Grikkja og Tyrkja á Kýpur? Halda menn í alvöru að ESB tryggi einhvern frið? Halda menn að fjölmenni tryggi betri leiðtoga? Hvar ríktu Hitler og Mussolini? Treysta menn útlendum stjórnmálamönnum betur? Viljum við t.d. George Bush forseta stærsta heimsveldisins? Jónas, ef menn eru svo viljalausir að þeir þurfi útlent forræði til að fella niður tollmúra er þá ekki kominn tími fyrir okkur aulana hér á Íslandi að ganga bara í sjóinn og ljúka þessu af?
Come on people, þið getið ekki verið svona uppfullir af minnimáttarkennd. Við erum besta land í heimi. Okkar eigin kvartanir eru bara aðferð til að verða betri í dag en í gær. Við höfum aldrei lent í raunverulegu stríði og við eigum þess vegna að vera utan hernaðarbandalaga og láta allt hernaðarbrölt eiga sig og stuðla að alvöru friði á mill allra þjóða heims en ekki bara hokrast sem nýlenduhérað í ESB. Áfram Ísland!
Haukur Nikulásson, 21.6.2007 kl. 23:56
Takk Jónas. Nú hef ég eitthvað að lesa :)
Jónas: Ég hitti mann sem sagðist mundi hafa verið fyrstur út með byssuna ef kommúnisminn hefði náð til Íslands. Hvað voru margir á þeirri skoðun á sínum tíma? Hefur þú lesið sönghver hernaðarandstæðinga. Innihaldið er að brenna Seðlabankann, Stjórnarráðið og flestar stofnanir ríkisins.
Þakkaðu nú NATÓ og BNA fyrir friðinn á Íslandi síðustu 50 árin, hungurdauða og Danakóngi má þakka friðinn aldirnar á undan :)
Þakkaðu svo BNA að Evrópa varð ekki kommúnismanum að bráð og ESB fyrir frið á milli Evrópuríkja.
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 09:36
Afsakiði, neðri tilvitnunin var ætluð Hauki.
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 09:38
Af hverju hafa Sviss og Svíþjóð komist friðsamlega af án hernaðarbandalaga og Sviss m.a.s. án aðildar að ESB?
Haukur Nikulásson, 22.6.2007 kl. 13:39
Hver ætti að berjast um land eins og Sviss sem allir skattsvikarar og harðstjórar heimsins hafa hag af að koma peningunum sínum undan í. Friðarsinni nefnir ekki Sviss án þess að fá óbragð í munninn.
Svíþjóð er með her og hefur unnið fyrir NATÓ bak við tjöldin, Þýskaland þar á undan. Nú er sem betur fer kominn heiðarlegur forsætisráðherra hér sem vill Svíþjóð inn í NATÓ til þess að geta haft meiri áhrif, borið ábyrgð og komið í veg fyrir heimskuleg árásarstríð.
ESB er raunhæfasta leiðin til friðar, farsæltdar og umhverfisverndar sem ég hef séð. Það er ekkert mál að safna saman öllu ríka fólkinu í einhverju smá skítaríki með bankaleynd. Vandamálið er að halda fjöldanum hæfilega ánægðum þannig að hann kjósi ekki stríðsæsingamenn yfir sig.
Lokakveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 14:42
,,ESB er raunhæfasta leiðin til friðar, farsæltdar og umhverfisverndar". Þetta er gizka merkilegt, þar sem ég hélt að hér á landi ríkti friður, farsæld (ekki farsæltd) og þetta hampreykjandi hippalistapakk væri um það bil að tryggja hér umhverfisvernd, án allrar aðstoðar frá ESB. Hvaða vanda í veröldinni á aðlid að ESB að leysa? Hversu bættari erum við með aðild að þessu skriffinnabákni?
Engu!
Sigurjón, 23.6.2007 kl. 03:13
Sammála þér Haukur. ég hef bloggað töluvert um ESB og ætla að afrita hér svar sem ég gaf einum EB sinna en fyrr var ég líka búin að tala um fríverslunarsamninginn við Kína, sem mun líklega leiða af sér mikla lækkun á fatnaði og fleiru.
" Jú um að gera að kafa dýpra ofaní málið. Ég á ekki von á öðru en að íslendingar sem hyggja á innflutning frá Kína sjái til þess að vörurnar sem að þeir kaupa séu unnar af fullorðnu fólki sem hlýtur lögboðin laun fyrir sína vinnu. Samt mun vöruverð lækka gríðarlega hér á landi við tilkomu þessara samninga.
Ég tel vera skyldu okkar íslendinga að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar við vitum ekkert hvernig Evrópu verður stýrt eftir 20 ár, við skulum ekki binda hendur afkomenda íslensku þjóðarinnar með inngöngu í ESB.
Við þurfum og verðum að huga að umhverfismálum, hvað myndi það þýða í aukinni mengun að fara að flytja hingað inn landbúnaðarvörur sem við erum að framleiða sjálf í dag. Það er mikilvægt fyrir sjálfstæði þjóðarinnar að matvæli séu framleidd hérlendis, nýlega var mikill viðbúnaður vegna hættu á því að fuglaflensa breiddist út um heim. Vísindamenn vara við því að hætta sé á alheimsflensufaraldri sem læknar ráði ekki við muni brjótast út. Þá er mikilvægt að við séum sjálfum okkur nóg við öflun matvæla.
Framleiðsla á landbúnaðarvörum hérlendis skapar mörg störf og er þjóðhagslega hagkvæm. Innflutningur á þessum vörum myndi auka viðskiptahallann." Guðrún Sæmundsdóttir, 22.6.2007 kl. 11:00
Guðrún Sæmundsdóttir, 23.6.2007 kl. 22:07
Guðrún: Það fylgir því minni mengun að rækta rósir í Kenya og flytja til Bretlands en að rækta þær í gróðurhúsum í Bretlandi.
Þetta sjálfsstæði sem þú nefnir byggir á olíuinnflutningi og hann er ekki tryggur. Það er mun meira sjálfsstæði fólgið í því að nýta sér kosti alþjóðavæðingarinnar og framleiða vörur á þeim stöðum í heiminum sem henta best.
Landbúnaður á Íslandi er álíka heimskulegur og kaffirækt á Kúbu.
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 09:55
Ps. Fyrir nokkrum árum var það verð sem fékkst fyrir íslenskar lanbúnaðarafurðir 20% af innfluttu hráefnisverði sem fór í framleiðsluna.
Samkvæmt þessu myndi viðskiptahallinn minnka við að leggja niður landbúnaðinn :)
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 10:20