16.6.2007 | 09:11
Neysluvenjur íslendinga breyttust vegna veiðibannsins
Það er engum blöðum um það að fletta að neysluvenjur íslendinga hafa breyst það mikið að hvalkjöt verður líklega aldrei aftur matur hins almenna borgara.
Flestum íslendingum þótti hvalveiðibannið frekleg afskipti af okkar sjálfbæra veiðiskap. Hvalveiðar voru ekki stofninum hættulegar með tilliti til útrýmingarhættu. Samt sem áður hljótum við að viðurkenna að það sé of seint að ætla að fara í gamla farið aftur. Þvert á alla skynsemi er heimurinn almennt á móti hvalveiðum og ýmsir hópar vilja refsa okkur fyrir þessar veiðar. Auðvitað vekur það í okkur þrjóskuna við að láta segja sér fyrir verkum.
Sem krakka þótti mér hvalkjöt ekkert sérstaklega spennandi. Það þurfti að liggja í mjólk til að vera ætt og jafnvel þá var enn eitthvert skrýtið þráa- og fitubragð af þessu kjöti. Manni fannst alltaf þetta vera ódýr hallærismatur í virðingaröð á eftir næstum öllu öðru kjötmeti sem fékkst.
Einar K. Guðfinnsson tók nánast einhliða ákvörðun um endurnýjun hvalveiða fyrir vin sinn Kristján Loftsson. Ég hef ekki heyrt marga fleiri mæla með þessum veiðum, enda hljóta menn að sjá að það er lítið unnið með því að setja óseljanlegt hvalkjöt í frystigeymslur bara til að storka alþjóðasamfélaginu og sýna heiminum að við ráðum einhverju. Á móti sköðum við ferðamannaiðnaðinn og þar með tapa allir á endanum.
Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Það er einmitt hvimleið staðreynd, að Einar hafi tekið ákvörðunina án þess að leyfa einhverja umræðu í þjóðfélagi eða á þingi. Því þetta var stærri ákvörðun en margir vilja halda.
Sveinn Arnarsson, 16.6.2007 kl. 09:24
Ekki er hægt að segja að þú sért vel upplýstur, mamma þín eða einhver annar hefur látið hvalkjötið liggja í mjólk, en það eru gamlar "kerlingabækur" til þess að losna við þráa - og lýsisbragð. Og enn einu sinni á að "nota" það að ferðamanniðnaðurinn skaðist vegna hvalveiða. Það eru til margar skýrslur sem segja hið gagnstæða og það eru barasta engin merki um skaðsemi. Og svo má kannski minna á það að fyrirtæki í ferðamannaiðnaði eru þau fyrirtæki sem borga lægstu launin á Íslandi.
Jóhann Elíasson, 16.6.2007 kl. 09:39
Jóhann, ég skil gremju þína í þessu máli hún skín í gegn um orðfæri þitt. Ég sé bara ekki lengur tilgang í hvalveiðum ef þjóðin hvorki étur þetta kjöt né selur. Til hvers er þá að veiða það? Til þjóna þvermóðskunni og sýna öðrum þjóðum fram á sjálfstæði okkar?
Ég hef ekki gefið mig út fyrir að vera sérstaklega "upplýstan" um hvalkjöt, verkun eða matreiðslu. Ég var bara að lýsa upplifun minni og áliti á þessum mat sem krakki.
Ég skil ekki allar röksemdarfærslurnar þínar um ferðamannaiðnaðinn. Viltu að við leggjum hann niður og látum þetta fólk allt í hvalveiðar og verkun til að hækka launin þeirra?
Haukur Nikulásson, 16.6.2007 kl. 10:05
neysluvenjur íslendinga gerbreyttust á þessum tíma en ekki endilega vegna hvalveiðibannsins.. rollan fór halloka fyrir grís og fiðurfé.. nautgripir fóru að seljast sem kjötvara en ekki mjólkurframleiðsludýr.. pizzustaðir spruttu upp.. sennilega afleiðing hvalveiðibannsins
fyrir 20 árum voru kannski 10 veitingastaðir í rvk.. í dag skipta þeir hundruðum.. neysluvenjurnar hreinlega breyttust almennt og hvalkjötsneysla innanlands hefði breyst með hvort sem er...
Óskar Þorkelsson, 16.6.2007 kl. 12:15