Hrokinn lengi lifi!

Ég tek ofan fyrir Ásthildi Helgadóttur. Það er einmitt svona sjálfstraust og hroki sem fleytir fólki áfram í íþróttunum. Ég vona innilega að þessi keppnisandi hennar smiti allt liðið og það vinni Frakkana.

Það má kalla mig karlrembu hvenær sem er, en kvennalið Íslands stendur sig mun betur en karlaliðið og ég sendi þeim mínar bestu baráttukveðjur fyrir leikinn. Áfram Ísland! 

PS. Eitt ráð fyrir leikinn stelpur: Étið nógu mikið af hvítlauk fyrir leikinn og látið þær frönsku aldrei fara svo langt frá ykkur að þær finni ekki af ykkur hvítlauksfnykinn

PPS: Til hamingju stelpur með glæsilegan sigur! - Hvítlaukurinn lætur ekki að sér hæða!


mbl.is Ásthildur Helgadóttir: „Erum besta íþróttalið á landinu eins og er"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Legg til að kvennaliðið, taki karla-landsliðið í kennslu og þá verður einkum farið yfir andlega þáttinn.  Stelpurnar "okkar" eru frábærar og gullfallegar í þokkabót. Þær kunna og geta barist af krafti, enda uppskera þær eins og þær sá. 

Birgir Guðjónsson, 17.6.2007 kl. 01:24

2 Smámynd: Sigurjón

Er ekki hroki dálítið of sterkt orð fyrir þetta?

Sigurjón, 17.6.2007 kl. 03:46

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hrokinn er nauðsynlegur í íþróttunum Sjonni. Ástæðan er sú að sá sem vill vinna þarf að draga upp alla sína getu bæði líkamelga og andlega. Mér finnst bara einhvern veginn að sá andlegi toppur sem þarf í þessu sé skyldastur hroka. Það má vel vera að finna mætti betra orð sem kannski mildar þetta vegna þess að ég tel þennan hroka ekki neikvæðan þegar íþróttirnar eiga í hlut.

Oft upplifir maður það sjálfur að segja við sjálfan að gera hlutina á hrokanum, þ.e. þeirri ofurtrú að þér takist að gera það sem þér dettur í hug að gera. Merkilegt nokk þá virkar þetta skemmtilega oft. Stundum felst þetta í því að gjamma upp í hita leiksins: "Strákar, nú ætla ég að sýna ykkur aulunum hvernig á að setja niður þetta 20 metra pútt!" Þeir sem mig þekkja taka þetta ekki alvarlega, líta þetta á aðferð til að reyna að ná árangri og hluta af því að hafa gaman af þessu. Ég þarf heldur ekkert að segja þér að ég er nú bara miðlungs gaufari í íþróttum, það þarf nefnilega meira en hrokann til að geta eitthvað. Það þarf að bæta við ástundunina til að ná stöðugt betri árangri.

Eldmóðurinn er skyldur hrokanum Sjonni, en lýsir kannski ekki alveg því sem ég er að reyna koma til skila. Eiginlega er þessi íþróttahroki bara aðferð til að blekkja sjálfan sig til að framkvæma hluti sem eru alla jafna rétt utan þeirrar getu sem þú hefur.

Haukur Nikulásson, 17.6.2007 kl. 08:41

4 Smámynd: Sigurjón

Jamm, ég held að ég viti hvað þú ert að fara.  Ég myndi samt nota orðið kokhreysti.  Það lýsir samt kannske ekki nákvæmlega þessu...

Sigurjón, 17.6.2007 kl. 14:35

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 264902

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband