Undirlægjuhátturinn heldur áfram í utanríkis- og varnarmálum

Mig svíður það alltaf að horfa upp á undirlægjuhátt. Í utanríkis- og varnarmálum er undirlægjuháttur íslendinga alger og Ingibjörg Sólrún tekur strax þátt í honum.

Íslendingar eru lítið og aumt leppríki bandaríkjanna. Það hefur aldrei farið á milli mála hvað svo sem hver segir. Við höfum alltaf fylgt þeim að málum á alþjóðavettvangi nánast skilyrðislaust.

Samt erum við svo miklir aumingjadvergar í augum þeirra að þeir geta ekki einu sinni skuldbundið sig til að kjósa leppríkið í öryggisráðið. Hvers konar gagnkvæmur stuðningur er hér á ferð?

Ingibjörg Sólrún var kosin af sumum okkar til að segja hávært NEI við stuðningi við Íraksstríðið. Hún hefur koðnað niður í stólnum sínum og mjálmar nú bara um stakar hórur frá Eystrasaltslöndunum eins og að það sé stærsta vandamálið sem við er að fást. Hvernig væri að hún færi að standa í lappirnar og koma íslendingum í þá stöðu að leiða sókn til friðar og mannúðar í stað þess að sleikja sig inn í NATO hermangið eins og allt stefnir í núna.

Þar sem ég kaus ekki íhaldið að þessu sinni er undirlægjuháttur Geirs Haarde ekki mitt mál lengur, en Solla stendur sig alls ekki og ég trúi ekki öðru en að fleiri kjósendur Samfylkingarinnar séu óánægðir með byrjun hennar í embættinu. 


mbl.is Nicholas Burns fagnar framboði Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 264913

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband