Eyjólf vantar sjálfstraust - þess vegna á hann að hætta

Í öllum íþróttum þarf trúin að vera til staðar. Ekki guðstrú heldur trúin að þér takist það sem þú ætlar þér. Við sem höfum tekið þátt í íþróttum vitum að þegar við trúum að við getum hlutina þá takast þeir ótrúlega oft.

Eyjólfur hefur í hverju fjölmiðlaviðtalinu á fætur öðru talað um hversu "erfitt" þetta lið og hitt liðið séu. Þetta er ávísun á tap og niðurlægingu. Ef verkefnið er fyrirfram svona erfitt vinnst það aldrei. Svona vælugangur frá þjálfaranum gagnvart fjölmiðlum getur ekki virkað öðruvísi en letjandi á leikmennina.

Eyjólfur er geðugur maður sem náði ágætum árangri sem leikmaður. Hann er hins vegar ekki að gera sig sem þjálfari vegna skorts á sjálfstrausti. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er í einhverri undarlegri sjálfsafneitun við hlið hans og mætti þess vegna sjálfur hugsa sinn gang ef þetta er ásættanlegur árangur hjá landsliðinu. Ég gef ekki skít fyrir mismun á fólksfjölda í löndunum sem við keppum við, það eru jafnmargir leikmenn á vellinum. Allt atvinnumenn sem hvorki tekst að blása í eldmóði né sigurvilja.

Eyjólfur, er ekki komið nóg?


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband