Var Ágústi Ólafi refsað fyrir að vera of beittur í kosningabaráttunni?

Mér er það svolítið hugleikið hvers vegna varaformaður Samfylkingarinnar á ekki sæti í nýrri ríkisstjórn þar sem flokkurinn fær sex ráðherra.

Mér verður hugsað til þess að Ágúst Ólafur beitti sér duglega í kosningabaráttunni og átti góða spretti þar sem hann gagnrýndi sitjandi stjórn harkalega og lét líka finna fyrir sér í sjónvarpsumræðum.

Ég er einn þeirra sem telja að hann hafi staðið sig mjög vel í þessari kosningabaráttu og halað inn fullt af atkvæðum. Stundum er það reyndar svo að þeir sem draga vagninn hljóta ekki umbun erfiðis síns. 

Var þetta meira en væntanlegur samstarfsflokkur í ríkisstjórn þoldi? Var hann kaffærður í ljósi ungs aldurs? Var hann of vel menntaður? Var hann of fljótur að gefa eftir sæti vegna skorts á persónulegum metnaði og vildi ekki vera frekur? Skoðanir á þessu einhverjir? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt,þetta er alveg rétt athugað,'Agust OLafur er einn besti Kratinn sem ek hefi heyrt i núna í undfari kostninga og reindar alltaf/Vænn Drengur og fylgin ser/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 29.5.2007 kl. 14:42

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, honum var refsað fyrir að vera karlkyns, enda algert möst einhverra hluta vegna að hafa helming ráðherra kerlingar. Þessi ágæti þingmaður og ljúflingur er því fórnarlamb "jákvæðrar" mismununar. Hann á fullt erindi í stól.

Ingvar Valgeirsson, 29.5.2007 kl. 19:00

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki veit ég og sem betur fer þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2007 kl. 20:55

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekkispurning að Ingvar hér hefur mikið til síns máls. Góður púnktur hjá þér Haukur::: Stundum er það reyndar svo að þeir sem draga vagninn hljóta ekki umbun erfiðis síns. 

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 03:19

5 Smámynd: Svartinaggur

Ég tel það skrítið að varaformaður sé ekki í ráðherrahópi síns flokks. Held að það þurfi ekkert að útskýra slíka skoðun neitt frekar.

Svartinaggur, 30.5.2007 kl. 12:39

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband