25.5.2007 | 08:15
Sukiyaki - Eina japanska dægurlagið til að verða vinsælt á vesturlöndum
Þessi ljúfsári söngur var eitt af mínum uppáhaldslögum þegar ég var strákur og var spilað ótæpilega upp úr árinu 1963 og hélt vinsældum sínum mjög lengi. Þetta lag er enn í uppáhaldi hjá mér og var nýlega notað í íslenskri bankaauglýsingu ef ég man rétt.
Lagið heitir á japönsku "Ue o muite aruko" sem þýðir "Ég horfi upp meðan ég geng" og vísar til þess í textanum að horfa til himins til að tárin falli ekki til jarðar. Ástæðan er ástarsorg.
Söngvarinn, Kyu Sakamoto, var kvikmyndaleikari og þetta lag var eiginlega kvikmyndalag sem hann söng. Hrifnæmur ameríkani staddur í Japan keypti plötuna og hafði með sér heim til bandaríkjanna. Lagið var spilað á útvarpsstöð og vinsældir þess urðu í kjölfarið svo miklar að lagið náði því að komast í fyrsta sæti vinsældalistans þar vestra og er eina japanska dægurlagið sem náð hefur vinsældum í vesturheimi sungið á japönsku. Á vesturlöndum fékk lagið nafnið Sukiyaki til einföldunar sem á ekkert skylt við rómantískt innihald þess þar sem það er bara heiti á japönskum kjötrétti.
Kyu Sakamoto lést í flugslysi nærri Tokyo árið 1985 þegar þota frá Japan Airlines fórst með 520 farþega innanborðs. Hann varð 43 ára.
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Og það hefur ekkert breyst.......alltaf jafn ljúft að hlusta á þetta lag......en ekki ættla ég að reyna að fara með textann hehe. Takk fyrir að minna á þetta.
Sverrir Einarsson, 25.5.2007 kl. 11:24
Ég man þegar hann dó, kallinn. Það var nebblega missagt í fréttum hérlendis í fyrstu að Ryuchi Sakamoto (örugglega kolvitlaust skrifað) hefði farist og varð ég frávita af sorg, enda Yellow Magic-aðdáandi mikill á þeim tíma.
Ingvar Valgeirsson, 25.5.2007 kl. 11:58
Yndislegt.......Man eftir þessu lagi sem krakki. Vissi reyndar ekkert um hvað það var..finnst það frekar skemmtilegt en sorglegt á einhvern hátt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 15:49
Yndislegt, en Haukur ert þetta þú sjálfur sem ert að syngja lögin hérna á síðunni þinni? Mjög gott verð ég að segja, mjög gott
Brattur (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 22:31
Já Haukur, þetta var, og er alveg yndislegt lag, þetta lag mætti heyrast oftar á íslensku útvarps rásunum.
Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 12:18