25.5.2007 | 07:44
Kauphöll Íslands að verða að lítilli möppu hjá NASDAQ
Kauphöll Íslands sameinaðist OMX fyrir skömmu og nú blasir við sú nöturlega staðreynd að hún sé núna bara orðin að lítilli möppu sem er að detta ofan í skúffu hjá NASDAQ í bandaríkjunum.
Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að ekki þurfi mikið að gerast til að íslenskir bankar verði stærri erlendum bönkum að bráð út í hinum stóra heimi. Þar með skrúfast fyrir skattatekjur til Íslands vegna einkavæðingarinnar. Sala bankanna mun þá í ljósi tímans verða sambærileg við það að pissa í buxurnar sínar til að halda að sér hita í frostinu. Enn og aftur blasa við staðreyndirnar um hið falska íslenska efnahagsundur sem ég óttast að verði að hreinu aðhlátursefni þegar fram í sækir. Íslenska efnahagsuppsveiflan hefur nefnilega ÖLL verið tekin að láni hjá erlendum bönkum.
Ég vil helst hafa rangt fyrir mér í þessu efni.Nasdaq yfirtekur OMX | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Já þetta eru skjótar breytingar.
Óskandi er að engin verulega slæm afleiðing leiði af þessari breytingu sem alltaf hefði mátt búast við. Varðandi íslensku bankana þá eru þeir orðnir mjög alþjóðlegir, megintekjustofnar þeirra eru erlendis. Svo framarlega sem skattaumhverfi þeirra sé þeim sem og öðrum fyrirtækjum hagstætt má ætla að þeir verði áfram skráðir á Íslandi.
Sjálfur hefi eg haft efasemdir um þessa óvenjulegu velgengni íslenskra fyrirtækja á erlendri grund. Er virkilega staðreynd að engum öðrum klókum viðskiptamönnum hafi uppgötvað þessi kauptækifæri og þeir íslensku? Nú er formúlan sú að kaupa ódýrt, kaupa upp fyrirtæki með leyndar eða vanmetnar eignir með úreltan rekstur sem er aðlagaður nýjum stjórnunarstíl og framleiðsla/sala nútímavædd og þessi fyrirtæki seld þegar þau eru komin á gott flug. Þá er stundum innleystur góður hagnaður.
Við þurfum að ná til okkar gullkálfa sem færa fleiri stoðir undir samfélagið. En svona rekstur þarf ekki endilega að vera mengandi á við stóriðju eða hafa í för með sér fórnir á náttúruperlum landsins. Lúxembúrg er gott dæmi um lítið land sem ekki er auðugt af náttúruauðæfum en er vel í sveit sett fyrir ýmiskonar viðskipti og miðstöð fjármála. Ætli það sé ekki lagaumhverfið sem þarf að vera hagstætt og stöðugt sem máli skiptir?
Mosi alias
Guðjón Sigþór Jensson, 25.5.2007 kl. 08:02
Ég held að það sé alveg rétt hjá þér Guðjón.
Sigurjón, 25.5.2007 kl. 12:30
Sæll Haukur, Hvernig líst þér á að Arabar kaupi Kauphölli Íslands?
Kauphöllin í Dubai sögð vilja kaupa OMXBreska blaðið Sunday Times segir í dag, að fyrirtækið Dubai International Financial Centre, sem rekur kauphöllina í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sé að íhuga að leggja fram tilboð í sænska félagið OMX, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, þar á meðal á Íslandi.
Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq lagði í síðustu viku fram 3,7 milljarða dala tilboð í OMX og hafa stjórnir beggja fyrirtækjanna fallist á tilboðið.
Blaðið segir, án þess að vitna til heimilda, að arabíska fyrirtækið, sem er í eigu stjórnvalda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafi beðið breska bankann HSBC að veita ráðgjöf í tengslum við hugsanlegt tilboð.
Ágúst H Bjarnason, 27.5.2007 kl. 18:37
Þessi frétt var í Mogganum í dag og RÚV.
Ágúst H Bjarnason, 27.5.2007 kl. 18:39