Baugsstjórnin verður aðgerðarlítil og svifasein

Það blasir við eftir lestur málefnaskrár Baugsstjórnarinnar og viðtöl við Geir og Sollu að þessi stjórn verði tiltölulega aðgerðarlítil af þeirri einföldu ástæðu að þau hafa einsett sér að gera ekkert sem vekur upp deilur þeirra á milli.

Eftir langa aðgreiningu þessara flokka sem höfuðpóla stjórnar og stjórnarandstöðu getur enginn búist við öðru en að það séu ekki til ótal jarðsprengjur sem hægt sé að grípa til verði sá gállinn á fólki.

Spurningin er hins vegar sú hvort það sé alltaf ókostur að vera aðgerðarlítill? Stundum hafa þær breytingar sem stjórnarflokkar hafa framkvæmt reynst vera dauðans dellur og það má þar t.d. nefna lögin um Ríkisútvarpið ohf, eftirlaunafrumvarpið, fjölmiðlafrumvarpið, auðlindafrumvarpið og fleiri hefði mátt bíða og skoða betur.

Ég hef því trú á því að þessi stjórn verði dauðyflisleg og segi það bara hér til að espa þau til dáða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Vegna þess að það er frátekið til síðari tíma fyrir felukalla eins og þig!

Haukur Nikulásson, 24.5.2007 kl. 08:45

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Vona að þessi ríkistjórn hinna talandi stétta geri sem minnst, til að lágmarka skaða af tilvist sinni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.5.2007 kl. 18:41

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband