Ekki kosið á tónlistarlegum forsendum

Manni sýnist nokkuð ljóst að helmingur fólks kjósi af tilfinningaástæðum nágranna- og vinalönd fremur en vegna gæða tónlistarinnar.

Það er að sjálfsögðu að bera í bakkafullan lækinn að ætla að þrasa um tónlistarsmekk, en þessi keppni er trúlega búin að renna sitt skeið. Fjölmennustu þjóðirnar eins og tyrkir, sem eru um alla Evrópu, geta alltaf tryggt sínu fólki atkvæði. Íslendingar eiga engan séns nema að lagið sem sent er sé svo brilliant að það sé bara ekki hægt annað en að kjósa það.

Sjálfum fannst mér lög frá Tékklandi, Króatíu, Eistlandi, Hollandi, Noregi hefðu mátt fá náð á kostnað sumra laga sem voru nánast ónýt sem tónlistarnúmer. Ég tel að helmingur laganna sem komst áfram hafi gert það vegna gæða tónlistarinnar en hinn helmingurinn vegna vinnáttutengsla á milli þjóða.

Við íslendingar erum ekki hótinu betri en aðrir, kjósum sjálfir alltaf norðurlandaþjóðirnar þannig að gagnrýni í þessa veru getum við tekið til okkar líka. Nú er vandamálið að norðurlandaþjóðirnar eru bara orðnar of fáar! 


mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt lauslegri athugun minni voru 10 Vestur-Evrópuþjóðir og 18 Austur-Evrópuþjóðir. Áfram komust 0 úr vestri og 10 úr austri.

Ætli einhverjir fari ekki að tala um fjárAustur (með stóru a-i) í keppni sem við höfum takmarkaða möguleika á að ná árangri í. Það eru kostir og gallar við að búa í útnára Evrópu.

En við ættum nú ekkert að taka þessari keppni of hátíðlega. Aðalatriðið að vera með, ekki satt?

Gunnar J. Briem (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:21

2 identicon

Lýst ekki vel á það að fá dómara aftur en tel þó mikilvægt að henda núverandi kerfi og breyta þessu algjörlega. T.d. hafa keppnina í þremur þrepum: Fyrst innanlands, svo svæðiskeppni (Evrópu skipt í 3-4 hluta) og svo lokakeppni með u.þ.b. 15 lög (4-5 frá hverju svæði). Svæðiskeppnirnar yrðu þá eingöngu sýndar í þeim löndum sem eru innan þess og lokakeppnin yrði sú eina sem öll löndin fylgjast með. Breytingar eru mikilvægar á næstu árum svo að austurlandaþjóðirnar nauðgi þessu ekki ár eftir ár.

Geiri (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:32

3 identicon

Nú er tími komin til að austurlendska tónlistamafian verður støðvuð.  Það er nauuðsynlegt að mið Evrópulöndin finna ein saman aftur i Eurovision.  Haukur var frábær og átti skilið sigur.  Austurlanda tónlistarmafian hefur nærum öll yfirráð á atvkæðum sem verða gefin.  Hversvegna komst Holland ekki áfram eða Noregur?  Nú er orðið mjög leiðinlegt að fylgjast með Eurovision kepnini. 

Elis (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:32

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband