Af hverju að spyrja fólk um skoðun á máli sem það hefur ekki vit á?

Á meðan Sturla Böðvarsson notar öll brögð í bókinni til að hindra að skýrslan um flugvallarmálið verði birt fyrir kosningar finnst mér það skrýtið af fjölmiðlum að vera gera skoðanakönnun meðal fólks sem hefur í versta falli mjög grunnhyggna skoðun á því verandi úti á landi með þær hugmyndir einar í pokahorninu að færa eigi flugvöllinn til Keflavíkurflugvallar.

Það er á svona stundum sem maður segir við sjálfan sig: Fólk er fífl. Þetta mál þarf miklu meiri kynningu meðal almennings svo fólk sjái hvers konar dæmalaus firra það er að vera með verðmætasta svæði landsins bundið undir flugvöll. Það fara hátt í 13 milljarðar á ári í súginn við að fresta flutningnum og að auki er búið að færa rök fyrir því að heildarverðmæti Vatnsmýrarinnar sé u.þ.b. 200 milljarðar þegar búið er að draga frá kostnað við að byggja nýjan og fullkominn flugvöll á Reykjavíkursvæðinu.

Kynnið málið fyrst og gerið svo skoðanakönnun byggða á upplýstri umræðu en ekki óánægjubulli þeirra sem hafa ekki eitt nema hálfri mínútu í að mynda sér skoðun.


mbl.is Yfir 60% landsmanna telja að flugvöllur eigi að vera í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann

Skelfilega skín mikill hroki úr fyrirsögninni hjá þér. Ef þú veist betur en um 60% þjóðarinnar viltu þá ekki rökstyðja mál þitt? Viltu ekki útskýra hvernig þessir 13 milljarðar á ári eru fengnir út? Þér tækist kannski að breyta þessari prósentu.

Auðvitað er fólk fífl, en ert þú ekki líka fólk?

Jóhann, 28.4.2007 kl. 14:26

2 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Sú spurning sækir nú mjög á mig hver er fífl. Getur ekki verið að það sért þú?  Alhæfing af þessu tagi "fólks sem hefur í versta falli mjög grunnhyggna skoðun á því verandi úti á landi með þær hugmyndir einar í pokahorninu að færa eigi flugvöllinn til Keflavíkurflugvallar." bendir til þess

Kostnaðarútreikningar á verðmæti Vatnsmýrarinnar byggjast á einhverjum tilbúnum tölum sem eru að sjálfsögðu mjög háðar sveiflum á markaði. Hvað myndi t.d. gerast ef einhverjar náttúruhamfarir létu á sér kræla - bara lítið - til að minna á hvað getur gerst? Myndi fólk ekki hugsa sig tvisvar um áður en það fjárfesti í lóð og eignum innan Elliðaáa svo dæmi sé tekið. Nú þegar hafa ýmis fyrirtæki farið burt frá Reykjavík fyrst og fremst af því að þar eru samgöngur tímafrekar, lóðaverð hátt o.s.frv.

Eitt einn - þegar verið er að reikna ágóða af því að hafa flugvöll annars staðar en í Vatnsmýrinni - er á tekinn með aukinn ferðakostnaður allra sem nota flugvöllinn til að fara til Rvíkur?  - Bara svona ef ske kynni að þú - verandi í Reykjavík - vissir eitthvað um málið. 

Valdimar Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 14:29

3 identicon

Flytja Háskólan og tjörnina uppá Hólmsheiði og setja allt heilaklabbið í stokk :D

MoRoN (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 19:28

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fólk er fífl. Ég er fífl. Hafi einhver haldið að ég ætlaði að setja sjálfan mig á einhvern sérstakan stall annan en með öðrum þá hef ég verð misskilinn. Það sem ég á við er að þegar fólk hefur ekki kynnt sér mál, lært að skilja þau, metið aðstæður og gert sitt besta til að afla sér þekkingar á viðfangsefninu þá er þetta staðan, fólk er fífl. Í þessu máli vantar nefnilega að fólk kynni sér málið betur til að hafa upplýsta skoðun og það er það sem ég er að reyna að koma á framfæri.

Ég mun setja fram nánari röksemdir, það tekur tíma. Helst hefði maður viljað hafa nefndarálitið frá samstarfsnefndinni sem samgönguráðherra vill ekki birta til hliðsjónar svo hægt sé að taka helst öll sjónarmið inn i dæmið. Þrátt fyrir að þar séu líkur á að vanti talsvert upp á reikningsdæmið er sjálfsagt að skoða hvernig nefndin setur málin upp og hvernig þeim ber saman (eða ekki) við aðrar athuganir sem gerðar hafa verið. Ég skal taka þetta mál saman eins fljótt og ég get innan þeirra þannig að aðrir geti áttað sig á því hvers vegna Höfuðborgarsamtökin tóku þetta mál upp á sína arma.

Haukur Nikulásson, 28.4.2007 kl. 22:55

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband