Herra forseti, fáum við svar?

23. apríl s.l. sendi ég í tölvupósti þessa spurningu til forseta Íslands:

Herra Ólafur Ragnar Grímsson,

Getur þú upplýst mig og þjóðina um það hvort þú hefðir veitt Árna Johnsen uppreista æru skv. þeirri heimild sem forsetinn hefur í hegningarlögum?

Handhafar forsetavalds skrifuðu undir þá beiðni í fjarveru þinni og fleirum en mér þætti fróðlegt að heyra hvernig þú hefðir brugðist við þessari beiðni.

Svar hefur ekki borist. Móttaka póstsins míns var þó staðfest hjá embættinu.

Þar sem ég tel að handhafar forsetavalds hafi beinlínis farið með ósannindi í þessu máli myndi ég gjarnan vilja fá svar við þessari spurningu tímanlega fyrir kosningar svo maður geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvernig maður notar atkvæði sitt.

Forsetinn er ekkert yfir það hafinn að svara svona spurningu þótt viðkvæm sé. Þetta varðar starf hans og þeirra sem eru handhafar forsetavalds á hverjum tíma og það er hápólitískt, hvað svo sem fólki kann að finnast um að forsetinn eigi helst ekki að skipta sér af neinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svartinaggur

Hafi handhafar forsetavalds þegar tekið ákvörðun í nafni forseta tel ég ekki rökrétt að embættið svari yfirhöfuð spurningum varðandi "HVAD EF...". Ég held að í mesta lagi væri hægt að svara fyrirspurn þinni á þann veg; að ákvörðun hafi þegar verið tekin af hálfu handhafa forsetavalds og ekki sé ástæða til upplýsa persónulegar skoðanir forseta Íslands á máli sem kom aldrei til hans kasta og þegar hefur verið afgreitt.

Svartinaggur, 29.4.2007 kl. 12:14

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband