Það er hægt að selja allt - meira að segja Framsóknarflokkinn!

Skoðanakannanir benda nú til að auglýsingar Framsóknarflokksins séu farnar að bera árangur. Hinn nýi formaður flokksins Jón "ekkert-stopp" Sigurðsson talar hlýlega niður til fólks í auglýsingum og setur stefnuna í "vinnuföt". Ég er reyndar einn þeirra sem aldrei hef skynjað hvað sumum finnst svo djúpviturt við Jón. Skyldi það vera skeggið? Músarlegu andlitskippirnir? Axlarkækirnir? Reynið t.d. að skilja þessa skýringu Jóns á "Ekkert stopp" slagorðinu þeirra. Ég reyndi að fá einhverjar skýringar á þessum málflutningi en fékk aldrei.

Í mínum huga er Framsóknarflokkurinn langspilltasti flokkur á Íslandi miðað við mannfjölda. Í raun finnst mér hann hafa verið svo spilltur að ekki væri orðum á hann eyðandi. Nú neyðumst við hins vegar til þess. Hann er nefnilega með sinn hluta að ránsfengnum úr ríkissjóði til að kaupa sig til áframhaldandi áhrifa þegar hann á ekkert betra skilið en að hverfa á öskuhaug sögunnar. Í gegnum alla pólitíska sögu sína hefur Framsóknarflokkurinn fengið meira út úr hverju atkvæði en nokkur annar flokkur. Á meðan ójafnvægi ríkti milli kjördæma var hann yfirleitt með flesta þingmenn miðað við atkvæðafjölda. Þegar þetta ójafnvægi var að hluta lagfært hefur Framsóknarflokkurinn aðlagast með því að semja vel við samstarfsaðilana. Þeir selja bara "málefnin" fyrir völdin. Nýjasta dæmið eru helmingaskipti við þá um stjórn borgarinnar. Sjálfstæðismenn hafa í 12 ár niðurlægt atkvæði sín með því að láta þá hafa helmingaskipti í ríkisstjórninni líka. Sjálfstæðismenn hafa ALDREI haft nema í mesta lagi einn þriðja vægi í atkvæðum á við Framsóknarflokkinn þegar kemur að skiptingu valda og áhrifa.

Framsóknarflokkurinn er oftast í stjórn bara af einni ástæðu, hann stendur ekki fyrir neitt annað en völd, áhrif og spillingu og getur þar af leiðandi alltaf átt "málefnastöðu" með hverjum sem er. Pólitískt vændi þessa flokks er "löglegt en siðlaust" eins og maðurinn sagði forðum.

Spyrjið hvers vegna Halldór Ásgrímsson treysti ekki sínum samferðarþingmönnum betur en svo að hann dró Jón "ekkert-stopp" Sigurðsson upp á dekk til að stjórna þeim eftir að hafa mistekist að upphefja Finn Ingólfsson?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband