18.4.2007 | 19:14
Hvað er besta íslenska dægurlagið? Hvað er besta erlenda dægurlagið?
Í dag er eiginlega ígildi föstudags þennan síðasta vetrardag. Af því tilefni langar mig að varpa þessum spurningum fyrir bloggara:
Hvað er besta íslenska dægurlag allra tíma?
Hvað er besta erlenda dægurlag allra tíma?
Ég tek svo saman lista og birti fljótlega.
Með bestu ósk um gleðilegt sumar!
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 265321
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Íslenska: Nína með Stebba og Eyva
Erlenda: Space Oddity með Bowie
Sniðugt framtak! :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 18.4.2007 kl. 19:28
Ég, ef mig skyldi kalla, segi Sæl og blessuð með Jolla og Kóla og Passage to Bangkok með Rush. Hrósa svo Fanneyju fyrir fádæma smekkvísi.
Gleðilegt sumar!
Ingvar Valgeirsson, 18.4.2007 kl. 21:44
Rush hef ég vanmetið. Við ábendingu þína skoðaði ég þetta.
Haukur Nikulásson, 18.4.2007 kl. 22:33
Það þarf að hugsa vel um þetta. Það erlenda lag sem mest áhrif hefur haft á mig svona í fljótu bratði er Wonderful World með Lúi Armstrong.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 12:06
Ég get ekki fest fingur á eitt íslenskt dægurlag sem það besta. Þau lög sem mér þykir skemmtilegast að hlusta á eru ekki góð út frá fagurfræðilegu mati. Þetta er lög eins og "Burt með kvótann" með Rassi, "Lollipop" með Sjálfsfróun, sitthvað með Mínusi, I Adapt og Forgarði helvítis.
Ef ég held mig bara við fagurfræðina þá tel ég besta íslenska dægurlagið vera "Víkivaki" í flutningi Hljómsveitar Magnúsar Ingimarssonar. Þetta er kannski frekar djasslag en dægurlag.
"Ammæli" með Sykurmolunum kemur sterklega til greina sem besta íslenska dægurlagið. Ég man glöggt hvað mér þótti það fallegt og heillandi þegar ég heyrði það fyrst. Og hef ekki fengið leið á því ennþá.
Það var engin tilviljun að Bretar kolféllu fyrir þessu lagi. Það var valið lag vikunnar í Melody Maker, lag ársins af mörgum breskum fjölmiðlum og lag áratugarins af New Musical Express o.fl.
"Fílahirðirinn frá Súrín" er perla í flutningi Möggu Stínu. "Svefn-G-Englar" með Sigur Rós er magnað.
Af því að fyrsti "kommentarinn" nefnir "Nínu" þá er vandfundið annað lag sem hrellir mig meira. Ég fæ alltaf flogakast og blóðnasir við að heyra þó ekki sé nema upphafstóna þess. Ef kosið væri um leiðinlegasta lagið er mitt svar: "Nína".
Jens Guð, 19.4.2007 kl. 16:00
Ef ég tek sama pól í hæðina með erlendu lögin kemur "Helter Skelter" með Bítlunum ekki til greina. Þó að mér þyki gaman að hlusta á það lag þá er það söngstíll Pauls og drynjandi hljóðfæraleikur sem skemmta mér umfram laglínuna. Hún er ekkert merkileg. Bara venjuleg blúslína.
"Imagine" með Lennon er fallegt sönglag. "Killing in the Name" með Rage Against the Machine er dúndur glæsilegt.
Jens Guð, 19.4.2007 kl. 16:11
Vá! Stórar spurningar!
Íslenskt: (ísl.texti) Megas "Mætta"..kannski bara af því að ég hef verið að hlusta mikið á þann "Þrjá blóðdropa" hans undanfarið.
Íslenskt: (erl.texti) Sammála Jens, Ammæli er langflottast
Erlent: Held ég verði að segja "The Wall" ..urðu soddan tímamót tónlistarlega séð í mínu lífi þegar það kom út. Var diskó-gemlingur fram að því
Heiða B. Heiðars, 19.4.2007 kl. 19:17
Þegar stórt er spurt er gjarnan fátt um svör. Ég held að sé nánast útilokað að taka bara eitt íslenskt lag og eitt erlent sem standi upp úr. Þvílíkur hellingur af frábærum lögum hafa komið fram og held ég að ma'r geti í besta falli nefnt það lag sem fyrst kemur upp í hugann af þeim sem maður hefur í uppáhaldi.
Svo gat ég ekki annað en brosað þegar ég fékk upp í hugann mynd af því þegar tónlistar-Guð-inn fær flogakast og blóðnasir við það eitt að heyra Nínu að hluta eða í heild Hins vegar er svona léttúð gagnvart þessum veikleika Guðs-ins að sjálfsögðu til skammar.
Hvað varðar besta íslenska lagið þá kemur Regína fyrst upp í hugann með lagið úr forkeppni Evrópuvisjón í fyrra. Og jú... ég verð að geta lagsins Reyndu aftur með Mannakornum.
Eitt besta erlenda lagið sem ég man eftir í svipinn.... *hugs*hugs*hugs* ...ég get bara ekki gert upp á milli laga á borð við Bohemian Rapsody með Queen, Another Brick of the Wall með Pink Floyd, Penny Lane með Bítlunum, The Day Before You Came með ABBA og fullt af fleirum.
Ef þú Haukur tekur bara eitt lag frá hverjum bloggara á listann þinn, þá skaltu bara taka fyrsta lagið á hvorum listanum hjá mér.
Svartinaggur, 19.4.2007 kl. 23:19
Mér finnst að það þurfi enginn hér að réttlæta val sitt og smekk. Veljið þannig að þið fáið tvö lög á eyðieyju og látið þar við sitja. Það hlýtur að koma alltaf að því að þú velur eitthvað á undan öðru.
Besta erlenda: Just around the corner - Cock Robin (ekki fréttir!)
Besta íslenska: Vegir liggja til allra átta - Elly Vilhjálms
Haukur Nikulásson, 20.4.2007 kl. 01:28
"Vegir liggja til allra átta" með Ellý var valið af einhverri íslenskri dómnefnd besta íslenska lag síðustu aldar. Sjálfum þykir mér það lag ekki skemmtilegt. Að vísu er "intro" spilið dáldið flott. Og, jú, jú, laglínan er flott. En þetta höfðar ekki til mín út frá skemmtanagildi. Ég var jafnvel feginn þegar höfundurinn, Sigfús Halldórsson, neitaði okkur hjá útgáfufélaginu Geisla um að gefa þetta út á plötu með Bubba. Svo féll Sigfús frá og erfingjarnir gáfu grænt ljós á flutning Bubba. Ég man að Sigfús sagði við okkur: "Ég ætla ekki að láta pönkrokkara eyðileggja þetta lag."
Varðandi það að viðbrögð mín við "Nínu" séu til skammar þá er um ósjálfráð viðbrögð að ræða. Lagið framkallar hjá mér ofnæmisviðbrögð. Það er ekkert skammarlegra við það en að fá útbrot við nikkeli eða frjókornum.
Jens Guð, 20.4.2007 kl. 02:43
Jens, þú misskilur mig alveg og endilega lestu kommentið frá mér aftur. Ég sagði ekki að þín ofnæmisviðbrögð væru til skammar - heldur það að ég skuli vera með léttúð gagnvart þeim.
Þetta með eyðieyjuna, þá myndi hugsanlega verða fyrir valinu Bridge Over the Troubled Water með Simon & Garfunkel.
Svartinaggur, 20.4.2007 kl. 09:10
Það er rétt, Svartinaggur, ég misskildi þig. Las "komment" þitt aftur og sé það nú. Smá fljótfærni af minni hálfu. Biðst afsökunar á því.
Jens Guð, 20.4.2007 kl. 23:01
Þið eruð bara ekki í lagi, ég sé ekki einu sinni minnst á Freddie??? Bohemian Rhapsody??? Halló? Innlenda lagið er erfiðara, það sem togar alltaf í mína hjartastrengi er Vilhjálmur Vilhjálmsson, man ekki nafnið á laginu en strákurinn að hlaupa á eftir pabba sínum. Kannski ekki popplag og ekki töff, en makalaus flutningur og tilfinning.
Ingi Geir Hreinsson, 21.4.2007 kl. 10:40
Kannski ertu ekki í lagi sjálfur? Það er víst búið að minnast á Bohemian Rhapsody; 4. paragraf í aths. 9. Kannski ekki alveg kórrétt stafsett þar, en ætti samt að skiljast.
Svartinaggur, 21.4.2007 kl. 16:52
Er þetta lag með Villa Vill, "Bíddu pabbi", ekki erlent lag með íslenskum texta? Held það án þess að vera alveg viss. Mig rámar í að hafa heyrt það sungið á útlensku.
Jens Guð, 21.4.2007 kl. 23:58
Rétt hjá þér Jens,Bíddu pabbi er erlent með texta eftir Iðunni Steinsdóttur.
Haukur Nikulásson, 22.4.2007 kl. 00:11