Hversu stór er Bubbi í íslensku tónlistarlífi?

Ég er einn þeirra sem hafa lagt því lið að setja texta og hljóma inn á söngtextasíðu Davíðs (www.midja.is/david/textar). Þetta er allt saman ólaunað sjálfboðaliðastarf hjá Davíð og okkur hinum sem fleygjum inn efni á síðuna hans.

Haldið hefur verið utan um vinsældir innsendra laga á vefnum og þá verður manni ljóst hversu gríðarleg áhrif Bubbi Morthens hefur haft í tónlistarlíf íslendinga frá árinu 1978. Af 20 mest sóttu lögum á söngtextasíðunni á Bubbi hvorki meira né minna en sjö þeirra: Listinn lítur reyndar núna svona út:

  1. Rómeó og Júlía: Bubbi Morthens
  2. Afgan: Bubbi Morthens
  3. Ást: Ragnheiður Gröndal
  4. Rangur maður: Sólstrandargæjarnir
  5. Með þér: Bubbi Morthens
  6. Fjöllin hafa vakað: Bubbi Morthens
  7. Nína: Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson
  8. Hallelujah: Jeff Buckley
  9. Stál og hnífur: Bubbi Morthens
  10. Traustur vinur: Upplyfting
  11. Barfly: Jeff who?
  12. Líf: Sálin hans Jóns míns
  13. Til hamingju Ísland: Silvía Nótt
  14. Stúlkan sem starir á hafið: Bubbi Morthens
  15. Hotel California: The Eagles
  16. Creep: Radiohead
  17. When I think of angels: KK
  18. Hjálpum þeim: Landsliðið
  19. Hvar sem ég fer: Á móti sól
  20. Aldrei fór ég suður: Bubbi Morthens

Þetta er ekki vinsælustu lög á Íslandi. Þetta eru vinsælustu lögin sem gítarspilararnir sækja á söngtextasíðu Davíðs. Þar eru þúsundir heimsókna á hverjum degi og því er það vel marktækt hvernig smekkur glamrara er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Davíð er frændi minn

Tómas Þóroddsson, 8.4.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Aha, og eiga menn að kjósa hann til þess að setja lög í landinu af því hann semur svo góð lög til að syngja?

Lára Stefánsdóttir, 8.4.2007 kl. 22:20

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er ekki við hæfi að syngja landslög...

Ingvar Valgeirsson, 8.4.2007 kl. 22:30

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ekki það að ég sé að rengja þessar tölur en er einhver samnefnari á milli heimsóknar á síðu og sóttra texta/laga?.

Sverrir Einarsson, 9.4.2007 kl. 00:21

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fyrirgefið en líklega er hið rétta að þetta séu hundruð heimsókna og þúsundir laga. Ég sá á teljaranum sem er neðst á síðunni að heimsóknir væru 500-600 sjálfstæðar IP-tölur á dag og fjöldi sóttra laga líklega 2500-3000 á dag. Það myndi segja að hver notandi sækti 5-6 lög á dag.

Haukur Nikulásson, 9.4.2007 kl. 08:59

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ mér finnst hann frekar ofmetinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2007 kl. 10:58

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ásthildur, það hafa ALLIR skoðun á Bubba.

Haukur Nikulásson, 9.4.2007 kl. 11:28

8 Smámynd: Svartinaggur

Tja... ég hef nú sosum enga sérstaka skoðun á'onum.

Svartinaggur, 9.4.2007 kl. 11:50

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gat nú skeð Svartinaggur að þú þyrftir að sjá til þess að ég hefði örugglega rangt fyrir mér. Ég verð víst að kyngja því hér og nú!

Haukur Nikulásson, 10.4.2007 kl. 12:29

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband