Alþingi: Innan við hálft starf - Meira en full laun!

Um miðjan janúar fann ég að því að Alþingi ætti að taka upp nútíma vinnubrögð.

Á síðasta ári var talið að Alþingi hefði starfað 181 dag af 365, eða um það bil hálft ár. Á þessu ári ætla þeir samt að bæta um betur. Alþingi byrjaði að funda 15. janúar á þessu ári og er því búið með 60 daga. Ef þing verður sett í haust skv. venju er farið af stað í byrjun október og þá má búast við þinghaldi til 10. desember sé tekið mið af þörfum þingmanna fyrir jólaleyfi. Það verða þá 70 dagar í haust.

Skv. þessu starfar þingið í samtals 130 daga á þessu ári. Fyrir þetta fá þingmenn full laun.

Undrar nokkurn að vinnubrögð Alþingis séu í samræmi við þetta vinnuframlag? Undrar einhvern að eftirliti Alþingis með fjárveitingum og fjárnotkun sé í samræmi við þetta vinnuframlag?  Undrar nokkurn að æðstu stjórnendur þessa lands eru að koma landsgæðum okkar allra í formi fiskveiðiréttinda, orkufyrirtækja og allra fjármálastofnana í hendur örfárra einkavina í skjóli vinnuleti?  Hvað ætlum við, almenningur á Íslandi að fá að ráð miklu um okkar framtíð? Erum við tilbúin að fórna starfi margra fyrri kynsólða í uppbyggingu íslensks samfélags í hendur örfárra auðmanna? Undrar einhvern að virðing almennings fyrir hinu "háa" Alþingi sé orðin lítil?

Er enginn þingmaður á Alþingi sem skammast sín fyrir svona vinnuframlag? Hvað höfum við eiginlega kosið yfir okkur? Og ætlum við að kjósa svona aftur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband