Á að lögsækja ríkið fyrir eiturbyrlun?

Það situr í mínu minni að kennarinn minn í barnaskóla, líklega Þórhallur Runólfsson, hafi sýnt okkur kvikmynd sem fjallaði um skaðsemi reykinga. Hér var um að ræða umfjöllun sem sýndi óumdeilt að reykingar væru stórhættulegar. Sýnd voru óhugnanleg myndskeið af sundurskornum lungum fullum af tjöruóþverranum og útbíuð í ógeðslegum krabbameinsæxlum. Síðan eru liðin 40 ár.

Þrátt fyrir þennan óhugnað varð mörgum okkar ekki forðað frá tóbakinu. Sumpart og mest vegna áróðurs í auglýsingum og upphafningu þess að reykingar væru töff og fínar. Og unglingar hópuðust að reykja til að passa inn í normið.

Nú þykir ekki lengur umdeilt að reykingar séu hættulegar, drepi fólk úr krabbameinum, hjartasjúkdómum og valdi fólki lamandi lungnaþembu og ýmsu öðrum kvillum sem of langt er að telja. Stutta útgáfan af þessu er að reykingar drepa og valda tjóni á alla lund. Það fer því ekkert á milli mála að hér eru um eitur að ræða.

Eftir situr samt hin ótrúlega tímaskekkja og ranghugsun að helsti dreifiaðili eitursins er stofnun á vegum ríkisins sem nefnist Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Hún hefur meira að segja einkarétt á sölunni, okrar á henni í skjóli einokunar og hefur þessi eitursala alltaf verið ein af drýgstu tekjulindum ríkissjóðs.

Það tók undirritaðan langan tíma og mikinn viljastyrk að losna úr viðjum tóbaksins. Enn eru tugþúsundir íslendinga fastir í þessum tilgangslausa vana og komast ekki frá honum. Skortir viljastyrk. Tóbaksframleiðendur hafa líka aukið nikótínmagn í vörum sínum til að gera fíklunum þetta ennþá erfiðara að losna. Ég hélt að vísvitandi eiturbyrlun bryti í bága við einhver hegningarlög eða hvað?

Hvenær ætla íslendingar að vakna til vitundar um það að ábyrgir aðilar hjá rikisvaldinu eigi alls ekki að eitra skipulega fyrir þegnum sínum? Af hverju sækir enginn ríkið til ábyrgðar á heilsubresti sínum vegna tóbaksins? Hvernig getum við litið svo á að stjórnmálamenn séu trúverðugir um velferð og heilsu almennings á meðan þeir beinlínis styðja eiturbyrlun af þessu tagi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég man eftir þessari  mynd.  Ég reykti í nokkur ár, en byrjaði seint á því.  Er hætt fyrir 20 árum sem betur fer.  Nema þegar ég þarf að vera innan um reykingafólk á skemmtistöðum.  Eftir fyrsta júlí eða er það júní, þá á maður að vera laus við þá kvöl.   En ég veit ekki með ábyrgð ríkisins.  Ef þeir seldu ekki eitrið væru það bara einhverjir aðrir sem sæju um þá hlið málsins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þrymur ég skil þetta með valfrelsið. Þá má spyrja með sömu rökum: Af hverju ekki að selja ALLT EITUR og leyfa okkur bara áfram að velja? T.d. Hass, Kókaín, Heróin, gras o.fl. Nei, nei auðvitað ekki. Ég myndi samt skilja þetta valfrelsi ef tóbakið væri einhverjum nauðsynlegt frekar en t.d. gras (sem er víst líknandi fyrir suma sjúklinga sem eru á lyfjum sem valda ógleði).

Ásthildur og Þrymur: Myndum við selja t.d. fjölskyldu okkar svona eitur? Held ekki - It's simply NOT nice. 

Haukur Nikulásson, 18.3.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: Svartinaggur

Minn skilningur á orðinu "eiturbyrlun" er þegar sá sem tekur eitrið inn hefur ekki hugmynd um tilvist þess í því sem hann neytir. Ég freistast til að ganga út frá því að allir sem kaupa tóbak viti vel um tilvist eitursins - ekki síst út af greininlegum merkinum þess efnis utan á umbúðunum. Tel ég því spurninguna í fyrirsögn málshefjanda hljóta að detta um sjálfa sig. NEMA að ég sé að misskilja þetta orð - eiturbyrlun.

Svartinaggur, 18.3.2007 kl. 15:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki að segja að þetta sé gott mál. Ég skil hvað þú ert að fara.  Málið er bara að ef þetta væri bannað, þá byrjar smyglið upp á nýtt.  Alveg eins og í vínbanni og hvað gerðum við ekki áður en bjórinn var leyfður, við settur vodka út í pilsner.  Áróður og það mikill er betri lausn en bann að mínu mati.

Og ég er alvarlega að spekulera í því hvort ekki eigi að útvega langt leiddum fíklum dóp á heilsugæslustofum og sjúkrahúsum.  Og ég skil satt að segja ekki af verju Parkinsonsjúklíngar og öðrum sem líður betur af hassi, mega ekki fá slíka úrlausn.  Við þurfum að fara að endurskoða þessi mál frá grunni.  Með því að útvega fíklum dóp, myndi glæpum fækka gríðarlega, og eiturbarónar missa spón úr sinum aski.  Þessir sölumenn dauðans. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2007 kl. 16:41

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Fræðsla er það eina sem dugar því miður.

Georg Eiður Arnarson, 18.3.2007 kl. 16:49

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband