14.3.2007 | 17:11
Afvopnun hefur aldrei náð til sigurvegara kalda stríðsins
Það er eiginlega bara skrýtið að vesturveldin skuli ekki í ljósi loka kalda stríðsins hafa staðið fyrir því að kjarnavopnum yrði eytt með öllu. Þessi staðreynd er lykilatriði þegar það er skoðað hvers vegna kjarnorkuveldum fjölgar. Ástæðan er einfaldlega sú að kjarnorkuveldum er ekki treyst og það þýðir að sífellt fleiri þjóðir vilja styrkja sinn sess í ógnarjafnvægi heimsins með því að eiga líka kjarnorkuvopn.
Bara sú staðreynd að þessi vopn eru til skapar hættuna á því að einhverjir brjálæðingar komist yfir þau og sprengi í stórborg sér til hefnda vegna einhvers málstaðar. Til þess að espa þessa brjálæðinga upp eru framleiddir sjónvarpsþættir til að sýna hvernig ætti að bera sig að. Stundum fær maður á tilfinninguna að sumt sjónvarpsefni mætti hreinlega banna vegna þess hversu hættulegar ranghugmyndir það getur skapað.
Það er enginn öruggur fyrir kjarnorkuvá fyrr en öllum slíkum vopnum hefur verið eytt. Það er ekki einu sinni hægt að færa rök fyrir því að eiga þau lengur nokkurs staðar á þessari jörð.
Rætt um að endurnýja kjarnorkuvopnabúr Bretlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Það að menn eigi enga óvini aðra en Arabíska hirðingja með kalsnikoffa kemur ekki í veg fyrir að menn vilji eiga næg kjarnorkuvopn til þess að eyða heiminum amk. einu sinni, bara til öryggis.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 14.3.2007 kl. 17:23
Kjarnorkuvopn hafa sína kosti og galla.
Tökum dæmi: Ef Bretar hefðu haft kjarnorkusprengju í september 1939, hefðu nasistar þorað að ráðst á Pólland sem varð svo upphafði að seinni heimstyrjöldinni þar sem 60.000.000 manns fórst og annað eins örkumlaðist.
Hefði Japan ráðist á Pearl Harbour?
Kjarnorkuvopn hafa nefnilega gert það að verkum að þessir stóru, hafa ekki farið í hár saman.
Svo er það misskilningur að eitthvað mikið hafi breyst við loka kaldastríðsins. Jújú Sovét var lagt niður og þau ríki fengu sjálfstæði, en í dag er hafin ein mesta uppbygging á herafla Rússa síðan 1941 eftir innrás Þjóðverja í Sovét.
Hver er forseti Rússlands? Fyrrverandi foringi úr KBG, sovésku leyniþjónustunni.
Júlíus Sigurþórsson, 14.3.2007 kl. 17:23
Ég næ þínum rökum Júlíus. Þú getur bara ekki hafnað því að kjarnorkusprengjur sem ekki eru til, springa ekki. Svo má náttúrlega benda mér á það sem "barnaskap" að ætla að þessu sé hægt að eyða. Hafi verið hægt að búa þetta til, hlýtur að vera hægt að eyða þeim líka. Til þess þarf bara mjög ákveðna hugarfarsbreytingu þegnanna.
Líklega breytist ekkert í þessu fyrr en fyrsta sprengjan hefur dúndrað einhverri stórborginni með öllum þeim hörmungum sem það þýðir.
Haukur Nikulásson, 14.3.2007 kl. 17:30
Ég skil vel þín rök og tvær borgir er þegar búið að sprengja. Auðvitað væri það æðislegur heimur þar sem hvergi væru hermenn, vopn eða sprengjur (knúnar af kjarnorku eða öðru). En það er nú þessi galli mannsins að girnast það sem er náungans og því verður ekki friður á jörð nema með genabreytingu í öllu fólki.
En gallinn er að tækniþekkingin er orðin útbreidd, hráefnið má finna víða og því er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær slíkar sprengjur komast í hendur óvandaðra.
Júlíus Sigurþórsson, 14.3.2007 kl. 17:44
Gallinn er vitanlega sá að þekkingin er enn til staðar og gerir ekki annað en að breiðast út. Draumsýn þess virði að hafa, en draumsýn eftir sem áður.
Ólafur Als, 14.3.2007 kl. 17:50
Ég skil samt ekki löngun Breta til að endurnýja - voru gömlu kjarnavopnin komin fram yfir síðasta neyzludag? Skrýtinn andskoti.
Ingvar Valgeirsson, 14.3.2007 kl. 18:10
Það er svo mikil hræsni í gangi. Til dæmis er vitað að Ísraelar eiga kjarnorkuvop. þeir hafa meira að segja notað klasasprengjur. Þeir eru alveg jafnmiklir villimenn og arabarnir. Ef hægt er að tala svona. Við erum sennilega öll villimenn í okkur.
Þjóðverjar víluðu ekki fyrir sér að gefa ísraelum freygátur sem voru þannig að lítið þurfti að breyta þeim til að setja í þá kjarnorkuvopn. Á meðan verið er að gefa þessari þjóð, með blóðidrifnar hendur upp að öxlum, vopn, þá er reynt með öllum ráðum að afvopna fólkið sem þeir eru að murka lífið úr.
Er það eitthvað réttlæti, eða bjargar það á einhvern hátt friðnum þarna í suðupottinum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2007 kl. 10:42