Er þetta ekki orðin alvarleg tímaskekkja?

Þessi gamla trúarlega forræðishyggja í lögum og reglum er orðin þreytandi.

Sýnir óumdeilt að löngu sé tímabært að aðskilja ríki og kirkju. Hvernig er hægt að líta á það sem mannréttindi að aðrir trúarhópar sem eru að verða 20% af þjóðinni geti ekki notið þessara daga að ósk sinni? 


mbl.is Bannað að spila bingó á ákveðnum tímum um páska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að spekúlera.  Ætli það sé leyfilegt að renna sér á skíðum þessa daga ?  Ef það er í lagi þá er ég bara sáttur.  Annars held ég að það sé bara ágætt að til séu þurrir frídagar hér á landi !  Ég man reyndar eftir því á sínum tíma þegar maður var á djamminu hvað þetta var svakalegt að skemmtistaðir væru bara lokaðir - HVAÐ ÁTTI MAÐUR ÞÁ AÐ GERA !

Gamli (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:44

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hér þurfa vaskir menn að taka sig til og auglýsa bingókvöld og láta reyna á það að lögreglan komi og reyni að stöðva samkomuna!   Svona rugl gengur ekki!

Þetta minnir á það þegar átti að hengja Spaugstofuna fyrir páskaþáttinn sinn um árið... halda þessi fífl að þeir búi í Íran eða hvað???

Róbert Björnsson, 13.3.2007 kl. 16:18

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég er nú í þjóðkirkjunni en get með eingu móti verið sammála þessari frétt. Þetta er frelsissvifting.

Sigfús Sigurþórsson., 13.3.2007 kl. 19:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við hér á Ísafirði höfum alltaf getað smokrað okkur  undan þessu eilífa lokeríi.  Vegna Skíðavikunnar.  Það hafa verið böll eftir 12 á föstudaginn langa og páskadag, og rekstrarsjónir og skemmtanir til kl. 11.30 skírdag og laugardaginn fyrir páska. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2007 kl. 20:12

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Og ég sem hélt að allt væri í tómri eymd á Ísafirði? Ykkur leyfist greinilega ýmislegt í fásinninu þarna eftir að sýsló fór á Selfoss

Haukur Nikulásson, 13.3.2007 kl. 20:30

6 identicon

 

 Það eru 92% þjóðarinnar sem eru í samskonar trúfélögum og þjóðkirkjan er. Þess vegna einungis 8%, sem eru ekki þar. Hversu stór hluti af þessum 8% sem eru ekki skráð í trúfélög lifa ekki eftir kristnum gildum veit ég ekki.

  Þessi röksemdarfærsla varðandi frídagana er ekki alveg að virka.

  Hefjum kirkjuna upp til vegs og virðingar. Hún á það skilið. Í ríkidæmi mammons er forræðishyggjan til staðar, bara annars konar. Eftirlit með þegnunum í nútímaþjóðfélagi er gríðarleg, vegna tækni, óheftrar markaðshyggju, skort á virðingu fyrir náunganum, fyrringar og peningahyggju.

  Menn tala um gríðarlegt eftirlit í t.d. A-Þýskalandi. Hvað með nútímann á vesturlöndum??  Ekki samskonar eftirlit, bara annars konar. 

 Erum við ekki alltaf að endurskilgreina hugtök, eftir því sem samfélagið þróast, þ.m.t. hugtök eins og "forræðishyggja". 

 Ég get ekki séð að nokkrir frídagar sem eru tengdir kirkjunni og kristinni trú, séu forræðishyggja, allavega ekkert meiri forræðishyggja heldur en allt annað.

Guðmundur (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 20:47

7 Smámynd: Ólafur Als

Forræðishyggjan er alla jafna eignuð róttækri félagshyggju en vissulega er hún ekkert annað en hluti af mannlegu eðli sem brýst fram víða. Borgaraleg og íhaldssinnuð öfl eiga sér hér sína verðugu fulltrúa sem knýja á um góða siði og umvöndun. Á okkar dögum má segja að annars konar forræðishyggja hafi einnig sprottið fram þar sem öryggi borgaranna er sett framar frelsi þeirra - í sumpart súrrealískri tilraun til verndar frelsinu. Án þess að hér skuli gert lítið úr öryggi borgaranna er og verður baráttan fyrir frelsi borgaranna eilífðar verkefni þar sem innri hvatar til thess að stýra lífi annarra víkja fyrir algildum sannindum um að sannleikurinn er ekki einkamál nokkurs manns eða stjórnmálaafls.

Go Ísafjörður!

Ólafur Als, 13.3.2007 kl. 21:52

8 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já og svo fengum við þennan sýslumannsdverg í lúðrasveitarbúningi. Hvernig losnar maður við hann?

Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 23:19

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Af hverju ekki bara að veita þessa frídaga en leyfa fólki að gera það sem það vill?

Haukur Nikulásson, 14.3.2007 kl. 00:07

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Tómas, þú kaupir bara nógu marga miða á Stóns konserta í útlöndum!

Haukur Nikulásson, 14.3.2007 kl. 00:08

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er rétt hjá þér Guðmundur. Við leyfum þá bara jafn marga frídaga hjá ÖLLUM trúarbrögðum og þess vegna trúlausum og leyfum þeim að velja dagana að vild. Er það samkomulag?

Haukur Nikulásson, 14.3.2007 kl. 00:30

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég reyni að koma þessu í stefnuskrá Flokksins á næsta landsfundi.

Haukur Nikulásson, 14.3.2007 kl. 07:15

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Aðskilnaður Ríkis og kirkju er nú svolítið meira en að segja það, þar sem Ríkið fékk, fyrir rétt um öld síðan, talsvert magn af landi í eigu kirkjunnar til ráðstöfunar. Þetta er land hvar nú standa t.d. Breiðholt og Garðabær, sem sagt landssvæði sem er tugmilljarða virði. Þó svo kirkjan hafi eignast part af þessum landdsvæðum með vafasömum hætti, t.d. eignaupptöku frá kaþólikkum hér í denn og sem tíund frá almenningi, þá eru stór svæði sem fólk hafði af fúsum og frjálsum vilja gefið kirkjunni eða arfleitt hana að. Ef til aðkilnaðar kemur ætti Ríkið þar af leiðandi að annaðhvort skila þessum löndum eða borga þau út - ég er ekki viss um að hinn almenni skattgreiðandi - sem borgar jú brúsann - yrði hress með það.

Ingvar Valgeirsson, 14.3.2007 kl. 10:47

14 Smámynd: Svartinaggur

Mig langar nú aðeins að fá að leggja orð í belg varðandi þessa frídaga sem Guðmundur Jónsson telur upp. Ég get ekki séð að afnema þurfi þá þótt komi til aðskilnaðar ríkis og kirkju (eða gefa öllum trúarhópum frí á þeirra dögum). Eru þetta ekki einfaldlega frídagar sem hefur verið samið um í gegnum tíðina í kjarasamningum (þ.e. ekki einungis lögbundnir)? Ég get ekki séð að ákvæði í kjarasamningum þurfi að vera í uppnámi þótt löngu tímabær aðskilnaður rikis og kirkju eigi sér stað.

Svartinaggur, 14.3.2007 kl. 14:54

15 Smámynd: Svartinaggur

Er það þá þjóðkirkjan sem ræðu öllu með frídaga? Þarf þá Kalli biskup að samþykkja vinnu á þessum dögum??? Ég hélt að það væri löggjafinn (þ.e. Alþingi) sem hefði með þetta að segja ásamt aðilum vinnumarkaðsins. Því til rökstuðnings langar mig að vitna í lög nr. 88/1971 um 40 stunda vinnuviku.

6. gr. Frídagar eru helgidagar þjóðkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní, enn fremur aðfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13.
Frá og með árinu 1983 skal fyrsti mánudagur í ágúst vera frídagur og skal greiða laun fyrir þann dag samkvæmt sömu reglum og gilda í kjarasamningum um aðra almenna frídaga.

7. gr. Víkja má frá lögum þessum með samningum, sem staðfestir eru af hlutaðeigandi heildarsamtökum.
Með heildarsamtökum er hér átt við landssambönd innan Alþýðusambands Íslands og Alþýðusamband Íslands vegna þeirra félaga, sem ekki eru í landssamböndum þess, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Vinnuveitendasamband Íslands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna. Staðfestingu heildarsamtaka vinnuveitenda þarf þó ekki við, þegar í hlut eiga ríkið, sveitarfélög og stór fyrirtæki, sem ekki eru í vinnuveitendasamtökum.

Svartinaggur, 14.3.2007 kl. 21:11

16 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar: Þetta er rétt hjá þér með kirkjueignirnar. Það er ekki auðvelt að slíta þessu en að sjálfsögðu mögulegt. Kirkjan er búinn að vera á framfæri ríkisins alla tíð og því má segja að kirkjueignir séu ríkiseignir með réttu. Það er líka hægt að þjóðnýta þessar eignir.

Svartinaggur og Guðmundur: Ég hélt að við hefðum náð samkomulagi um þetta mál. Það verða ekki haldnir næturfundir hér til að búa til orðalag í ætt við auðlindafrumvarp Jóns og Geirs! 

Haukur Nikulásson, 14.3.2007 kl. 21:58

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband