Þekkir þú gott efni í stjórnmálamann (eða konu)?

Bloggið er að verða til margra hluta nytsamlegt. Mig langar að varpa fram spurningunni hér að ofan og athuga hvort lesendur geti bent mér á efnilega stjórnmálamenn (og að sjálfsöðgu líka konur). Eina skilyrðið er að viðkomandi sé hófsöm jafnaðarmanneskja sem aðhyllist að mestu skoðanir hins þögla meirihluta. Einnig má viðkomandi ekki vera nú þegar í framboði annars staðar. Aldur má vera frá 18 ára. Ef þú telur sjálfan þig efnilegan láttu mig þá líka vita.

Ef þú veist um gott efni láttu það vaða í athugasemdir eða sendu mér tillögu í trúnaði á póstfangið haukur@mtt.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hugs...hugs...neibb enga "hófsama jafnaðarmenn".  Sorry!!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Verð að segja það Haukur að þú ert farinn á veiðar. Spurningin er hvort þú nærð upp í kvótann

Guðmundur Ragnar Björnsson, 10.3.2007 kl. 20:41

3 Smámynd: Linda Hreggviðsdóttir

Hófsamir jafnaðarmenn? Geturðu lýst því nánar?

Linda Hreggviðsdóttir, 11.3.2007 kl. 08:33

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hófsamur jafnaðarmaður er eiginlega hinn venjulegi maður eða kona sem vill ekki of mikla forræðishyggju, er laus við græðgi, er laus við öfgar, vill jafnan rétt allra til tækifæra í lífinu og gerir sér far um að njóta lífsins á hverjum degi. Hann er ekki of upptekinn við að eignast stærra hús, flottari bíl og að hafa vit fyrir öllum öðrum í kringum sig. Vandamálið er að hinn hófsami jafnaðarmaður hefur lítinn áhuga á stjórnmálum og skiptir sér þar af leiðandi ekki mikð af slíkum málum.

Haukur Nikulásson, 11.3.2007 kl. 09:52

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þu kemur þarna við gmala Kratan i mer Haukur/en þetta er satt og það vel///Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 11.3.2007 kl. 12:15

6 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Ég mæli með tveimur skynsömum kvinnum.  Oddnýju Sturludóttur og Kristrúnu Heimisdóttur.

Sigurður Ásbjörnsson, 11.3.2007 kl. 23:49

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigurður, þær eru báðar frambjóðendur annars staðar, hvað meinarðu? Stela þeim?

Haukur Nikulásson, 12.3.2007 kl. 10:50

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég held að ég yrði alveg meiriháttar stjórnmálakona og hef mikinn áhuga á betra og bættara mannlífi og tel að menntun mín sem Master i social skulpture myndi nýtast mjög vel en veit sem er að ég myndi þrífast illa í þessu stjórnmálaumhverfi hér. Eins og mér finnst nú gaman að vinna með fólki og takast á við alls konar verkefni.....þá held ég að það sé erfitt að vinna þar sem allt er yfirborð og litlar sem engar meiningar í fagurgalanum. Þar sem ekki er verið í lavöru að leita lausna fyrir sem flesta. Samt skemmtileg spurning hjá þér og kannski asnalegt að mæla með sjálfum sér. En ég þekki mig best og veit að ég get treyst mér..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 11:59

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Katrín, gott hjá þér! Þú verður að vera fyrsta manneskjan til að hafa sjálfsálit. Við hin höfum hvort eð er ekkert álit á fólki nema það hafi fyrst álit á sjálfu sér!

Þú ert hér með kominn á blað. 

Haukur Nikulásson, 12.3.2007 kl. 13:56

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Dúa, takk fyrir innlitið. Þú sérð stefnuskrána í "Tenglar" hér til vinstri.

Haukur Nikulásson, 15.3.2007 kl. 09:42

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 265617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband