Samfylkingin í stað Framsóknarflokks - breytist eitthvað við það?

Eins margra er háttur er þegar farið að spá í næsta stjórnarmynstur eftir næstu Alþingiskosningar.

Umræðan gengur, að því er virðist, út á það að Framsóknarflokkurinn hverfi og þá þurfi íhaldið nýja hækju til að styðjast við.

Nærtækast í tveggja flokka samstarfi væri þá líklega Samfylkingin. Hvað myndi breytast við það?

Myndi spilling í stjórnkerfinu minnka?

Komast nýir "vinir" að borðum einkavæðingar ríkisfyrirtækja? 

Verður gjafakvótamálið tekið upp og endurskoðað?

Myndu aldraðir og öryrkjar hafa það eitthvað betra?

Yrði meiri sátt í stóriðju- og virkjunarstefnunni?

Myndu þeir breyta kosningalögum þannig að landið verði eitt kjördæmi?

Koma þeir sér saman um RÚV?

Verður fátæktinni útrýmt? 

Verða Pétur Blöndal og Mörður Árnason þá loksins sammála? 

Breytist eitthvað annað en að hækja Sjálfstæðisflokksins heiti öðru nafni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 265327

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband