Færsluflokkur: Sjónvarp
12.12.2008 | 16:13
Glaður að fá að hafa þessa stöð áfram
Ég dreg enga dul á það að Skjárinn hefur sýnt það sjónvarpsefni sem mér er hvað mest að skapi undanfarin ár.
Ég lýsi því yfir sérstakri ánægju með að stöðin geti haldið áfram.
Flestir starfsmenn SkjásEins endurráðnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2008 | 22:34
Sigmundur Ernir ætti að slaufa þessu með slaufurnar sínar
Lengi vel hélt ég að Sigmundur Ernir væri íhugull og djúpvitur fréttamaður. Hann var svo ábúðarfullur við fréttalestur að maður fær ósjálfrátt á tilfinninguna að maðurinn hljóti að hafa samið allt sem hann les.
Hann gerir það ekki. Hann er hins vegar megin höfundur efnis í þætti sínum Mannamáli.
Hann endar þessa þætti á því að úthluta svokallaðri slaufu til einhvers sem honum finnst skara fram úr. Ekki veit ég annað en að hann ráði því alveg sjálfur hverjum hann úthlutar slaufunni í hvert sinn.
Núna finnst mér að hann megi hætta þessu slaufuveseni. Hann er kominn á villigötur með þetta. Í kvöld er hann aðeins einn í viðbót sem lætur blekkjast af því að bílasalinn Hekla hf. sé rekið til að vinna sérstaklega gegn verðbólgu. Ég get upplýst Sigmund Erni um það að tilgangur Heklu hf. er að selja bíla til að græða peninga. Stundum eru fyrirtæki með blekkingar í kynningarskyni og ég hélt að flestir hefðu séð í gegnum það hvernig fyrirtækið blekkti forystu ASÍ og SA til að taka þátt í, sýnilega vel heppnuðu, PR-múvi þess.
Sigmundur Ernir sá hins vegar ekki í gegnum þetta og heldur greinilega að Hekla hf. sé einhvers konar baráttudeild Seðlabankans í verðbólgumálum.
4.5.2008 | 21:12
Katrín Jakobsdóttir er A L L S S T A Ð A R !
Annað hvort þarf ég að leita mér hjálpar eða sjónvarpsstöðvarnar! Það er sama á hvaða sjónvarpsstöð ég stilli, allsstaðar birtist Katrín Jakobsdóttir í einu eða öðru hlutverki.
RÚV föstudagskvöld - Útsvar - Katrín Jakobsdóttir í spurningakeppni.
ÍNN veftv - Katrín Jakobsdóttir með Illuga Gunnarssyni.
RÚV - Silfur Egils - Katrín Jakobsdóttir í pallborði.
Stöð 2 - Mannamál - Katrín Jakobsdóttir í bókmenntaumræðu.
Er kannski raunin sú að það er annað hvort offramboð á þessari geðþekku konu eða yfireftirspurn?
Mér skilst að konan sé þingmaður í fæðingarorlofi. Varaformaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og örugglega í gommu af nefndum. Hvenær fær barnið hennar sopann sinn?
(Ef þetta hefði verið Sóley Tómasdóttir léti ég leggja mig inn á notalega stofnun! )
20.5.2007 | 22:40
Boston Legal - Besti þátturinn þessa dagana!
Þetta er eini sjónvarpsþátturinn sem ég vil láta minna mig á að sé í sjónvarpinu.
William Shatner og James Spader fara á kostum í þessu "spinoffi" úr Practice, sem var miklu þyngri og dramatískari lögfræðisamsuða.
William Shatner var bara kafteinn Kirk úr Star Trek og hann hefur náð ótrúlegum endurnýjuðum starfsdögum sem úrvals gamanleikari og það á gamals aldri þegar menn gerast einatt bara geðvond gamalmenni. Fyrir örfáum árum var William Shatner bara í fréttum eftir lát konu sinnar og aumingjalegrar stöðu afdankaðs gamals og einhæfs sjónvarpsþáttaleikara.
James Spader breytti síðustu þáttunum í Practice í þá veru að létta yfirbragð þeirra og það var fljótlega ljóst að gera yrði annað hvort róttækar breytingar á Practice eða fara í það rétta að búa til afleggjara ("Spin-off") sem birtist okkur í Boston Legal. Shatner, sem Danny Crane, birtist líka í Practice undir það síðasta og þá var endanlega ljóst að þessir tveir þurftu miklu meira rými en sá þunglamalegi þáttur bauð upp á.
Handritshöfundarnir eru að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægir í þessari samsuðu. Án þessa óborganlega húmors væru þættirnir ekki neitt, það geta allir séð.
Á endanum verðum við öll leið á þessu og þetta gengur sitt skeið eins og annar vinsæll og gamansamur lögfræðiþáttur sem allir eru búnir að gleyma og hét... hmmm... hmmm... Ally McBeal.
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson