Færsluflokkur: Lífstíll
12.8.2009 | 17:53
Farmiðakaup fyrir markmann tékkanna stórkostleg mistök?
Samkvæmt lýsingunni virðist sem tékkneska liðið hafið átt 11 skot á íslenska markið en það íslenska ekkert á það tékkneska.
Af þessu má ráða að tékkarnir hefðu getað sparað sér kostnað við einn farseðil fram og til baka.
Glórulaus sóun!
Ísland tapaði fyrsta leiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 13:29
5 ára reykingabindindi fagnað - með stórum vindli?
Í dag eru fimm ár síðan ég hætti að reykja. Sé það skoðað með augum einhvers annars er þetta hvorki mikill áfangi né afrek. Það eru núna fimm ár síðan ég fullvissaði sjálfan mig um að það væri hrein og klár heimska að soga ofan í sig eitur með þessum hætti.
Þetta er hins vegar hægara sagt en gert og það vita alvöru tóbaksfíklar. Eftir á að hyggja taldi ég mig berjast við tóbaksfíknina á 10 sekúndna fresti allan minn vökutíma í heilan mánuð! Eftir það fékk maður einhver löngunarhlé. Ég var áður búinn að reyna plástra sem ollu bara svima og ég ákvað þá að nú skyldi þetta tekið bara "cold turkey". Það hefur gengið til þessa dags.
Eitt af því helsta sem ég sakna er að eiga ekki í fórum mínum þær tvær milljónir króna sem ég ætti að hafa sparað með því að hætta að reykja. Ef einhver hefur rekist á þær mætti viðkomandi koma þeim til skila. Í staðinn skal ég glaður skila 10 kílóunum sem óvart settust utan á mig.
Eftir að maður náði sér út úr virkri tóbaksfíkn er ég líka orðinn þess fullviss að sumir eigi svo bágt með að láta undan ríkisrekinni eiturbyrlun að það ætti að banna tóbaksnotkun með lögum. Forræðishyggja í þeim efnum sé jafn réttlætanleg og þeirri að skikka menn til að aka hægra megin í umferðinni.
Vindillinn að þessu sinni verður úr súkkulaði og karamellu.
16.6.2008 | 08:44
Ekki grúpía - Bara óseðjandi lyst á smáfríðum rokksöngvurum
Það er líklega að verða síðustu forvöð fyrir Bebe Buell að stroka það út núna að vera samheiti fyrir grúpíur þessa heims. Hún er jú að verða of gömul og krumpuð fyrir þetta hlutverk.
Upptalningin á öllum þeim smáfríðu kórdrengjum sem hún hefur átt vingott við bendir líka eindregið til þess að þetta hafi verið með eindæmum hlédræg og einangruð kona með sérstök samskiptavandamál við karlmenn.
Ekki grúppíubarn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2008 | 16:39
Nú má STOKE ER DJÓK höfundurinn éta eitthvað ofan í sig
Ég get alveg samglaðst Stoke að fara upp í úrvaldsdeildina. Þeir leika jú í gamla góða Þróttarabúningnum og þess vegna skildi ég aldrei af hverju Hlyni (Ceres4) stórköttara Þróttar og meðlimur í Merzedes Club var svo uppsigað við félagið að uppnefna þá sem djók.
Nú má Hlynur með heiðri og sóma éta þetta ofan í sig á þessari stundu. Hvað skyldi verðmæti félagsins hafa aukist eftir leik dagsins? Nú hefðu einhverjir betur setið á hlut sínum í félaginu.
Ég hefði líka alveg getað unnt hinum umdeilda Guðjóni Þórðarsyni að fara með liðið upp. Hann vann í því eins og kría í mannaskít en vannst ekki tími til þess vegna skilningsleysis eigendanna á því að vinna með knattspyrnuprímadonnum sem eru jú óaðskiljanlegur hluti þeirra sem við þetta starfa.
Ég stenst því ekki mátið í dag að vera ósammála hinum bloggskrifurum og vera kátur yfir þessum gleðidegi fyrrum íslendingaliðsins í Þróttaragallanum.
WBA og Stoke City í úrvalsdeildina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2008 | 00:55
Auglýsingar - Sumar eldast verr en aðrar
Steve McQueen er einn af almestu töffurum hvíta tjaldsins. Sem ungur maður lék hann í vestrum sem sýndir voru í kananum okkur pjökkunum til mikillar ánægju. Þessi vestri hét Wanted - dead or alive (sem útleggst nokkurn veginn: Gómið hann - dauðan eða lifandi).
Tóbaksframleiðandi nokkur var kostunaraðili þessarar þáttaseríu og hér sést leikarinn mæla með þessum rettum og má af kaldhæðni segja að naglarnir náðu honum sjálfum fyrir rest - dauðum. Auglýsing þessi er svo kjánaleg í dag að hún vekur upp bjánahroll.
Til að gæta allrar sanngirni voru sígarettureykingar ekki taldar svo hættulegar á þessum tíma (1960) og það var ekki fyrr en 5 árum seinna að okkur púkunum var sýnd hrollvekjandi fræðslumynd í Álftamýrarskóla um skaðsemi reykinga. Það var eins og við manninn mælt - flest byrjuðum við að reykja!
Ef þú ert einn þeirra sem reykir skaltu hugleiða að hætta - sem fyrst!
25.12.2007 | 14:41
Gleðileg jólaganga
Undanfarin ár hef ég farið einn út að ganga hring um Laugardalinn á Jóladag. Núna fannst mér það sérstaklega skemmtilegt vegna snjókomunnar sem gerði allt hreint, bjart, fallegt og jólalegt.
Þessi ganga tekur yfirleitt um klukkutíma og ég geng Gnoðarvog, Álfheima, Suðurlandsbraut Reykjaveg, Sundlaugarveg, laugarásveg, Langholtsveg, Álfheima og loks Ljósheima.
Maður mætir yfirleitt mjög fáum, en þeir sem eru á ferli heilsa manni á göngunni. Það er svo rólegt á þessum tíma að manni gefst góður tími til ýmis konar hugleiðinga og í dag gleðst maður yfir því að flestir af manns nánustu fjölskyldu og vinum hafa það yfirleitt mjög gott þessi jólin.
Ég vona að þið hafið það gott og njótið frídaganna sem best. Gleðileg jól!
23.12.2007 | 12:40
Jólagjöf hins vonlitla maka
Mér hefur borist til eyrna að samlíf hjóna sé víða orðið ábótavant. Í sumum tilvikum svo ábótavant að það sé beinlínis sorglegt afspurnar. Og svo sorglegt að það er alls ekki rætt.
Þetta þýðir þó ekki að hjón séu með öllu afhuga heimaleikfimi. Ástæðan er oft fremur sú að tímabundin vandræðagangur og áhugaleysi hafi hægt og bítandi drepið niður þessa annars ágætu heimilisiðju samlyndra hjóna. Mörgum pörum reynist síðan oft illmögulegt að nálgast þetta viðfangsefni aftur og gangsetja.
Með það í huga að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi hef ég ákveðið að hjálpa fólki að gefa eina ódýrustu og bestu jólagjöf sem fæst í dag og kýs ég að kalla hana Jólagjöf hins vonlitla maka.
Neðst í þessum pistli er Word skjal sem þú átt að prenta og setja í umslag. Utan á umslagið skrifar Þú: Til (þitt nafn) - Frá: Jólasveininum.
Þetta bréf leggurðu undir jólatréð og bíður þess að jólagjafir séu leystar undan trénu. Ef börn eða aðrir eru viðstaddir þá læturðu ógert að opna bréfið þar til þú hefur makann einann til staðar. Til að eyða forvitnisspurningum segir þú að þetta sé bara prívat jólakort frá gömlum vini.
Þegar makinn þinn les bréfið á ykkar stundu kemur í ljós hvort það hefur áhrif eður ei.
Bestu óskir um Gleðileg Jól til ykkar allra!
1.10.2007 | 18:26
Bloggmegrun - Er hún möguleg?
Ég hef lítið gert af því að fjalla um mín persónulegu mál. Hef hingað til haldið mig við pólitík og léttvægari dægurmál. Nú langar mig að breyta aðeins til.
Um mánaðamótin voru liðin 4 ár frá því ég hætti að reykja vindla. Þeir voru orðnir hátt í 15 að jafnaði á dag og þetta gekk ekki lengur. Ég var farinn að finna fyrir óþægindum sem ég tengdi reykingunum eins og hjartsláttaróreglu og mæði. Það að hætta reykingunum hefur dregið úr óþægindunum en afleiðingarnar hjá mér voru samt eins og hjá mörgum öðrum: Þyngdaraukning upp á ca 12 kíló.
Nú tel ég tímabært að losna við þau og mér datt í hug hvort við getum myndað hér samhjálparhóp í þessu og býðst ég til að taka að mér skráninguna. Ég hef ákveðið að setja mér það markmið að losna við 12 kílóin á þremur mánuðum þ.e. eitt kíló á viku. Held ég að það sé hóflegt markmið hvað mig varðar. Í dag er ég 93.8kg og það þýðir að vigtin mín eigi að sýna 82 kg. þann 1. janúar 2008.
Ég er ekki hlynntur neins konar sveltimegrun og tel að árangur náist með lífsstílsbreytingu fremur en heilu hungri. Ég er í ágætri hreyfingu og þarf því ekki að blekkja mig á því að íþróttaiðkun sé megrandi. Holdarfar mitt er að mestu bara ofát. Í mínu tilviki nammi, gos og franskar kartöflur sem er orðið tímabært að ég gamall maðurinn hætti að mestu nema spari.
Nú væri gaman að heyra hvort einhverjir bloggarar vilji vera með mér svínfeitum manninum í þessu verkefni og við getum þá styrkt hvert annað í þessu með sama hætti og fólk hefur stutt hvert annað á þessum vettvangi í ýmsum öðrum málum. Kosturinn við að gera þetta hér á blogginu er að í því felst hálf opinbert eftirlit og hæfilegur ótti við niðurlægingu ef þetta tekst ekki!
Hver ykkar eru með?
24.9.2007 | 11:16
Lærum að kvarta rétt
Við höfum öll ástæðu til að kvarta yfir einhverju. Sumir afneita þessu og segjast aldrei hafa yfir neinu að kvarta, þeir sömu ljúga!
Í talsverðan tíma hef ég gert mér grein fyrir því að best er að kvarta á meðvitaðan hátt. Þá á ég við það að þú stjórnir því með hvaða hætti þú kvartar. Þú verður að velja hvort þú ætlir að kvarta bara til að fá útrás fyrir óánægju þína eða fá lausn á umkvörtunarefninu. Þetta tvennt fer alls ekki saman.
Alltof margir kvarta hugsunarlaust í ergelsi. Í þeim tilvikum fæst bara útrás fyrir óánægjuna en hvorki úrlausn á umkvörtunarefninu né samúð hlustandans. Oft er sá sem fær kvörtunina saklaus starfsmaður sem á sjálfur enga sök á kvörtun þinni og þá má búast við að hann hafi litla samúð með þér ef þú ert orðljótur og óvæginn. Löngun hans til að bæta úr þínum málum hverfur. Oft enda slík samtöl á rifrildi og þá ber kvörtunin nákvæmlega engan árangur.
Meðvituð kvörtun byggist á því að þú viljir fá bætt úr umkvörtunarefninu og þá þarftu að vera kurteis og jafnvel vinsamlegur við þann sem talað er við, hvort sem hann á sök á þessu eða ekki. Settu þig í spor þess sem þarf að hlusta á þig og veltu því fyrir þér hvað þyrfti að segja sjálfum þér til að þú myndir leysa málið. Einnig er gott að hafa í huga að kvarta (skynsamlega) á meðan einhver getur leyst úr málinu tímanlega frekar en að geyma þetta uppsafnað þar til heim er komið og enginn getur gert neitt af viti. Sérstaklega á þetta við um kvartanir á ferðalögum og á veitingastöðum.
Mikið væri gaman að lifa ef maður gæti sjálfur alltaf farið eftir þessum ráðum!
14.8.2007 | 00:29
Lengsti dráttur sem hann hefur fengið!
Þetta var spennandi. Hún iðaði hreint af lífi. Hann fann titringinn og lét vaða. Hann fann að eitthvað blotnaði, hann hægði á sér og stoppaði. Síðar var skaftið tekið útundan og hann fékk síðar einn lengsta drátt sem hann hafði fengið um sína daga.
Hann hafði verið á ferðalagi. Leiðin lá inn í Þórsmörk um helgina og það var farið á mörgum jeppum. Það er alltaf viss blanda af spennu og kvíða að fara yfir Krossá. Hún virtist ansi kraftmikil þarna seint á föstudagskvöldinu og það var keyrt yfir ána í fyrstu án vandræða. Síðan þurfti að lóðsa næstu fjóra jeppa með óvanari Þórsmerkurförum yfir ána. Þá fór í verra. Vatn komst inn á vélina hún festist. Bíllinn var skilinn eftir á árbakkanum. Á sunnudaginn var haldið til baka. Til að hægt væri að draga sjálfskiptan bílinn þurfti að fjarlægja drifskaftið til að sjálfskptingin myndi ekki eyðleggjast vegna hitamyndunar. Bíllinn var í drætti alla leið í bæinn.
Að öðru leyti heppnaðist ferðin hreint með ágætum.
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson